Hringróður um Ísland ,2013

08 jún 2013 14:04 - 08 jún 2013 22:50 #76 by Sævar H.
21. róðrarleggur : Flatey- Skor

Júnínótt á Breiðafirði

Mynd: Guðni Páll kayakræðari

Guðni Páll lagði upp frá Flatey um hádegisbil og er stefnan sett á Barðaströndina-skammt frá Haga-vaðli. Þó að lokamarkið á þessum 21. róðrarlegg ,sé Skor við Rauðasand sem er > 50 km leið-þá er það ekki endanlegt.
Guðni Páll hefur síðustu daga snúið sólahringnum við og róið næturróðra vegna óhagstæðs veðurs-þannig að hann þarf að trimma sig nokkuð til hins eðlilega-dagróðra.

Ferðin yfir í Flatey var ekki á alveg eins róman-nótum sem sett var inn í gær.
Það var rigningasuddi alla leiðina og því dimmt yfir .
Einnig var sjávarfallið erfitt til róðurs.
Lífríkið hélt kyrru fyrir – nema Guðni Páll- hann kláraði róðrarlegginn á 5.5 klst alls 35 km leið .
Hann gisti á gistiheimili í Flatey í nótt og var nokkuð lúinn.

Fréttur verða settar inn hér eftir tilefnum :

Kl. 15:30
Nú hefur Guðni Páll lagt að baki 16 km fá því hann yfirgaf Flatey. Sennilega er straumur á móti. Hann stefnir vestur fyrir Hagavaðal á Barðaströnd og á Múlahyrnu. Hann á eftir 12 km að landi. Leiðin sem hann hefur róið er vörðuð hundruðum eyja,skerja og hólma sem hann þarf að kækja fyrir . Veður er gott samkvæmt kortunum 2-5 m/sek austan og því á eftir. Engin rigning þar sem hann er.

Kl 17:52
Guðni Páll var rétt í þessu að taka land á Barðaströnd , fyrir neðan bæinn Ytri Múla, sem er undir Múlahyrnu á Barðaströnd. Með þessu er Guðni Páll búinn að þvera Breiðafjörðinn frá Snæfellsnesi, þaðan sem hann lagði upp í gær.
Róðurinn var mjög erfiður vegna sjávarfallsins sem var á móti nær alla leiðina - um 29 km róður. Verið er að meta með framhaldið í dag og á morgun .

Kl 19:38
Var að tala við Guðna Pál þar sem hann dvelur núna að Ytri Múla á Barðaströnd. Hann hefur látið staðarnumið í dag og lætur fyrirberast þarna til morguns. Þá verður gefin út ný áætlun um framhaldið. Aðalmálið er : Tíminn,sjávarfallið og veðurspáin- þegar með Látrabjargi verður farið og fyrir Bjargtanga inn til Látra. Það skýrist á morgun.

Þá er þessu lokið í dag :)

Eins og kunnugt er vill Guðni Páll styrkja hjálparsamtökin „Samhjálp „ með þessu afreksverki sínu – að róa á kayak ,einn og óstuddur, umhverfis Ísland. Allt um það er á heimasíðu hans „ Around Iceland,2013“ Munum það.

Kort af róinni leið um Ísland

plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330

Kort af áætlaðri róðrarleið
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330

Og á meðan Guðni Páll rær er gott að hugleiða liðna tíð þarna á þessu magnaða landsvæði sem Breiðafjörðurinn er.
Þá er ágætt að minnast þess að án báta til ferða ,sjósóknar og hlunnindanýtingar eyjanna- hefði mannlíf um aldir verið fátækt. Bátar og skip skiptu sköpum.
Og um aldir þróaðist bátalag sem hentaði þessu sérstaka svæði

Breiðfirska bátalagið

Í jafnmikill eyjabyggð og á Breiðafirði hefur frá upphafi vega verið margt skipa og báta og því mikið um skipasmíði . Löngum hefur verið talað um sérstakt breiðfirzkt bátalag.
Grunnsævi og miklir sjavarfallastraumar valda oft krappri báru víða í Breiðafirði, og auk þess kemur óbrotin og hindrunarlaus úthafsaldan inn á grynnstu fiskislóðir.
Breiðfiðska bátalagið mótaðist því af þessum aðstæðum.
Höfuðeinkenni skipa með breiðfirsku lagi voru bogin stefni með miklum undirlotum, sem hentuðu vel við lendingar í misjöfnum fjörum; léttleiki ; töluverður ávali í öllum formum til þess að mæta kröppum sjó; útsláttur á skutum og því samfara góð viðtök, svo að jafnvel mátti sigla mikið jafnt í graföldu sem óðum sjó, einkum á undanhaldi og í höfuðbitabyr.
En umfram annað einkennir mikill formstöðugleiki breiðfirska bátalagið, en hann er fólginn í því , að þau skip hafa jafn undir farmi sem seglum mikið viðnám- uppdrift á þeirri síðu sem þau hallast á.

Heimildir
Íslenskir sjávarhættir. Lúðvík Kristjánsson.

Skor við Rauðasand

Skor undir Stálfjalli var öldum saman verstöð þarna við norðanverðan Breiafjörðinn vegna góðra lendingaskilyrða og skjóls frá hafáttum.
En samt er Skor kunnust í sögunni fyrir að þaðan lagði Eggert Ólafsson,(1726-1768 ), varalögmaður , náttúrufræðingur og skáld upp í sína feigðarför vorið 1768 , en bátur hans fórst á Breiðafirði með allri áhöfn.
Skáldið Matthías Jochumsson orti kvæði um þennan atburð sem segir m.a:

Þrútið var loft og þungur sjór
þokudrungað vor
Það var hann Eggert Ólafsson
hann ýtti frá kaldri Skor.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 jún 2013 18:19 - 08 jún 2013 08:30 #77 by Sævar H.
20. róðrarleggur

Flatey á Breiðafirði

Ljósmynd, Mats Wibe, www.Mats

Guðni Páll leggur upp frá Stykkishólmi um kl. 18:45
Og leiðin mun liggja frá Stykkishólmi og allt til Flateyar –alls um 35 km leið.
Róðrarleiðin mun liggja beint í norður – milli Elliðaeyjar og Fagureyjar , með Stagley .
Og Guðni Páll ráðgerir að taka hvíldar og næringarpásu í Bjarneyjum.
Að síðustu með stefnuna beint á Flatey... ;)

Veður:
Logn að mestu . Hiti um 9 °C en gæti orðið smá væta stöku sinum.

Ölduhæð
0,2 m

Flatey
„Byggð í Flatey á rætur sínar að rekja allt aftur á landnámsöld þegar Þrándur mjóbeinn nam eyjarnar vestan Bjarneyjarflóa og bjó hann í Flatey.
Flatey hefur þá yfirburði framyfir aðrar Vestureyjar að hún er stærst og lá vel við - stutt er á fiskimið og í aðrar eyjar. Höfnin, skeifulaga eyja á móts við Þýskuvör, var sjálfgerð frá náttúrunnar hendi og veitir hún var í flestum áttum.“

Fréttir af róðrinum verða birtar hér :

Kl 20:20
Nú rétt í þessu var Guðni Páll að fara framhjá Elliðaey og stefnir á Stagley. Hann heldur sig nokkuð austan megin við siglingaleið ferjunnar Baldurs. Það er smá vætuúði hjá honum samkvæmt veðurkorti- en logn og sléttur sjór. Hann hefur lagt að baki um 8,5 km frá Stykkishólmi.

Kl 21:20
Það er flottur ganghraði hjá Guðna Páli- um 7 km/klst meðalhraði. Hann hefur lagt að baki 15 km frá Hólminum og verður í Bjarneyjum um kl. 22:30 . ;)

Kl 22:30
Guðni Páll var að taka land í Bjarneyjum nú rétt í þessu. Flottur gangur hjá Guðna Páli.

Kl 23:20
Guðni Páll er fyrir nokkru lagður upp frá Bjarneyjum og stefnir á Flatey. Hann ætti að verða í Flatey um kl.00:40
Það er sama blíðan- logn og sléttur sjór. Sennilega margir sem öfunda Guðna Pál núna- að vera á róðri um þessa eyjaparadís sem þetta svæðir er á þessum árstíma. :)

Kl 00:40
Guðni Páll er kominn í Flatey og er að ganga frá bátnum innan við Silfurgariðnn norðan megin á Flatey - í gömlu höfninni.
Þetta hefur gengið einstaklega vel að róa þessa 35 km frá Stykkishólmi í Flatey með viðkomu í Bjarneyjum.

Meira á morgun þegar ferðasaga Guðna Páls liggur fyrir.... ;)

Kort af róinni leið um Ísland

plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330

Kort af áætlaðri róðrarleið

plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330




Og meðan við bíðum :

Frá Bjarneyjum á Breiðafirði

Mynd: Breiðafjarðarnefnd ,2003 (fengin að láni af netinu)

"Höfundur Laxdælu getur sérstaklega um Bjarneyjar sem veiðistöð þannig að eyjarnar skipa þann sess að vera elsta veiðistöðin á Íslandi.
Laxdæluhöfundur greinir svo frá að þangað hafi verið sótt mjög til veiðifangs og fjölmenni hafi verið þar öllum misserum. Vafalaust má telja Bjarneyjar með stærstu verstöðvum í margar aldir .
Árið 1703 róa þaðan 50 bátar og hafa líklega áður verið fleiri.
Verbúðir voru margar í Bjarneyjum enda voru þarna um 300 manns þegar útræði var mest.
Meginkostir Bjarneyja sem verstöðvar voru góðar lendingar og fisksæl mið skammt undan."

Og skammt vestan Bjarneyja byrja hinn fengsæli Kolluáll

Heimild:
Íslenskir sjávarhættir, Lúðvík Kristjánsson, bindi II bls 51
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 jún 2013 09:21 - 07 jún 2013 15:04 #78 by Sævar H.
Guðni Páll hringdi í mig rétt í þessu og afraksturinn er þess:

Núna kl. 7:00 í morgun lenti Guðni Páll í Stykkishólmi eftir 52 km róður frá Ólafsvík.
Upphaflega var hann í 6- 15 m/sek vindi en eftir að komið var fyrir Búlandshöfða - þá fór að lægja og það vel.
Allur seinnihluti róðursins var í 2-6 m/ sek af sunnan.
Hann tók land á Eyrarodda við Kolgrafarfjörð , borðaði og hvildi sig í rúma tvo tíma.
Skömmu áður en hann lenti á Eyrarodda færðist mikið líf í sjóinn .
Stór og mikil höfrungavaða (hnýðingar) umkringdu bátinn og léku listir sínar af hreinni snilld fyrir kayakræðarann.
Stukku hátt á loft upp , syntu alveg að honum ,undirbátinn og með honum.
Þeir yngstu voru greinilega sprækari.
Guðni Páll stoppaði róður meðan á þessu stóð og naut þessa náttúrulega sirkus.
Sjálfur þekki ég þetta vel frá fiskiróðrum mínum og reynslan er sú að þetta umhverfi, við þessar skemmtilegu skepnur, er með öllu hættulaust- láti maður þá í friði.
Eftir þessa góðu hvíld, en svefnlausu, setti Guðni Páll stefnuna á Stykkishólm þar sem hann lenti um kl 7: eins og fyrr sagði.
Eftir gott bað - er hann að ganga til hvílu á góðum sveitabæ skammt frá Hólminum.
Það var afar stoltur og hress kayakræðari sem ég var að tala við - þarna í morgunsárið að loknum þessum afreksróðri- og hafa náð því marki að 800 km eru að baki á hringróðrinum um Ísland .
Nýr þráður verður síðan settur inn síðar i dag þegar Guðni Páll hefur ákveðið framhaldið....
Bless á meðan :P
The following user(s) said Thank You: msm

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2013 08:21 - 07 jún 2013 08:49 #79 by Sævar H.
19. róðrarleggur : Ólafsvík- Stykkirhólmur

Frá Stykkishólmi

Ljósmynd, Mats Wibe, www Mats

Róðurinn í dag
Guðni Páll áætlar að leggja upp frá Ólafsvík kl. 12:00 í dag .
Veður er orðið skaplegt eftir óveðrið undanfarna daga- verður S 4-5 m/sek og bjartviðri-hlýtt . O,5 m ölduhæð er á miðjum Breiðafirði

Á myndinni hér að ofan má sjá verulegan hluta róðrarleiðarinnar í dag.
Fremst á myndinni er sá fallegi og sögufrægi bær, Stykkishólmur.
Handan fjarðar er Bjarnarhafnarfjall .
Því næst sér inn í mynni Kolgrafarfjarðar og vestan hans er Eyrarfjall.
Vestan við Eyrarfjall er Grundarfjörður.
Og kollurinn sem sést í ofan Eyrarfjalls og vestast er Búlandshöfði, en vestan hans er Ólafsvík .
Síðan gnæfir Snæfellsjökull upp yfir fjallabálkinn , efst á myndinni, í bakgrunni.
Góður spotti að róa- um 50 km.
Einnig má sjá á myndinni smáhluta þess eyjasvæðis sem innri hluti Breiðafjarðar er myndaður af, > 2500 eyjar og sker.
Um hluta þess svæðis rær Guðni Páll næstu daga.
Ekki er víst að hann fari alla leið í Stykkishólm heldur láti fyrirberast í Snorrahólmi undan Jónsnesi –í nótt-kemur í ljós.

Fréttir af róðrinum munu birtast hér:

Kl.13:00
Guðni Páll hingdi í mig frá Ólafsvík . Hann verður að fresta brottför í smá tíma vegna niðaþoku á svæðinu. Það er hættuleg fyrir hann að vera þarna á sjó í svona þoku. Mikill fjöldi strandveiðibáta er á svæðinu og keyra hratt . Kayakinn sést illa og sennilega ekki í radar. En við bíðum frekari fregna.

Kl 15:30
Samkvæmt upplýsingum frá Guðna Páli er ennþá þoka og urmull af strandveiðibátum á sjó. Væntanlega verður klukkan orðin 18:00 þegar hann leggur upp. Það er við ýmsa erfiðleika að kljást á hringróðri. ;)

18:15
Guðni Páll er að leggja upp eftir fáeinar mínutur frá Ólafsvík. Staðarveðrið á norðanverðu Snæefellsnesi hefur ekki verið samkvæmt almennri veðurspá- það er miklu hvassara 10-14 m/sek bæði í Ólafsvík og Grundarfirði en hægir eftir því sem fjær dregur frá Jöklinum- t.d nokkuð gott í Kolgrafarfirði. Markmiðið núna er komast - helst í Kolgrafarfjörð. Þá er næsti róðrarleggur í Flatey nokkuð beint í norður og ekki mikið frávik frá Stykkishólmi. Við fylgjumst með á Spot tækinu.

Kl 20:19
Guðni Páll lagði upp kl.20:00 frá Ólafsvik og er kominn 2,1 km frá Ólafsvík á 6, 2 km hraða. Veður er mjög óstöðugt. Vindur kl. 20 var 3 m/sek og fór í hviðum í 10-15 m/sek NA eins og er. Hann stefnir fyrir Búlandahöfða. Hann hlóð bátinn framþungan til að standast betur vindálagið. Hvað hann fer langt kemur bara í ljós. ;)

Kl 22:30
Guðni Páll hefur nú farið fyrir Búlandshöfða og er fyrir miðri Látravík og stefnir á Krossnesvita ,sem er vestari útvörður Grundarfjarðar. Hann hefur lagt 15 km að baki frá Ólafsvík. Meðalhraði er um 6 km/klst. Hægviðri er nú loks komið 4-6 m/sek af S og lítil alda. Þó Guðni Páll sé orðinn dauðþreyttur á veðrinu er hann að samaskapi úthvíldur eftir 3ja daga landlegu :)
Það er því spennandi núna þegar hann eftir um 1/2 klst fer hjá Krossnesvita---- hvort hann þverar Grundarfjörð. Nú er bjart allan sólahringinn og hægt að nýta tímann vel. En við sjáum hvað kappinn gerir. :unsure:

KL 22:12
Ljóst er að Guðni Páll er að þvera Grundarfjörðinn og hann stefnir á lendingarstaðinn á Melrakkaey . Væntanlega tekur hann land þar og fær sér hvíld og hressingu hjá skörfumum í Melrakkaey- ekki amalegur félagsskapur það. :P

KL 23:30
Guðni Páll er kominn framhjá Melrakkaey án landtöku þar. Hann stefnir nú á tangnn undan Eyrarfjalli sem aðskilur Grundarfjörð og Kolgrafarfjörð. Veður er mjög gott og gangur góður hjá Guðna Páli. Líklega þverar hann Kolgrafarfjörðinn og jafnvel að hann nái takmarki sinu frá í morgun að láta fyrirberast í Snorrahólma undan Jónsnesi skammt sunnan Stykkishólms. Sjáum til í fyrramálið- ritari er að fara á sjó snemma og setur eina færslu þá í lok þessa róðrarleggs. :P

Kl. 7:50 þann 7. júní
Guðni Páll tók land kl. 01:00 í nótt við Eyrarodda í mynni Kolgrafarfjarðar að vestanverðu og stoppaði þar til kl 3:50 en þá ýtti hann úr vör á ný. Og nú var stefnan sett á Stykkishólm . Þar lenti hann um kl 07:00 í morgun eftir um 52 km róður frá Ólafsvík.
Guðni Páll kláraði því upphaflega róðraráætlun ,Ólafsvík- Stykkishólmur með glæsibrag :) .
Veður batnaði mjög eftir að hann lagði upp frá Ólafsvík og gerði blíðuveður 2- 4 m/sek seinnihlutann.

Næsti róðrarleggur hjá Guðna Páli verður að þvera Breiðafjörðinn a.mk í Flatey. Það verður ákvarðað síðar í dag.

Kort af áætlaðri róðrarleið :

plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330

Kort af róinni leið

plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330




Melrakkaey á Grundarfirði rís úr sæ

Mynd. Sævar Helgason

Skarfabyggð í Melrakkaey

Mynd. Sævar Helgason

Norður af Grundarfirði er mjög falleg stuðlabergshömrótt eyja , Melrakkaey.
Eyjan er friðuð frá 1971 .
Þar er einstakt fuglalíf og mikil skarfabyggð , bæði toppskarfur og dílaskarfur.
Fyrrum var verstöð í Melrakkaey ,en lítil , 2-4 verbúðir og sér ennþá fyrir rústum verbúðanna.
Eyjan er mjög grasgefin og var löngum stundaður heyskapur þar, en eyjan féll undir kirkjuna á Setbergi í Grundarfirði.
Vestan megin á eynni er lendingaraðstaða.
Snemm sumars þegar skreiðarflutningar stóðu yfir frá Dritvík,fyrr á öldum, og inn á hafnir Breiðafjarðar var oft lagst í var vestanmegin við Melrakkaey, þegar hefðbundin útlögn frá austri gekk yfir – þá var gott skjól við Melrakkaey og fengu þreyttir ræðarar áraskipanna sér góðan lúr þarna áður en vestan innlögnin byrjaði um morguninn – inn Breiðafjörðinn.
Þeir voru snillingar í að nýta sjávarföllin, straumana og vindana með sér ,Breiðfiðingar, fyrr á öldum, áður en vélaraflið tók yfir.

Kayakklúbburinn fór sumarið 2008 í þiggja daga ferð í Grundarfjörð undir róðrarforystu Reynis Tómasar Geirssonar, og réri m.a út í Melrakkaey og þá með fullu leyfi til landgöngu.
Við það tækifæri voru meðfylgjandi myndir teknar.
Skarfurinn sem og allt fuglalífið er mjög spakt og unnt að ganga alveg að þeim.
Það var alveg magnað að koma þarna í Melrakkaey- á kayak.

Guðni Páll rær meðfram Melrakkaey í dag.
Attachments:
The following user(s) said Thank You: msm

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jún 2013 21:02 #80 by Siggisig
Magnaðar myndir hjá þér Guðni, gaman að fá þessa innsýn í upplifunina hjá þér. Takk Sævar líka fyrir þessa frábæru lýsingu á öllu saman.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jún 2013 09:45 - 04 jún 2013 09:46 #81 by Sævar H.
Nú er veður vont og gefur ekki til sjóróðra á Breiðafirðinum fyrr en á fimmtudag þann 6.júní. :(
Eftir það eru góð spil í veðurkortunum allt vestur í Ísafjarðardjúp.
Við bíðum þess. :unsure:

Óveður

Mynd: Sævar Helgason
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2013 11:05 #82 by Guðni Páll
Hérna er stutt video úr róðrinum í gær og gefur smá sýn á þessa snildar lýsingu hjá Sævari.



Kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2013 22:10 - 03 jún 2013 11:13 #83 by Sævar H.
18. róðrarleggur : Arnarstapi - Ólafsvík á Snæfellsnesi

Rif á Snæfellsnesi

Ljósmynd, Mats Wibe, www, Mats

Myndin hér að ofan er frá Rifi og sér yfir til Hellisands og Brimnes. . Efst á myndinni er Skarðsvík og Svörtuloft vestan hennar.

18. róðrarleggur :

Kl. 8:10 þann 2. júní lagði Guðni Páll upp frá Arnarstapa.
Markmiðið er að ná að Rifi á Snæfellsnesi í þessum áfanga.
Þetta er um 50 km leið og fyrir mjög erfitt svæði að fara.
Sviftivindar vegna áhrifa Snæfellsjökuls varða leiðina svo og frákast öldu frá strandberginu .
Lendingarstaðir á leiðinni ,fáir.- þar er eingöngu Dritvík að vestanverðu –síðan ekki fyrr en í Skarðsvík .

Vitinn á Svörtuloftum

Mynd, kps, photo.is

Þá er komið fyrir röstina slæmu með Svörtuloftum sem er 4 km langt þverhnípt strandberg.
Framan við og útaf Svörtuloftum er Kolluáll –djúpur og mikill áll sem nær langt inn á Breiðafjörð-allt til Bjarneyja- fisksæll mjög .

Fréttir af róðrinum verða birta hér :

Kl. 9:20
Guðna Páli miðar vel frá því hann hélt upp frá Arnarstapa. Hann er kominn norður fyrir Hellnanes og er skammt utan Dagverðrará og stefnir á Malarrif. Samkvæmt veður og öldukortum er núna 2- 3 m/sek sunnan en breytileg átt. Sjólag gæti verið um 1, 25 m ölduhæð og bæði alda og fallastraumur með honum og verður fyrir Svörtuloft ,að því séð verður.

Kl 11:20
Guðni Páll er núna í landi í Dritvík og væntanlega að taka sér hvíld og fá sér hressingu eftir róðurinn frá Arnarstapa.
Róðurinn hefur gengið mjög vel hjá honum og greinilegt að straumfallið er honum hagstætt. Og nú þegar hann leggur upp frá þessum merka stað, Dritvík, þá verður bæði alda, straumur og vindurinn honum sem eitt - alveg fyrir Öndverðanes. Það er um tveggja tíma róður frá Dritvík. og að Öndverðanesi :)

Kl 11:49
Nú er Guðni Páll lagður upp frá Dritvík -vel nestaður fyrir róðurinn fyrir Svörtuloft. Um kl. 14:00 ætti hann að vera að fara fyrir Öldverðanesið- þá blasir Breiðafjörðurinn við honum. Veður ætti að vera orðið bjart til loftsins og skyggni því ágætt. Sjálfur sé ég grilla í Snæfellsnesfjöllin heiman frá mér úr 120 km fjarlægð . ;)

Kl. 13:13
Núna er Guðni Páll að róa með Svörtuloftum-þessu magnþrúngna strandbergi. Hann ætti að vera kominn fyrir Öndverðanesið og því fyrir Svörtuloft um kl 14:0 . Þá er mikill sigur unninn. Hann heldur sig um 600 metra frá berginu.

Kl 14:00
Ég var að heyra Í Guðna Páli þar sem hann er staddur norðan við Öndverðanesið og kominn inn á Breiðafjörðinn. Róðuirnn gekk mjög vel frá Arnarstapa. Viðdvölin í Dritvík varð honum mikil upplifun . Sjólag á leiðinni var fremur öldusamt frá 1- 2 m eða að jafnaði 1,5 metra ölduhæð-framanaf . Eftir dvölina í Dritvík breytist öldu og vindstefnan í norður og því ljúfur lens með 7.5 km hraða og ölduna lægði. En ógnvekjandi þótti Guðna Páli að róa þessa hafnlausu leið með strandbergið hangandi yfir .
Það var mjög hress og ánægður kayakræðari sem ég var að tala við þarna í mynni Breiðafjarðar- búinn að sigra annað erfiðasta svæði á öllum hringróðrinum-fyrir Svörtuloft.
Nú stefnir Guðni Páll á að taka land á Hellissandi og síðan Rifi.
Þar mun hann meta stöðuna a.m.k klst og hugleiða að ljúka þessum 18. róðrarlegg í Ólafsvík.

Kl. 17:00
Guðni Páll er nú á Rifi og nýkominn þangað frá Hellisandi . Ég heyrið í honum þegar hann var að fara fyrir Brimnesið- þá hafði undið sig upp vindstrengur á móti - frá austri. Ég upplýsti hann að þetta væri tímabundinn sperringur tengt Jöklinum eins og hann fékk að finna fyrir útaf Búðahrauni. Verðurupplýsingar segja 3-5 metrar á veðurstöðvum (raunveður) Hann stefnir á Ólafsvík eftir stopp á Rifi... við fylgjumst með.. ;)

Kl 17:45
Guðni Páll er núna rétt í þessu að lenda á Ólafsvík á Snæfellsnesi eftir glæsilegan róður frá Arnarstapa . Hann mun láta fyrirberast í Ólafsvík í nótt. Og heildarvegalengdin í dag eru 57 km.


Og hér er myndband sem Gummi B, kayakræðari tók við Svörtuloft

Myndband: Guðmundur Breiðdal, tekið fyrir 2 árum.

Gott á að horfa meðan Guðni Páll rær fyrir fyrir þetta magnaða 4 km langa bjarg þar sem ein af mestu röstum við Íslandsstrendur hefur ólgandi aðsetur.

Kort af áætlaðri róðrarleið
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330

Kort af róinni leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330

Aðstæður Guðna Páls á róðrinum verða þessu líkar






Undir Jökli

Einhver fengsælustu fiskimið landsins um aldir hafa verið undir Jökli.
Mjög stutt er á fiskimiðin frá landi sem var mikill kostur á tímum áraskipanna.
Margar verstöðvar röðust umhverfis Jökul.
Þeirra helstar voru : Arnarstapi , Hellnar, Drangsvogur, Einarslón, Dritvík, Bervík,Öndverðanes, Gufuskálar, Hjallasandur og Rif.
Þeirra frægust og þekktust var samt Dritvík sem er fyrir miðju nesinu.

Frá Dritvík

Mynd, Sævar H.

Dritvík undir Jökli var um aldir stærsta útver á Íslandi, en útver var ekki fastur bústaður manna eins og byggðakjarnar-heldur byggt upp á verbúðum sem nýttar voru yfir vertíðartímann.
Talið er að til forna hafi 70-80 bátum verið haldið til fiskjar frá Dritvík.
Bátastærðir voru yfirleitt áttæringar .
Á hverri vertið munu hafa verið milli 500-600 vermenn í Dritvík.
Þeir komu aðallega úr 7 sýslum landsins. .
Í Dritvík var skiprými mikið og góð lendingarskilyrði.
Stutt var að fara á fengsæl fiskimið og þá er hann lá í norðanátt gat gefið á sjó í langan tíma-þegar ekki var viðlit að fara á flot úr verstöðvum innan við Öndverðarnes,.
Þessir kostir allir í senn virðast hafa valdið því að Dritvík varð jafn stór verstöð og heimildir vitna um.
Ennþá má sjá miklar rústir verbúða og fiskbyrgja í Dritvík.
Sögu Dritvíkur sem útvers lýkur með vertíðinni 1861 , en þá réru þaðan 2 bátar.

Og prófessor Jón Helgason hugleiðir svona um Dritvík í kvæðinu „Áfangar“

Nú er í Dritvík daufleg vist.
Drungalegt nesið kalda;
Sjást ekki lengur seglin hvít
Sjóndeildarhringinn tjalda;
Tröllakirkjunnar tíðasöng
Tóna þau Hlér og Alda;
Fullsterk mun þungt að færa á stall,
Fáir sem honum valda


Heimild:
Íslenskir sjávarhættir. Lúðvík Kristjánsson, II bindi bls 46-47
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2013 19:51 - 31 maí 2013 21:37 #84 by Sævar H.
17. róðrarleggur : Búðir – Arnarstapi á Snæfellsnesi

Frá Búðahrauni- Snæfellsjökull í baksýn . Búðaklettur og Breiðavík

Ljósmynd, Mats Wibe, www. Mats

Fremst á myndinni hér að ofan er Búðaklettur –gosgígurinn sem Búðahraun er runnið frá. Breiðavík er síðan milli Búðahrauns og Arnarstapa og yfir öllu sköpunaverkinu er Snæfellsjökull 1440 m hár.

Guðni Páll mun leggja upp frá Búðum núna kl 20:00 þann 30.maí

Veður í dag hefur verið óhagstætt -bæði vindur og kröpp alda.
En nú í kvöld eru skilyrði hagstæðari .

Leið Guðna Páls frá Búðum að Arnarstapa- er um 15 km

Gera má ráðfyrir að 2:30 klst taki að róa þetta - en vegna vinds og öldu tekur hann góðan sveig inn að Breiðuvíkursandi þegar fyrir Búðahraunið er komið

Við fylgjumst með honum á Spot tækinu .

Fréttir af róðrinum verða birtar hér nokkuð ört.

Kl 21:05
Guðna Páli miðar róðurinn vel. Hann er nú búinn að róa 4,5 km og er þvert útaf Búðahrauni um 500 metra frá landi.
Það er hægur vindur hjá honum S 3- 7 m/sek en gæti verið 1.5 m ölduhæð. Hann ætti að geta verið á Arnarstapa
kl 22:45 í kvöld.

KL 21:28
Guðni Páll er nú kominn inn á Breiðuvíkina og stefnir á Arnarstapa. Það þýðir að róðurinn gengur vel .
Hann á eftir 7,4 km í land á Arnarstapa

KL 22:05
Nú á Guðni Páll eftir 3 km róður að Arnarstapa. Þetta hefur gengið mjög vel hjá honum. Hann ætti að vera á Arnarstapa kl 22:35 Hann stefnir aðeins norðan við höfnina - þar sem heitir Klifsandur.

Kl 22:35

Guðni Páll er lentur inni í höfninni á Arnarstapa á Snæfellsnesi eftir glæsi róður frá Búðum.
Það sem er merkilegt við þennan áfanga er að þar með hefur Guðni Páll lokið við 1/3 af leið sinni um Ísland .

Þegar Gísli H. Friðgeirsson réri umhverfis Ísland á kayak , árið 2009 reyndist vegalengdin um 2020 km – mælt á korti samkvæmt róðri Gísla..
Guðni Páll hefur , þegar á Arnastapa er komið lokið við 691 km af leiðinni umhverfis Ísland.

Og róðrarsagan , samkvæmt frásögn Guðna Páls eftir róðurinn

Róið með Búðahrauni í 2 metra ölduhæð

Mynd: Guðni Páll, kayakræðari

Ljóst var þegar Guðni Páll lagði upp að veruleg alda væri á róðrarleiðinni.
Ölduhæðin var að meðaltali 2 metrar og sumir öldudalirnir dýpri.
Samt voru engin brot á ölduföldunum .
Mikið frákast var frá Búðahauninu vegna brimsins þar og því öldurót úr öllum áttum.
Fyrst var aldan framanundir á hlið en hafði snúið sér í aftanundir hlið á seinnihluta róðurs.
Skömmu eftir að Búðahrauni sleppti kom mjög sterkur vindsveipur ofan af Jökulhálsi .
Guðni Páll átti fullt í fangi með að halda árinni í sveipunum.
Þetta stóð yfir í um 1 km af leiðinni . Þannig að þetta varð hörkuróður - En á Arnarstapa er kappinn og gistir á farfuglaheimili í nótt. :)

Kort af róinni leið um Ísland

plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330


Kort af róðrarleið :

plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2013 08:13 - 01 jún 2013 08:03 #85 by Sævar H.
16. róðrarleggur á leið um Ísland: Akrar á Mýrum- Búðir á Snæfellsnesi.

Snæfellsjökull- Arnarstapi

Ljósmynd Mats Wibe, www.Mats

“Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.”

Halldór Laxness, Heimsljós

Snæfellsjökull verður fyrir stafni allan róðrarkaflann frá Ökrum þaðan sem Guðni Páll leggur upp í sinn 16. róðrarlegg á leið sinni um Ísland–og allt að Búðum – alls um 53 km leið..
Ekki amalegt útsýni á róðrinum.

Útlit fyrir veður og sjólag er nokkuð gott , en gæti orðið nokkur alda á hlið sem og vindur.

Guðni Páll áætlar að ýta úr vör um kl 09:00, þ. 29.maí.

Fréttir af gangi róðurs verða birtar hér:

Kl.10:30
Fékk sms frá Guðna Páli. Hann er lagður af stað. Smá seinkun . Óvíst hversu langur róður verður í dag.
Guðni Páll svaf illa í nótt og því ekki vel upplagður- en vonandi hressist kappinn þegar líður á daginn . Nú er tjaldbúskapur að taka við - um sinn. :unsure:

Kl 14:16
Ég var að heyra í Guðna Páli. Hann er núna staddur á Norðurnesi undan Löngufjörum á Snæfellsnesi og er að nesta sig upp fyrir framhaldið að Búðum. Hann er hress .
Það er aðeins að byrja að kula með smá vindöldu á hlið ,en ekkert til að tefja för.
Hann hefur nú róið um 23 km frá því hann lagði upp frá Ökrum, á 3:45 klst - sem er mjög gott.
Hann á nú eftir rúma 30 km að Búðum- þar sem hann hyggst tjalda í nótt.
Það er rigning hjá honum og um 6 °C hiti.
Síðasta nótt í tjaldinu á Ökrum var honum erfið- en það er að baki.
Nú fylgir hann bara stóra áttavitanum sem er sjálfur Snæfellsjökull. :)

Kl 17:20
Guðna Páli miðar mjög vel á róðrinum vestur með Snæfellsnesinu. Hann er núna undan Ytri-Tungu ,neðan Hagavatns og skammt undan landi.
Veður er mjög gott S 5 m/sek og hiti 7°C. ;)
Það eru um 14 km eftir til Búða og ætti Guðni Páll að geta tekið land þar um kl 19:30 í kvöld.
Flottur staður að tjalda þarna á þessum vinsæla ferðamannastað sem Búðir eru.
Þar er einnig fínt hótel. :)

19:40 þann 29. maí

Nú er Guðni Páll lentur framan við Hótel Búðir á Snæfellsnesi eftir 56 km róður frá Ökrum á Mýrum, þaðan sem hann lagði upp í morgun um kl 10:30 .
Hann hefur verið um 9 klst á róðri og tekið eina smá hvíldapásu á Norðurnesi í Miklaholtshreppi.
Þetta er sérlega glæsilegt hjá Guðna Páli ,þar sem hann hefur nú lagt að baki 101 km frá því hann lagði upp frá Akranesi í gærmorgun.
Til hamingju með þetta afrek , Guðni Páll.
Nú er veður gott við Búðir S 4 m/ sek og fer í hviðum í 5 m/sek . Hiti 8°C :)


Kl. 08:20 þann 30 . maí
Heyrði í Guðna Páli í gærkvöldi . Hann dvelur á Hótel Búðum í boði ættingja. Það fer vel um kappann. Hann var sprækur og hress eftir átökin undanfarna 2 daga og naut róðursins mjög vel-enda náttúrufarið einstakt.
Hvað dagurinn í dag ber í skauti sínu er enn óljóst- en kannski verður róið yfir á Arnarstapa sem er um 15 km róður. Verið að athuga með veður og sjólag fyrir þann stutta legg. Meira síðar í dag.

____________________________________________________________________________________________

Kort af áætlaðri róðrarleið : Akrar á Mýrum – Búðir á Snæfellsnesi.

plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330


Kort af róinni leið um Ísland

plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330


Frá Búðum á Snæfellsnesi

Mynd, hotel búðir (fengin að láni af netinu-auglýsing)

Þarna áætlar Guðni Páll að lenda í kvöld og láta fyrirberast.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2013 20:11 - 28 maí 2013 20:24 #86 by Sævar H.
15. róðrarleggur á hringróðri um Ísland,2013 : Akranes- Hítarnes

Frá Hjörsey á Mýrum

Mynd: Sævar H.

Loksins ,loksins er að koma góður samfelldur veður og sjókafli í kortin.

Guðni Páll leggur nú þann 28. maí , upp frá Kalmarsvík á Akranesi , en þar hefur hann verið veðurtepptur síðan hann lenti þar þann 25 maí .
Nú lofa næstu dagar góðu bæði til lofts og sjávar.
Það verður því spennandi að fylgjast með hversu langt hann nær áður en næsti óveðurskafli gengur yfir- kannski inn á Breiðafjörðinn ?

Og það er magnað svæði sem hann rær nú um- eyjarnar og skerin undan Mýrum –eftir að hann hefur þverað leiðina frá Akranesi að Mýrum –alls um 18 km leið.

Þetta svæði undan Mýrum hefur verið einkar vinsælt róðrarsvæði kayakfólksins um árin, en myndin hér að ofan er frá einni róðrarferð um þessar náttúruperlur sem þetta svæði skartar. :)

Kort sem sýnir áætlaða róðrarleið Guðna Páls á hans 15. róðrarlegg.
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330

Fréttir á meðan á róðrinum stendur verða birta hér :

Kl. 9:30
Guðni Páll hefur ýtt úr vör frá Kalmarsvík á Akranesi og sett stefnuna á Álftanes á Mýrum - 17-18 km þverun á Borgarfirði. Veður er gott-sjólaust og hægviðri.

Kl 11:24
Guðni Páll hefur nú lagt að baki um 12 km frá því hann lagði upp frá Akranesi. Hann stefnir nú á Kúaldsey sem er skammt vestan við ósinn undan Álftanesi. Þar verður hann um kl 12:00. Síðan liggur leiðin vestur með Mýrum og að Hjörsey.

Kl 12:24
Róðurinn gengur mjög vel. Guðni Páll er nú staddur við Kóranes suður af Straumfirði og norðan við skerið Hnokka. Stefnan hjá honum er með öllum þeim smáeyjum og skerjum sem varða leiðina að Hjörsey. Klárlega er orðið fjörugt fuglalíf í kringum hann . Það gæti hafa verið hæg undiralda af vestri á leið hans en enginn sjór . Veður er gott .
Nú örlar á öfund í garð Guðna Páls hjá okkur náttúrulífs kayakfólkinu- að róa um þetta stórbrotna náttúrulífssvæði :P

Kl 12:40
Guðni Páll hringdi í mig rétt í þessu. Hann tók land fremst á Kóranesi (sjá meðf. mynd frá Straumfirði) og er að fá sér hressingu. Hann er heillaður af þessu umhverfi þarna.
Allar þessar eyjar ,sker og umkringdur fuglum . Hann er jafnvel að hugsa um að eyða meiri tíma þarna -vegna þessa stórbrotna náttúrulífs sem þarna er. Allar Mæjorkur heimsins standa fölar við samanburðinn.
Allt hefur gengið mjög vel - en báturinn þunglestaður og ristir dýpra og hraðinn því hægari.
Landhelgisgæslan var að hafa samband við hann og vara hann við að það gæti snögghvesst af NA vegna snöggrar lægðarmyndunar á Grænlandssundi- við fylgjumst því með veður .is .
En ekki er víst að neitt verði úr þessu á slóðum Guðna Páls.

Kl 13:54
Guðni Páll er nú að róa sundið milli Neðranes og Elliðaeyjar - þá er stefnan hrein á Hjörsey,taki hann land þar og 1/2 tíma róður. Ekker lengur búið á þessum eyjum - utan sumartímans. Æðavarpið er mikið og vel nýtt á öllu þessu svæði. Þessvegna er öll umferð þarna og ekki síst landtaka háð leyfum landeigenda -einkum yfir varptímann sem er viðkvæmur.
En að ferðast þarna um á hljóðlausum kayak spillir engu lífríki.

Kl 15:04
Nú hefur Guðni Páll tekið land við Hjörsey. Þar sem nú er háfjara þarna er grandinn sem liggur milli meginlandsins og Hjörseyjar allur upp úr og því hindrar hann för vestur fyrir Hjörsey. Allt umhverfið þarna er eitt stórt sjónspil flóðs og fjöru . Nú þarf Guðni Páll annaðhvort að bíða þess að flæði á ný yfir grandann eða róa suður fyrir Hjörsey og halda för áfram vestur með landinu. Hann er nú staddur rétt við staðinn sem myndin hér að ofan er frá- og veðrið ekki ósvipað. Bara gaman :P

Kl 15:38
Var að heyra í Guðna Páli. Hann er nú í þeim aðstæðum sem ég lýsti í fyrra innslagi. Það er um 8 km róður að róa suður fyrir Hjörsey - þannig að hann sleppir því og bíður þess að flæði yfir grandann . Það er byrjað að falla að. En hann er á skemmtilegum stað og skoðar sig um á meðan náttúruöflin leysa vandann - þannig að hann geti haldið för sinni áfram ;)

Kl 18:14
Nú er Guðni Páll staddur við eyna Klofning sem er skammt sunnan Akra.
Fari hann að Hítarnesi á hann eftir 9 km róður þangað eða rúma klst.
Hann hefur klárlega lent í skemmtilegum uppákomum í dag á róðri um þetta magnaða svæði. ;)

Kl 20:20
Fyrir tæpum 2 klst tók Guðni Páll land við Akra á Mýrum og líkur á að þar láti hann fyrir berast í nótt.
Hann hefur lagt að baki um 45 km róður frá því hann lagði upp í morgun frá Akranesi.
Þetta hefur verið mjög góður dagur hjá Guðna Páli - bæði róður og umhverfi. :)

Kort af róinni leið um Ísland

plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330




Straumfjörður á Mýrum

Mynd Sævar H

Það grillir í skerið Hnokka handan við Kóranesið-fyrir miðri mynd.

Pourquoi-pas?

Suður af Mýrum er mikill skerjagarður , fallegur um að fara þegar veður er gott og stillt í sjó.
Mikið fuglalíf einkennir þessi mörgu sker og eyjar.
En í vályndum veðrum hafa orði þarna mörg slæm sjóslys, um aldir.

Þeirra kunnast og hörmulegast gerðist þann 16. September 1936 .
Franska rannsóknarskipið Pourquoi-pas? - sem nýkomið var úr miklum vísindaleiðangri um Norðurhöf. og hafði haft viðdvöl í Reykjavík á leið sinni heim til Frakklands , lenti í miklu illviðri skömmu eftir að það lét úr höfn í Reykjavík-þá í blíðviðri.
Það lendir í hafvillum –hrekst af leið og strandar á skerinu Hnokka undan Straumfirði á Mýrum.
Aðeins einn maður bjargaðist á land, undan Straumfirði , en 40 manns fórust, þar á meðal leiðangursstjórinn ,dr . Jean-Baptiste Charcot ,einn fremsti vísindamaður Frakka á þeim tíma.
Þetta er talið eitt hörmulegasta sjóslys Íslandssögunnar.

Þormóðssker er syðsta og vestasta sker í þessum skerjaklasa
Í kjölfar þess að franska rannsóknarskipið Pourquoi Pas? fórst , var ákveðið að reisa þar vita til þess að vara sjófarendur við skerjunum.
Vitanum var valinn staður á Þormóðsskeri og var hann tekinn í notkun árið 1947.

Hjörsey, sem Guðni Páll rær með og tekur sér kannski hvíldarpásu á hinum fallegu sandfjörum eyjarinnar- er þriðja stærsta eyjan við Ísland um 5.5 km2 flatlend en með margar fallega smávíkur þar sem fínn skeljasandurinn prýðir og gerir landtöku kayakmanna góðar.
Bæjarhúsin standa vestanmeginn á eyjunni nokkuð miðsvæðis og nærri sjávarkambinum.
Sú staðsetning hefur markast frá liðnum öldum þegar útræði var mikið frá Hjörsey á miðin undan Jökli.
Árið 1900 bjuggu um 100 manns í Hjörsey .
Stundaður var sjálfsþurftarbúskapur í Hjörsey á þessum tíma.
Það var lifað á fugli ,fiskveiðum,landbúnaði og dúntekju.
Í Hjörsey var þá kirkja og kirkjugarður.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 maí 2013 10:01 - 27 maí 2013 09:38 #87 by Sævar H.
14. róðrarleggur : Grótta við Reykjavík-Borgarfjörður

Akranes

Ljósmynd ,Mats Wibe. www.Mats

Núna um kl 11:00 þann 24. Maí 2013 er Guðni Páll að leggja upp í róður sinn með Vesturlandinu .

Guðni Páll ýtir úr vör frá Gróttu og þverar leiðina til Akraness alls um 17 km leið.
Að loknu stoppi þar heldur hann áfram og inn í Borgarfjörðinn allt að Belgsholti.
Þar mun hann annað hvort láta staðar numið – eða halda áfram yfir á Mýrar.

Veður og sjólag:
SA 8 m/sek og hiti um 9 °C sjólítið, en þó dálítil vindalda af SA (lens) . Rigning í dag en styttir upp í kvöld.

Fréttir:

Kl 12:00
Guðni Páll er nú staddur um 5 km norður af Gróttu og stefnir á vitann á Akranesi. Það er sennilega nokkur kröpp alda hjá honum af SA og því hliðartil á bak. - en samt tefjandi á róður. Meðalhraði hjá honum er um 6.2 km/klst . Hann gæti verið við Akranes um kl. 13:40. . Þegar fyrir Akranes er komið verður meira skjól fyrir SA áttinni-af landinu og hægara í sjóinn. En hann er núna með full lestaðann bátinn ,þar sem framundan er löng útivist - allt fyrir Snæfellsnes.

Kl. 13:00
Það hefur heldur betur bætt í hraðann hjá Guðna Páli eftir því sem hann nálgast Akranes , væntanlega vegna aukinnar öldu- lens. Hann er nú á 8.2 km/klst meðalhraða. Ekki er alveg ljóst hvar hann ætlar að lenda á Akranesi - þessa stundina , þar sem hann stefnir í kverkina á ytri hafnargarðinum á Skaganum. Hann verður á Akranesi um kl . 13:30
Á Akranesi ætlar hann að taka hvíldar og hressingarpásu :)

Kl 13:12
Guðni Páll hefur nú ákveðið að róa norður fyrir Akranes og væntanlega lenda neðan við tjaldstæðið í Kalmarsvík.
Þannig að hann tekur ekki land á Akranesi fyrr en kl. um 14:00 gangi þetta eftir.

Kl 14:05
Guðni Páll hefur nú tekið land í Kalmarsvík sem er norðan við Akraneskaupstað og á tjaldstæði þeirra Skagamanna.
Þarna tekur Guðni Páll hressingar og hvíldarpásu. Það hefur klárlega verið nokkur ævintýraróður hjá honum að þvera Faxaflóann frá Gróttu við Reykjavík og norður fyrir Akranes í þæfings SA vindi og kröppum sjó.
Hörku sjómaður Guðni Páll. ;)
Þetta var um 21.5 km róður - mælt á korti - en vegalengd á róðri Guðna Páls er meiri vegna öldunnar og frávika. :unsure:

Kl. 15:30
Var að heyra í Guðna Páli.
Ljóst er að veður fer versnandi þarna norðan Akraness og aukin hafalda inn Faxaflóann gera róðrarskilyrði slæm fyrir framhald í dag.
Esjan og Akrafjallið magna vindinn í þessari átt ,mjög upp.
Það þekkja kayakmenn vel frá róðrum frá Belgsholti um tíðina.

Guðni Páll lætur því staðar numið á Akranesi og heldur síðan áfram þaðan þegar sjó og veður lægir.
Það er gamalt og gilt spakmæli frá fyrri tíð, " Kóngur vill sigla en byr ræður" , það er í fullu gildi - það hugtak.
Það er allt auðveldara við að ferðast á landi en á sjó.

Kort af róðrarleiðinni
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5881481648991838881

Kort af róinni leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330

Næsti róður á hringróðrinum
Vegna veðurs og sjólags frestast næsti áfangi til þriðjudagsins 28 maí 2013 , en þá koma nokkrir góðið dagar til veðurs og sjólags með Vesturlandinu.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 maí 2013 07:47 - 23 maí 2013 19:08 #88 by Sævar H.
13. róðaraleggur : Minna Knarrarnes á Vatnsleysuströnd- Grótta við Reykjavík

Frá Gróttu við Reykjavík

Mynd: Sævar H.

Hann var glæsilegur róðurinn hjá Guðna Páli frá Höfnum á Reykjanesi og að Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd-í gær þann 22. maí 2013 , en þá réri hann í félagi við róðrarfélaga sinn Eymund Ingimundarson, kayakræðara.

Þetta var um 42 km langur róður. :)

. Veður og sjólag að Garðskaga var fremur erfitt ,en gott eftir að fyrir Garðskagann var komið.

Guðni Páll hafði verið veður og sjólagstepptur í Höfnum í 4 daga .
Það er mikill áfangi að vera kominn fyrir þetta erfiða svæði sem Reykjanesskaginn er og inn á Faxaflóann.

Og nú er það áfanginn frá Minna Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd og til Reykjavíkur
Það er um 26 km róður.

Guðni Páll áætlar að leggja upp frá Minna-Knarrarnesi um kl 17 í dag þann 23. maí 2013. ;)
Áætlaður róðrartími er um 4 klst.

Fréttir af framgangi róðurs:

Kl. 15:25 , 23.maí
Guðni Páll ákvað að hefja róðurinn fyrr en áður var áætlað. (bara) Hann lagði upp frá Minna-Knarrarnesi kl 15: 25 og er nú kl 15:43 útaf Kálfatjörn á Vatnleysuströnd. Veður er orðið ágætt - hæviðri og 11 °C hiti ,en dumbungur.
Það var ekki svona gott í morgun og fram yfir hádegi á þessum slóðum . S 8-12 m og slagveður.
Og af hverju veit ég þetta ? Jú ég var þarna við fiskveiðar fram yfir hádegi og þá var hiti um 3-4 °C .
Guðni Páll verður í fínu til lofts og sjávar á sínum róðri. Og Spot tækið skráir ferilinn .

Kl. 16:52 , 23.maí
Það er góður skriður á Guðna Páli. Hann er nú á um 7, 4 km/klst meðalhraða.
Það er komið logn.
Útaf Vatnsleysuvíkinni setti hann stefnuna á Suðurnes á Seltjarnarnesi - skammt innan við skerið Kepp- nálægt því að hann stefni á Gróttuvitann.
Kl. 16:52 hafði hann róið 11 km frá því hann lagði upp og á eftir um 13,5 km í fjöru á Seltjörn við Gróttu.
Guðni Páll gæti því lent í fjörunni neðan við veginn út í Gróttu, kl um 18: 45 :ohmy:

Kl 18: 45 23. maí

Guðni Páll var rétt í þessu að lenda í fjörunni eins og sést á myndinni - neðst , við Gróttu.
Flott aðkoma að höfuðborgarsvæðinu. Til lukku með þetta Guðni Páll :)


Kort af áætlaðri róðrarleið:

plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330

Kort af róðrarleið Guðna Páls á leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 maí 2013 18:29 - 22 maí 2013 22:13 #89 by Sævar H.
12. róðrarleggur : Hafnir á Reykjanesi- Minna Knarrarnes á Vatnsleysuströnd

Frá Garðskaga. Gamli Garðskagavitinn

Mynd: Sævar H.

Um kl. 14:30 þann 22. maí leggur Guðni Páll upp frá Höfnum á Reykjanesi í sinn 12. róðrarlegg á leið sinni um Ísland og áætlar að róa fyrir Garðskaga og allt til Voga á Vatnsleysuströnd - alls um 40 km leið.

Með honum í för verður Eymundur Ingimundarson , kayakræðari (Eymi).
Guðni Páll hefur verið veðurtepptur í Höfnum frá því 17. maí –einkum vegna sjólagsins ,en mikið brim hefur verið þarna með Reykjanesinu > 3 m. ölduhæð og 3-5 km út frá ströndinni-ófært.
En nú er loks að rofa til þó sjór sé ennþá talsverður- en samt óðum að stillast.

Róðrarleið þeirra liggur framhjá Stafnesi, Sandgerði,Garðskagavita, Garði og síðan yfir Stakkavíkina að Vogum á Vatnsleysuströnd.
Á leiðinn frá Höfnum og fyrir Garðskagavita er um mikið skerjasvæði og grynningar að fara.
Það þarf því að gæta varúðar þegar hafalda stendur þvert á róðrarleið.
Eftir að komið er fyrir Garðskagavita er róðrarleið hreinni og minna um sker.

Veður verður að mestu gott.
Nokkur norðanstrengur í morgunsárið en lægir um hádegi.
Nokkur alda verður í upphafi frá Höfnum og fyrir Stafnesið en dregur síðan úr og verður gott eftir að fyrir Garðskaga verður komið- það segja veður og sjóspár.

Fréttir af róðrinum :

Kl 13:45 , 22. maí
Það hafa orðið tafir á brottför vegna mótvinds og sjávarstraums móti vindöldunni frá Höfnum og fyrir Garðskaga.
Nú er að draga úr vindi og straum og þar með að verða ferðafært.
Þeir félagar Guðni Páll & Eymi leggja upp frá Höfnum um kl 14:15 .
Það verður átakaróður norður með ströndinni og allt þar til þeir sveiga fyrir Garðskagavita- þá skella á þá fínar lens aðstæður - allt að höfninni í Garði.
Þegar þangað er komið meta þeir stöðuna - bæði á þeim sjálfum eftir puðið-vindstöðu og sjólagi, til að fara yfir í Voga. Allt það skýrist þegar í Garð er komið og nokkur hressing kominn í kroppana ;)

Nú getum við því, eftir kl 14.15 , opnað fyrir Spot tækis vefinn og séð hvernig þeim félögum miðar á þessum erfiða kafla- að róa fyrir Garðskaga. :dry:

Kl 18:05

Samkvæmt spot tækinu eru þeir ekki farnir frá Höfnum ennþá. Ég hef ekkert heyrt frá þeim . Það er möguleiki á að spottækið hafi ekki verið að fullu gangsett. Ef þeir hafa farið um 14:30 ættu þeir að vera að koma í Garð eftir stutta stund . Við bíðum fregna af þeim.

Kl. 18:20 22. maí

Ég var að heyra í Gísla H. F. , en hann var svona landmaður þeirra . Guðni Páll & Eymi eru báðir lentir í Garði - voru að lenda rétt í þessu-hressir og kátir.
Það fór svo sem ég setti hér inn að framan -Spottækið var ekki að fullu gangsett og sendi því engin merki bara þetta eina Check merki við kveikingu á því.
Nú er búið að gangsetja það rétt og er merkið af þeirra rétta stað í Garði.
Það þarf að vanda sig við að gangsetja Spot tækið.
Ýmsir voru orðnir áhyggjufullir.
Og ég var fjarverandi og fylgdist ekki reglulega með- fyrr en rétt fyrir 18:00.
En nú eru kapparnir að hvíla sig og endurnæra.
Hugsa sinn gang og meta framhaldið.
Nú er komin blíða til loftsins og sjávarins og ábyggilega freistandi að klára leiðina í Voga- en við bíðum þess hvað þeir ákvarða... :)

Kl 19:19 22. maí

Nú eru þeir róðrarkappar búnir að hvílast ,borða -og komnir á sjó á ný.
Nú hafa þeir sett stefnuna á Voga eða Minna Knarrarnes til loka lendingar á þessum 12 . róðrarlegg Guðna Páls á leið hans um Ísland.
Nokkur vindur er af N og stendur aftan til á vinstri hlið þeirra- það er ekki klárt lens, en hjálpar til. :)

Kl. 19:50 22. maí

Þeir félagar eru nú komnir á 6.6 km /klst meðalhraða.
Þeir stefna mitt á milli Voga og Gerðistangavita sem er við Minna Knarrarnes.
Sennilega ætla þeir að lenda í Minna- Knarrarnesi sem er nokkuð austan við Voga.
Þeir þvera nokkuð Stakksfjörðinn (flóinn milli K.víkur og Voga) Þessi róðrarleggur er um 18 km leið.
Róðrarleið þeirra frá Höfnum í Garð var um 23 km .
Þeir ættu að verða í Minna Knarrarnesi um 22:00

Kl. 20:30 , 22. maí

Þeim félögum, Guðna Páli & Eyma ,miðar mjög vel á róðrinum .
Þeir eru á um 8 km / klst meðalhraða og eru rúmlega hálfnaðir að Minna Knarrarnesi sem þeir eru mjög stefnufastir á . Þeir ættu að verða þar um kl 21:30 Alveg frábært hjá þeim.

Kl. 21:40 22. maí

Og þá eru þeir Guðni Páll og Eymundur róðrarfélagi hans á róðrinum frá Höfnum á Reykjanesi, lentir í fjörunni að Minna Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd að afloknum um 42 km kayakróðri sem hófst kl. 14:30 í dag og lauk kl 21:40. Glæsilegt hjá þeim -til lukku :P

_________________________________________________________________
Vogar á Vatnsleysuströnd

Ljósmynd, Mats Wibe, www.Mats með leyfi höfundar

Hnúfubakur fyrir utan Sandgerði

Mynd: Visir.is Tekin í hvalaskoðunarferð með Eldingu. (fengin að láni af netinu)

Nú er sá tími kominn að hnúfubakur ásamt fleiri hvalategundum eru komnir á Íslandsmið.
Hnúfubakurinn er oft nálægt Garðskaga ,inn undir Voga og allt að Hafnarfirði .
Kayakræðarar geta því séð til þeirra á róðri sínum um þetta svæði.

Hnúfubakurinn er stór skepna um 17 metra langur og getur verið um 40 tonn að þyngd.
Hann kafar oft djúpt eftir fæðu sem er ljósáta, loðna og fleiri smádýr.
Þegar hnúfubakurinn býr sig undir djúpköfun kemur hann þrísvar með stuttu millibili upp til að anda og kemur þá aðeins fram hlutinn með hnúfunni upp- en í þriðja skiptið verður mikil breyting – afturhlutinn með sinni stóru blöðku rís upp úr sjó og hnúfubakurinn stingur sér þráðbeint niður í djúpið- tilkomumikið .
Á myndinnir er djúpköfunarsjónspilið í gangi.

Kort af róðrarleið
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330

Kort af róðrarleið Guðna Páls um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 maí 2013 18:42 - 20 maí 2013 21:06 #90 by Sævar H.
Stafnesviti

Mynd: Sævar H.

Nú um sinn er biðstaða á róðrinum um Ísland hjá Guðna Páli.
Sjólag frá Höfnum og fyrir Garðskaga hamlar för.
Ég fór í smá ferð í dag þarna um Hafnir,Stafnes og Garðskagavita -aðallega til að bera saman ölduspá fyrir þetta svæði sem "sigling.is " hefur sem tilraunaverkefni ásamt Landeyjarhöfn.
Það verður að gefa þeim hjá "siglingu.is" prik fyrir spána þarna og raunveruleikann.
Þar fór saman að mínu mati-marktæk spá og raunveruleiki á hafinu..
Það átti að vera mjög slæmt við Hafnir og Stafnes- það var það líka.
Ég tók nokkrar myndir sem fylgja hér með.

Hafnir
Gamlar verbúðarústir í landi Kirkjuhafnar

Mynd: Sævar H.

Þessi hluti Reykjanessins sem Guðni Páll rær nú meðfram –allt frá Grindavík að sunnan, í Garð að norðan var á fyrri öldum eitt mesta útgerðarsvæði landsins á vetrarvertíðum. .
Vermenn komu víða að af landinu.
Hafnir voru meðal þeirra .
Þaðan voru löngum gerð út mjög stór áraskip ,teinæringar og tólfæringar.
Stutt var að sækja á fiskimiðin sem voru einkar gjöful. Reykjanesröstin með hafstraumunum miklu skapaði kjöraðstæður.
Nú er Grindavík ein eftir sem útgerðarbær í einhverjum mæli.
Og nafnið Hafnir er dregið af tveim stórbýlum sem þarna voru fyrrum, Sundahöfn og Kirkjuhöfn.

Þegar komið er norður fyrir Garðskaga og austur-þá er komið inn á Faxaflóa.
Vitinn á Garðskaga er sæfarendum mikilvægt kennileiti .
Miklar grynningar eru þarna við ströndina allt frá Höfnum og austur fyrir Garðskaga sem ná 4-5 km frá ströndinni og því sjófarendum hættlegar.
Á þessari leið hafa orðið margir skipsskaðar

Þetta eru svona fróðleiksmolar meðan við bíðum þess að hafið róist svo Guðni Páll geti róið ;)

Myndir af sjólagi frá Höfnum og fyrir Garðskaga
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum