8. róðrarleggur Guðna Páls : Landeyjarhöfn- Stokkseyri
Eyrarbakki , horft til austurs allt til Eyjafjalla og Vestmannaeyja t.h.
Ljósmynd, Mats Wibe.
www.Mats, með leyfi höfundar
___________________
Kl. 09:40 15.maí
Nú hefur Guðni Páll ýtt á flot frá sandinum við Landeyjarhöfn og sett stefnuna vestur með landinu í átt að Eyrarbakka.
Veður er gott hjá honum , S 3-5 m/sek 0,5- 1 m ölduhæð.
Öldustefna er framanundir hlið og verður þannig í dag - en ölduhæðin gæti farið í 1,5 m.
Nú er Guðni Páll með nýtt og gott GPS tæki frá Garminbúðinni - sem voru honum innan handar með það .
Og í tækinu er nýjasta útgáfa af Íslandskorti.
Kl. 12:40 15.maí
Núna eftir um 3 klst róður hefur Guðni Páll náð um 6,3 km /klst róðrarhraða- Hann hefur nú lagt að baki um 19 km
Aldan er svona heldur að auka honum erfiðið, á móti, Fari fram sem horfir gæti róðurinn til Eyrarbakka tekið um 9 klst klst.
Kl. 15:14 15.maí
Nú er Guðni Páll búinn að róa > 35 km frá Landeyjarhöfn. Fyrir stuttu tók hann land skammt vestan Hólsár - til hvíldar og hressingar . En hann er kominn aftur á flot . Nú eru aðeins eftir um 7 km að Þjórsárós eða um 1 klst róður.
Kl 18:45 15. maí
Ég heyrði í Guðna Páli um 17:30 þar ég sem var staddur á Krísuvíkurbergi við fuglaskoðun og myndatökur. Hann hafði ákveðið að stefna á lendingu á Stokkseyri.
Hann er búinn að hafa erfiða mótöldu síðustu klst. , vaxandi vindur og orðinn lúinn á því streði- en samt hress í tali.
Og núna kl. 18:45 er hann kominn framhjá Knarrarósvita og á eftir um 4 km róður til Stokkseyrar eða rúma 1/2 klst. Hann er svona um 700 m frá landi vegna skerjaklasanna sem þarna eru. Veður er samt ekki slæmt né sjór .
Kl. 19:24 15. maí
Guðni Páll lenti rétt í þessu í fjörunni innan við bryggjuna á Stokkseyri eftir 10 klst róður frá Landeyjarhöfn. Vegna erfiðs og vaxandi mótvinds og öldu hvarf hann frá því að lenda á Eyrarbakka sem er mun vestar. Ég mun spjalla við Guðna Pál í kvöld og fá yfirlit um róðurinn. Það kemur með næsta pistli - væntanlega um næsta róðrarlegg
Róðrarleiðin
Þetta er um margt merkilegt svæði sem Guðni Páll rær nú með fram frá Landeyjarhöfn að Eyrarbakka, þegar hann leggur upp um kl. 09:00 þann 15. maí
Eftir að sandinum sleppir, sem er samfelldur frá Höfn í Hornafirði, allt að Þjórsárósum-tekur við merkilegt svæði.
Þjórsáin sjálf, þetta lengsta vatnsfall á Íslandi , er mjög merkileg.
Vatnið sem stöðugt streymir til sjávar hefur gegnt því hlutverki að veita afl til framleiðslu á 700 MW af raforku inná raforkukerfi landsins- viðvarandi alla daga ársins. Það munar um minna.
Yfir útstreymi þessa vatns við Þjórsárósa –rær Guðni Páll á svona 30 mín.
Á austurbökkum árinnar er sandur- en á vestari bökkum er hluti af mesta hraunrennsli sem runnið hefur á Íslandi ,svo þekkt sé ,svokallað Þjórsárhraun.
Hraunið kom upp í eldstöðvum á Veiðivatnasvæðinu fyrir 8700 árum og það þekur víðáttu mikil svæði milli Þjórsár og Hvítár –Ölfusár.og myndar ströndina þeirra á milli.
Auk þess sem Þjórsáin gegnir mikilvægu hlutverki fyrir uppeldisskilyrði fiskstofna við suðurströndina.
Þess vegna er svona gott fiskirí þarna .
Þjórsárhraunið tekur því við af söndunum miklu sem spanna allt frá Höfn í Hornafirði að Þjórsá austanverðri.
Þjórsárhrunið gerði því mögulegt að mynda fyrstu höfnina á suðurströndinni,
Mikill hraunskerjafláki framan við Eyrarbakka myndaði ákjósanlegt niðurbrot og skjól af haföldunni..
Þessvegna byggðist Eyrarbakki upp sem verslunarstaður í árdaga byggðar á Íslandi
Á meðan danska einokunin réð verslun varð Eyrarbakki mesta verslunarsvæði Íslands, mun stærra en Reykjavík.
Og það munaði ekki miklu að Eyrarbakki yrði höfuðborgin.
Þarna ætlar Guðni Páll að enda sinn
8. róðralegg á ferð sinni umhverfis Ísland .
Og nú þarf hann að hafa góðan hjálm á höfði –velti hann í briminu, sem oft er í sundum þessara skerjafláka, og gleyma þeirri mýkt sem sandarnir miklu gáfu við brimlendingar.
Svo tekur við hin harða strönd hraunanna á Reykjanesskaga með Krísuvíkurbjarg þverhnípt í sjó- 20 km langt.
Kort af 8. róðrarlegg
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5877889056936133938
Kort af róinni leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424...38073399053505?hl=is