Hringróður um Ísland ,2013

29 apr 2013 19:28 - 29 apr 2013 20:28 #121 by Sævar H.
Guðni Páll kayakræðari


Myndina tók Einar Sveinn (fengin að láni )

Upphafið af 2100 km kayakróðri um Ísland :

Þá er stóra stundin runnin upp. Guðni Páll , kayakræðari leggur upp frá Höfn í Hornafirði í hringróðurinn um Ísland. ,kl. 10 í fyrramálið þann 30. Apríl 2013. Veðurspáin og ölduspáin fyrir næstu 4 daga lofar góðu fyrir róður um þetta erfiðsta svæði á öllum hringróðrinum – leiðin frá Höfn í Hornafirði til Vík í Mýrdal. .

Suðurströnd Íslands :

Lendingaskilyrði eru mjög erfið einkum vegna strauma og haföldu. Brim getur sumstaðar náð kílómetra út frá flæðarmáli.
Einkenni suðurstrandar Íslands eru sandarnir miklu allt frá Hornafirði og til Þorlákshafnar ,ásamt hafnleysum.
Einn Íslendingur hefur haft sigur í þessari þrekraun, Gísli H. Friðgeirsson, kayakræðari réri hringinn umhverfis Ísland sumarið 2009-mikið afrek.
Margir kayakræðarar ,fyrst og fremst af erlendu bergi brotnir, hafa tekist á við þessar gríðarlega krefjandi aðstæður sem þessi náttúrufyrirbæri suðurstrandarinnar mynda- nokkrir hafa sigrað – en fleiri farið halloka fyrir náttúruöflunum- gefist upp.
Og nú er annar Íslendingur að takast á við þetta mikla verkefni að róa hringróður um Ísland, Guðni Páll Victorsson, kayakræðari. Við fylgjumst spennt með hversu vel Guðna miðar áfram á sínum nýja og öfluga kayak.

Róðrarleggur 1. :

Guðni Páll áætlar að róa í einni lotu frá Höfn í Hornafirði og allt að Jökulsárlóni við Breiðamerkurjökul eða um 55 km ,á þessum fyrsta degi .
Við getum fylgst með framvindunni hjá Guðna í beinni útsendingu um Spot- tækið sem hann hefur meðferðis en það gefur upp staðarákvörðun hans á rauntíma. Mikið öryggistæki.

Höfn í Hornafirði



Mynd : Photo.is ,birt með leyfi höfundar.

Myndin er tekin við innsiglingar ósinn til Hafnar. Hann er mjög straumharður við aðfall og úfall.
Höfn er með yngstu kauptúnum á landinu.
Byggð hófst það 1897 þegar verslun sem hafði ,um aldir ,verið starfrækt í Papós, sem er austanmegin við Hornafjarðarfjöllin, var flutt til Hafnar í Hornafirði.
Og ástæða þess að verslunin var flutt frá Papós voru stækkandi flutningaskip og Papós því ekki lengur kostur.
Höfnin í Hornafirði er einhver sú besta á landinu –þegar inn í hana er komið-en siglingin er um þrönga ála og úti fyrir innsiglingunni eru grynningar sem verða ófærar í vondum veðrum.
Þar hafa orðið mörg slæm sjóslys.
Mikill og vel rekinn sjávarútvegur er frá Höfn í Hornafirði.
Í góðu verði og heiðskíru er fjalla og jöklasýn frá Hornafirði einhver sú tilkomu mesta á landinu.

Krækjur :

Spot tækið
share.findmespot.com/shared/faces/viewsp...LdWvOePSQ8ZEKWI2IeFR

Myndir og kort.
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5872335675811029074

Meira á morgun :)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2013 11:20 #122 by Gummi
Verður Spot tækið góða með í för eða einhvað annað svipað svo við sófariddararnir getum fylgst með ferðum Guðna í rauntíma líkt og þegar Gísli rúllaði þessu upp hér um árið.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 apr 2013 15:11 #123 by olafure
Ég treysti á Sævar með frásagnir af þessu væntalenga afreki Guðna, vonandi verður þetta ævintýri hans sem mest gleði og skemmtun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2013 13:12 - 24 apr 2013 13:16 #124 by Þóra
Já það styttist í brottför hjá þessum eðal dreng. Vona innilega að hann fái góða byrjun og allt gangi upp.
Ég vona líka að þú "Sævar" segir okkur, sem minna vitum um sögu lands og þjóðar, frá þeim stöðum sem Guðni fer um, eins og þú hefur svo oft gert.
kv Þóra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2013 12:16 - 24 apr 2013 12:18 #125 by Sævar H.
Nú eru að renna upp spennandi tímar fyrir okkur kayakfólkið og raunar þjóðina.
Það styttist í að Guðni Páll ýti úr vör á kayak sínum frá Höfn í Hornafirði og hefji þar með hringróður sinn kringum Ísland .
Vegalengdin mun spanna 2000-2500 km eftir því hversu gengur að þvera firði og flóa.
Þetta verður mikið átakaverkefni hjá Guðna Páli.

Eins og við kayakfólkið vitum þá er Guðni Páll þrautþjálfaður kayakræðari og hefur æft sig og undirbúið af kostgæfni .
Honum er því ekkert að vanbúnaði .
Hann áætlar að hefja róðurinn þann 1. maí 2013.
Langtímaveðurspáin fyrir Hornarfjarðarsvæðið lofar góðu, fyrir upphafið .
Og Guðni Páll kayakræðari hefur meðferðis Spot tæki Kayakklúbbsins sem mun skrá allan hans róðrarferil - allan hringinn.
Það hefur verið ákveðið að hér á þessari heimasíðu Kayakklúbbsins verði daglegar fréttir af framvindu þessa mikla róðurs, eins og ferðalagið horfir við okkur sem úr fjarlægð fylgjumst með.
Nú bíðum við bara eftir að 1. maí 2013 renni upp og að fyrsta áratogið verði tekið. :)

Guðni Páll, kayakræðari
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum