Kayakklubburinn ...magnaðir markeipar
  • Forsíða
    • Fréttayfirlit
      • Námskeið
    • Korkurinn
    • Sölusíðan
    • Innskráning
  • Klúbburinn
    • Algengar spurningar
    • Fyrirspurn (email)
    • Til Nýliða
    • Stjórn og nefndir
    • Öryggismál
      • Öryggisstefna félagsróðra
      • Öryggisstefna klúbbferða - sjókayak
      • Erfiðleikastig sjókayakferða
    • Lög Kayakklúbbsins
    • Afslættir félagsmanna
    • Skráning í klúbbinn
    • Róðrarstjórar félagsróðra
    • Skjalasafn
    • Aðstaðan
      • Lykla og aðgengismál Geldinganesi
      • Umgengnireglur aðstöðu- og búnaðar
      • Reglur bátageymslna Kayaklúbbsins í Geldinganesi
  • Dagskrá
    • Ferðadagskrá
    • Keppnisdagskrá
    • Félagsróðrar
    • Sundlaugaræfing
    • Námskeið
  • Keppnir
    • Reykjavíkurbikar
    • Hallarbikarinn
    • Sprettróður
    • 10km keppnin
    • Haustródeo
    • Tungufljótskappróðri
    • Kayakfærni
    • Bessastaðarbikar
    • Hvammsvíkurmaraþon
    • Elliðaárródeó
    • Hálfmaraþon
  • Fróðleikur
    • Sögur
    • Fræðsluefni
    • Vefkrækjur
    • Myndasíða
    • Leiðsögn um ár - kort
    • Ferðaskýrslu kort
    • Slóðir (GPS-Wikiloc)
  • English
    • Club Registration
    • River Guide - map
    • Paddling along the South Coast of Iceland
    • Guidelines for paddling in Iceland (en)
    • Safety-policy for the club´s joint paddling activities

Korkurinn

    • Maraþonferðin 24. ágúst:
    • 17 ágú 2025 09:21
    • Breiðafjarðarferðin 8-10 ágúst...
    • 24 júl 2025 14:03

Fleiri umræður »

Hallarbikarinn 2014 úrslit

Nánar
Bernhard Kristinn
Hallarbikarinn [Sjókayak]
júní 09 2014
Skoðað: 4823
  •  Prentvæn útgáfa 
  • Tölvupóstfang

Velheppnuð keppni laugadaginn 7.júní í frábæru veðri.

Hérna koma tímarnir hjá þeim sem kepptu. Frábær tími hjá Torben, sérstaklega í ljósi þess að hann rær bara einu sinni á ári og það er í þessari keppni. 

Keppnisflokkur

  • 1 - Torben Gregersen - Kirton K1 - 24.39
  • 2 - Ólafur E Brynjólfsson - Stellar - 25.36
  • 3 - Bernharð Kristinn - Zedtech Griffin++ - 27.25
  • 4 - Gunnar Svanberg - Zedtech DominatorXL - 27.55
  • 5 - Höddi Tryggvason - Zedtech DominatorXL - 31.55


Sjókayak
Nánar...

Hörpuróður 2.júní 2014

Nánar
Bjarni Kristinsson
Sögur
júní 03 2014
Skoðað: 4666
  •  Prentvæn útgáfa 
  • Tölvupóstfang

Frá vísir.is

Hörpuróðurinn fór fram í gær, á Sjómannadeginum og var bara ansi fjölmennur. Það viðraði vel, hæg suðlæg átt, með stöku smáskúrum.

Frá Skarfakletti réru 22 og einir 3 úr Geldinganesi. Einn eða tveir bættust svo við í Reykjavíkurhöfn og réru með til baka að Skarfakletti. Beðið var með að fara til baka, þar til hópurinn hafði tekið þátt í björgunaræfingu með Gæsluþyrlunni. Þá „flekaði“ hópurinn sig, einn lék þar slasaðan kayakræðara, sem hífður var upp í þyrlu og var svo slakað niður á bryggjustúfinn neðan slippsins. Sá skilaði sér aftur til sjávar með stökki fram af, án atrennu. Þetta gerði Guðni Páll líka af annarri bryggju, en með atrennu.
GG Sjósportsmenn keyrðu um höfnina á 50 hestafla tvíbyttum, þræl skemmtilegum á að sjá, og gættu þess að fara ekki undir 4 mílna lágmarkshraðann innan hafnar.
Nokkur umferð var um höfnina og Rauðarárvíkina, bæði af bátum og skipum.

Þetta var fínn róður og ýmsir skemmtilegir atburðir í gangi.
Nefndin þakkar fyrir sig og þáttökuna.

Myndir frá:

  • Hákon
  • Þorbergur
  • Sveinn Axel
  • Ágúst Ingi
  • visir.is
  •  
 
Sjókayak

Eyjahopp Geldingarnes Nauthólsvík 17.maí 2014

Nánar
Sigríður Perla Thorsteinson
Sögur
maí 18 2014
Skoðað: 4650
  •  Prentvæn útgáfa 
  • Tölvupóstfang

Fimmtán vaskir ræðarar lögðu upp frá Geldingarnesi í morgun kl. 10:15. Farið var suður fyrir Viðey og yfir í Engey þar sem kaffistopp var tekið í fjörunni. Frá Engey var stímt beint yfir á Gróttu sem gekk klakklaust fyrir sig fyrir utan smá töf á sjó þegar markeiparnir voru stöðvaðir til að hleypa hvalaskoðunarbát fram hjá. Við Gróttu var um hálftíma kaffi stopp þar sem menn nutu smá sólarglætu. Marco fór þar á kostum, skenkti í glös handa öllum hópnum og bauð upp á bakkelsi þannig að það voru glaðir ræðarar sem fóru aftur á sjó.

Frá Gróttu var haldið í einum rikk inn í Nauthólsvík. Þegar komið var fyrir Búðagranda fengum við smá vind á móti en ekki var hann mikill og stuttu síðar fengum við smá rigningu, sem sagt ekta íslenskt veður.

Rétt áður en komið var inn í Nauthólsvík mættum við sjósundsmanni og Guðni var herramennskan uppmáluð og bauð honum far sem reyndar var ekki þáð.

Það voru sáttir ræðarar sem lögðu að landi í Nauthólsvík kl. 15:20.

Þessir réru: Örlygur (skipaður róðrarstjóri), Lárus, Kolla, Trina, Marco, Jónas, Hildur, Sveinn Axel, Guðni, Gunnar Ingi, Magni (að Eyjaslóð), Guðrún (að Gróttu) Kristinn, Gummi Breiðdal og Perla.

Myndir frá :

  • Sveinn Axel
  • Gunnar Ingi
  • Jónas
  • Guðni Páll

 

Sjókayak

Fleiri greinar...

  1. Reykjavíkurbikarinn 2014 úrslit
  2. Félagsróður 1. maí 2014
  3. Þingvellir róið innan Þjóðgarð 13. apríl 2014
  4. Hvalfjörður sun 6.apríl 2014
  5. Lykla og aðgengismál Geldinganesi
  • Fremst
  • Fyrri
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
  • 32
  • 33
  • 34
  • 35
  • 36
  • Næsta
  • Aftast

Öryggisbæklingar

Öryggisbæklingur Landsbjargar og Kayakklúbbsins
Öryggisbæklingur  British Canoeing

Dagatalið

Tög

  • Klúbburinn
  • Sjókayak
  • Straumkayak
  • Félagsróðrar
  • Brimskíði
  • Kayakhöllinn
  • Sviði
  • Klúbbar
  • SÍL
  • Sit On Top
  • Þú ert hér:  
  • Home
Það er nú verið að skrá þig inn með Facebook aðgangsupplýsingum