38. róðrarleggur : Siglufjörður- Þorgeirsfjörður í Fjörðum
Frá Þorgeirsfirði
Mynd : Fengin að láni af netinu
Um kl
08:00 þann 8. júlí lagði Guðni Páll ,ásamt róðrafélaga sínum, Þóru Atladóttur , upp frá Siglufirði.
Og nú er stefnt á róður frá Siglufirði og fyrir Siglunesið – því næst að þvera fyrir Héðinsfjörð allt að Hvanndalabjörgum í vestanverðum Eyjafirði.
Þar munu þau taka hvíldarstopp .
Þá mun leiðin liggja þvert yfir Eyjafjörð , frá Hvanndalabjörgum og norðarlega á Látraströnd –mót Gjögurfjalli á austanverðum Eyjafirði
Og leið mun síðan liggja norður og austur fyrir Gjögurtá og inn í botn á Þorgeirsfirði.
Þar er áætlað að láta fyrirberast yfir nótt. Þetta er alls um 45 km róður.
Næstu dagar líta mjög vel út til áfrahaldandi róðra.
Veður: Hægur andvari frá austri, síðan norðri og vestan kul undir kvöldið.
Sjólag: Sjólítið
Hér verða birtar fréttir eftir því sem tilefni gefst:
Kl. 11:26 Þau Guðni Páll og Þóra róðrafélagi hans hafa nú tekið land undir Hvanndalabjörgum utan Sýrdals.
Róðurinn hefur gengið mjög vel hjá þeim. Veður gott, logn og um 0.4 m ölduhæð sem er sjólaust.
Meðalhraði frá Siglufirði hefur verið um 6.3 km /klst og hafa lagt að baki um 19 km.
Og nú þegar þau leggja upp að nýju þá er það þverun Eyjafjarðar sem liggur fyrir.
Kl. 16:30 Guðni Páll var að hringja og segja fréttir af ferðinni.
Þau eru núna lent í Þorgeirsfirði eftir 7 klst róður frá Siglufirði að frádregnu 1/2 klst stoppi undir Hvanndalabjörgum vestan Eyjafjarðar.
Þau hafa fengið leyfi til að gista í húsi ferðafélagsins Fjörðungar á Grenivík og eru búin að kveikja upp í olíuofni til að fá í sig hita og þurrka fatnaðinn ,en mikil rigning var meginn hluta róðursins frá Siglufirði og hitastigið ekki hátt 5-7 °C .
Það var stillt í sjóinn alla leiðina, en vindur var á móti þeim yfir Eyjafjörðinn og allt í Þorgeirsfjörð-alveg öfugt við það sem veðurspá og veðurupplýsingar segja.
Svona breytir hátt fjalllendi góðum meðvindi á korti í mótvind í raun.
Þau Guðni Páll og Þóra eru alsæl með að hafa fengið að sjá þetta magnaða umhverfi á leið þeirra.
Einkum fannst þeim Hvanndalabjörgin, vestan fjarðar ,alveg mögnuð .
Og nú eru þau komin í útivistarparadísina í Fjörðum og eiga daginn í dag og á morgun á þeim slóðum.
Aðspurð um snjóalög og náttúrufar , segja þau allt autt og gróið á láglendi en talsverður snjór ennþá efst í fjöllum.
Þau ,Guðni Páll og Þóra Atladóttir senda kærar kveðjur til allra.
Á leið þeirra yfir Eyjafjörðinn mættu þau tveimur skútum á innleið og sem þveruðu því stefnu þeirra, stutt frá. Önnur skútan var frönsk en hin ensk.
Siglingamenn á þeirri ensku veifuðu til þeirra ,en enginn var sjánlegur ofan dekks á þeirri frönsku , en hún sigldi á vélarafli og greinilega á sjálfstýringu.
Ekki gott ef þoka hefði hindrað sýn hjá kayakfólkinu.
Kort af róinni leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424...38073399053505?hl=is
Áætluð róðrarleið
Og á meðan við bíðum:
Fjörður , fjallaskaginn milli Eyjafjarðar og Skjálfanda
Allur fjallaskaginn milli Eyjafjarðar og Skjálfanda er í eyði , svona eins og Hornstrandir og með sama hætti vinsælt göngusvæði.
Það er sumarfagurt í Fjörðum,eins og þessi landshluti er almennt kallaður
En á vetum eru snjóþyngsli mikil.- og vetrarhörkur.
Og fyrrum var þetta eitt erfiðasta búsvæði landsins og einangrað.
Hér eru lýsingar tveggja frægra íbúa á þessu svæði :
Hún
Látra-Björg ,fædd 1716, sem ól allan sinn aldur á Látraströnd á Fjörðum
kveður svo um byggðalagið :
" Fagurt er á Fjörðum
þá Frelsarinn gefur veðrið blítt
heyið grænt í görðum
grös og heilagfiski nýtt
en þá vetur að oss er að sveigja,
veit ég enga verri sveit
um veraldrarreit
menn og dýr þá deyja."
Og rithöfundurinn
Theódor Friðriksson sem ólst upp á Gili innsta bæ á Fjörðum segir svo frá :
"Að þegar hann kom heim að Gili eitt sinn , gangandi úr sjóferð og á skíðum utan frá Eyri- þá fann Theódór hvergi bæinn sinn í fyrstu- en þá stóð hann ofan á bænum - sem þá hafði fennt á kaf..."
Sannalega erfitt líf þarna yfir vetratímann ,en sumrin bættu það upp.
Nú er öll þessi byggð í eyði