Kayakklubburinn ...magnaðir markeipar
  • Forsíða
    • Fréttayfirlit
      • Námskeið
    • Korkurinn
    • Sölusíðan
    • Innskráning
  • Klúbburinn
    • Algengar spurningar
    • Fyrirspurn (email)
    • Til Nýliða
    • Stjórn og nefndir
    • Öryggismál
      • Öryggisstefna félagsróðra
      • Öryggisstefna klúbbferða - sjókayak
      • Erfiðleikastig sjókayakferða
    • Lög Kayakklúbbsins
    • Afslættir félagsmanna
    • Skráning í klúbbinn
    • Róðrarstjórar félagsróðra
    • Skjalasafn
    • Aðstaðan
      • Lykla og aðgengismál Geldinganesi
      • Umgengnireglur aðstöðu- og búnaðar
      • Reglur bátageymslna Kayaklúbbsins í Geldinganesi
  • Dagskrá
    • Ferðadagskrá
    • Keppnisdagskrá
    • Félagsróðrar
    • Sundlaugaræfing
    • Námskeið
  • Keppnir
    • Reykjavíkurbikar
    • Hallarbikarinn
    • Sprettróður
    • 10km keppnin
    • Haustródeo
    • Tungufljótskappróðri
    • Kayakfærni
    • Bessastaðarbikar
    • Hvammsvíkurmaraþon
    • Elliðaárródeó
    • Hálfmaraþon
  • Fróðleikur
    • Sögur
    • Fræðsluefni
    • Vefkrækjur
    • Myndasíða
    • Leiðsögn um ár - kort
    • Ferðaskýrslu kort
    • Slóðir (GPS-Wikiloc)
  • English
    • Club Registration
    • River Guide - map
    • Paddling along the South Coast of Iceland
    • Guidelines for paddling in Iceland (en)
    • Safety-policy for the club´s joint paddling activities

Korkurinn

    • Maraþonferðin 24. ágúst:
    • 17 ágú 2025 09:21
    • Breiðafjarðarferðin 8-10 ágúst...
    • 24 júl 2025 14:03

Fleiri umræður »

Langisjór 12 Júlí 2014

Nánar
Gísli HF
Sögur
júlí 14 2014
Skoðað: 4404
  •  Prentvæn útgáfa 
  • Tölvupóstfang

Ferð klúbbsins aflýst vegna slæmar veðurspár.

Gísli Friðgeirsson fór hins vegar með sinni spúsu og tók saman eftirfarandi lýsingu:

Við Lilja fórum á Langasjó en hittum enga ræðara þar í klúbbferð eins og geta má nærri. Ferð okkar var einkaferð og ferðasagan á þannig séð ekki heima á klúbbsíðunni. Smá vangaveltur eiga þó e.t.v. erindi hér.  Lilja er hægur ræðari og miðaðst okkar plan við að vera 3 daga á vatninu í stað tveggja. Við vorum í sumarleyfi og þurftum því ekki að binda okkur við að róa á laugar- og sunnudegi. Veður reyndist vera gott á sunnudeginum, þannig að við rerum stutt á laugardagskvöldi í roki og rigningu, tjölduðum í eyju eftir 7-8 km og notuðum síðan sunnudaginn til að róa inn að jökli, ganga upp í fjallshlíð ofan við upptök Skaftár og snerum síðan aftur í tjaldið á sama stað. Róið var svo til baka og haldið heim á mánudegi.

Það hefur sýnt sig að erfitt er að velja helgi löngu fyrirfram til að róa í blíðu á þessu svæði. Guðrún Nína veðurfræðingur var að skoða vindhegðun hér á landi og Jökulheimar er mesti rokrass landsins, en það er rétt norðan við Langasjó.

Niðurstaða þessara hugleiðinga er:

Klúbbferð á Langasjó þarf að vera með sveigjanlegum dagsetningum og lokaákvörðun svo tekin með stuttum fyrirvara. Sjálfur hef ég tvisvar þurft að aflýsa ferð á Langasjó. Það verður síðan að ráðast hverjir komast með.

Myndir frá GHF  

Sjókayak

Dagsferð á Mýrarnar 28. júní 2014

Nánar
Hildur
Sögur
júní 28 2014
Skoðað: 4565
  •  Prentvæn útgáfa 
  • Tölvupóstfang

Veðrið lék við okkur og skartaði náttúran sínu fegursta á þessu fallega róðrarsvæði.  Gylfi bóndi í Miðhúsum tók vel á móti okkur og lóðsaði okkur niður í fjöruna, þar sem róðurinn hófst. Rérum við að Kóranesi þar sem tókum nestispásu og héldum síðan að Knarrarnesi og áðum í Niðurnesi sem tengt er Knarranesi á fjöru. Rérum síðan vestur fyrir Knarrarnes og að landi þar sem ferðin endaði. 

12 ræðarar mættu í róðurinn, Jónas, Helga, Páll, Marc, Þorsteinn, Þorbergur, Egill, Marta, Guðmundur, Sólveig, Sveinn Axel og Hildur. 

Þetta gerði tæplega 18 km. 

Þakka ég félögum fyrir frábæran dag og róðrarstjóra (SAS) fyrir vel unnin störf.

Myndir frá: 

  • Hildur
  • Gummi
  • Jónas
  • Þorbergur
  • Marc
  • Þorsteinn

 

Sjókayak

Jónsmessuróður við sumarsólstöður 21. júní 2014

Nánar
Gísli HF.
Sögur
júní 21 2014
Skoðað: 4395
  •  Prentvæn útgáfa 
  • Tölvupóstfang

Skemmtilegan róður á söguslóðum og án allra vandamála.

Vestanáttin, líklega um 5-6 m/s, lá inn Hvalfjörðinn og einnig inn í Kjósina þannig að vindur var með okkur inn að Laxá en síðan á móti og var nokkur alda þar sem við lentun á Búðasandi utan við Maríuhöfn. Þaðan var róið upp í vindinn, með ölduna aðeins á hægri hönd til baka. Tíminn var eftir áætlun og lauk róðri upp úr miðnætti og er þetta dimmasta sólstöðunótt sem ég hef róið í.

Þeir sem reru voru Jónas, Marc, Gummi Björgvins og Sólveig, Örlygur, Reynir Tómas, Sævar, Einar og Margrét, Daníel, Bjarni og undirritaður.

Róðurinn var að lengd og erfiðleikastigi eins og venjulegur félagsróður, en umhverfið og sagan varð til þess að hugurinn leitaði um 600 ár aftur í tímann.

Myndir frá :

  • Sævari
  • Jónasi
Sjókayak

Fleiri greinar...

  1. Hallarbikarinn 2014 úrslit
  2. Hörpuróður 2.júní 2014
  3. Eyjahopp Geldingarnes Nauthólsvík 17.maí 2014
  4. Reykjavíkurbikarinn 2014 úrslit
  5. Félagsróður 1. maí 2014
  • Fremst
  • Fyrri
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
  • 32
  • 33
  • 34
  • 35
  • Næsta
  • Aftast

Öryggisbæklingar

Öryggisbæklingur Landsbjargar og Kayakklúbbsins
Öryggisbæklingur  British Canoeing

Dagatalið

Tög

  • Klúbburinn
  • Sjókayak
  • Straumkayak
  • Félagsróðrar
  • Brimskíði
  • Kayakhöllinn
  • Sviði
  • Klúbbar
  • SÍL
  • Sit On Top
  • Þú ert hér:  
  • Home
Það er nú verið að skrá þig inn með Facebook aðgangsupplýsingum