Grænlenskar árar eru mikið í tísku núna . Í Gamlársdagsróðrinum okkar sýndi ég þessari nýjung mikinn áhuga - svo eftir var tekið.
Lárus G. var með tvær á sínum bát og var því aflögufær með að lána mér varaárina sína til prufu fyrir mig. Og þegar að Leirvogshólma var komið þá hófust mín fyrstu kynni af West Greenland kayakár- árategund sem þróuð hafði verið í þúsundir ára hjá Inúitum á heimskautaslóðum. Þetta var stuttur róðrarleggur sem eftir var frá Leirvogshólma yfir að eiðinu við Geldinganesi-svona 15 mínútna róður. Eftir fáein áratök fékk ég strax mjög góða tilfinningu fyrir árinni. Hún var léttari í átaki fyrir axlir og handleggi. Þar sem árablöðin eru samása er snúningur um únlið ,óþarfur. Það léttir á þeim handleggshluta. Á móti koma vindáhrifin á það árablað sem uppi er hverju sinni þvert á árablaðið- en þar sem það er miklu mjórra lengst frá ræðaranum verða áhrifin miklu minni en á þessum hefðbundnu spjaldaárum. (Evrópsku)
Ég varð sem sé heillaður af þessari Grænlenskættuðu kayakár- þó um skyndikynni væri á ræða. Og um áramótin hvarf þessi góða reynsla ekki svo glatt frá mér. Þar sem ég var ekki reiðubúinn að leggja í mikla fjárfestingu til að komast yfir svona kjörgrip-þá ákvað ég að smíða mér eitt stk