Hálfmaraþon 2014 úrslit
Það var logn, heiðskírt og sléttur sjór þegar lagt var af stað frá Nauthólsvík í hálfmaraþonkeppni, 30.ágúst 2014. Fimmtán kayakræðarar mættu til keppni, 11 í ferðabátaflokki karla, 2 í keppnisbátaflokki karla og 2 í ferðabátaflokki kvenna.
Keppendur reru flestir léttklæddir og nokkrir fóru úr þurrgöllum skömmu fyrir ræs og reru í ullarfötum eða á stuttermabol. Ölduspár höfðu gert ráð fyrir 1-2 m öldu við Gróttu og það gekk eftir. Hæg og löng úthafsalda brotnaði nærri landi og þurftu ræðarar að sæta lagi til að fara í gegnum hana. Frá Gróttu var mild gola að marki í Geldinganesi.
Róðrarleiðinni var skipt upp í tvo áfanga :
- Nauthólsvík - Grótta 8,15 km leggur. Þar var síðan 5 mín skyldustopp áður en haldið var í síðari áfangann,
- Grótta- Geldinganes, 13,9 km leggur. Alls var hálfmaraþonið 22,2 km róður.
Aðstæður í keppninni voru hagstæðar fyrir hraðskreiðari báta og fyrstu ræðarar voru allir á hraðskreiðum bátum og notuðu vængárar. Róðrarhraði var mun meiri en í fyrri keppni og flestir keppenda bættu tíma sinn. Eymundur Ingimundarson var fyrstur í mark og setti hraðamet á leiðinni og reri á tímanum 2:09:36 og var meðalhraði um 10,2 km/klst. Allir keppendur luku keppni.
Fjölmargir félagar aðstoðuðu við keppnina (Hildur, Gísli H.F., Þóra, Daníel, Jónas, Helga, Perla, …) og sáu þau um: skráningu, tímatöku, öryggismál, aðstoð í stoppi og aðstoð við ræðara í ölduróti við Gróttu. Þeim er þakkað kærlega fyrir aðstoðina. Öryggisbátur fylgdi keppendum og var hann frá Björgunarsveitinni Ársæl, þeim er ber einnig að þakka aðstoðina.
Úrslit voru sem hér segir: