15. róðrarleggur á hringróðri um Ísland,2013 : Akranes- Hítarnes
Frá Hjörsey á Mýrum
Mynd: Sævar H.
Loksins ,loksins er að koma góður samfelldur veður og sjókafli í kortin.
Guðni Páll leggur nú
þann 28. maí , upp frá Kalmarsvík á Akranesi , en þar hefur hann verið veðurtepptur síðan hann lenti þar þann 25 maí .
Nú lofa næstu dagar góðu bæði til lofts og sjávar.
Það verður því spennandi að fylgjast með hversu langt hann nær áður en næsti óveðurskafli gengur yfir- kannski inn á Breiðafjörðinn ?
Og það er magnað svæði sem hann rær nú um- eyjarnar og skerin undan Mýrum –eftir að hann hefur þverað leiðina frá Akranesi að Mýrum –alls um 18 km leið.
Þetta svæði undan Mýrum hefur verið einkar vinsælt róðrarsvæði kayakfólksins um árin, en myndin hér að ofan er frá einni róðrarferð um þessar náttúruperlur sem þetta svæði skartar.
Kort sem sýnir áætlaða róðrarleið Guðna Páls á hans 15. róðrarlegg.
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330
Fréttir á meðan á róðrinum stendur verða birta hér :
Kl. 9:30
Guðni Páll hefur ýtt úr vör frá Kalmarsvík á Akranesi og sett stefnuna á Álftanes á Mýrum - 17-18 km þverun á Borgarfirði. Veður er gott-sjólaust og hægviðri.
Kl 11:24
Guðni Páll hefur nú lagt að baki um 12 km frá því hann lagði upp frá Akranesi. Hann stefnir nú á Kúaldsey sem er skammt vestan við ósinn undan Álftanesi. Þar verður hann um kl 12:00. Síðan liggur leiðin vestur með Mýrum og að Hjörsey.
Kl 12:24
Róðurinn gengur mjög vel. Guðni Páll er nú staddur við Kóranes suður af Straumfirði og norðan við skerið Hnokka. Stefnan hjá honum er með öllum þeim smáeyjum og skerjum sem varða leiðina að Hjörsey. Klárlega er orðið fjörugt fuglalíf í kringum hann . Það gæti hafa verið hæg undiralda af vestri á leið hans en enginn sjór . Veður er gott .
Nú örlar á öfund í garð Guðna Páls hjá okkur náttúrulífs kayakfólkinu- að róa um þetta stórbrotna náttúrulífssvæði
Kl 12:40
Guðni Páll hringdi í mig rétt í þessu. Hann tók land fremst á Kóranesi (sjá meðf. mynd frá Straumfirði) og er að fá sér hressingu. Hann er heillaður af þessu umhverfi þarna.
Allar þessar eyjar ,sker og umkringdur fuglum . Hann er jafnvel að hugsa um að eyða meiri tíma þarna -vegna þessa stórbrotna náttúrulífs sem þarna er. Allar Mæjorkur heimsins standa fölar við samanburðinn.
Allt hefur gengið mjög vel - en báturinn þunglestaður og ristir dýpra og hraðinn því hægari.
Landhelgisgæslan var að hafa samband við hann og vara hann við að það gæti snögghvesst af NA vegna snöggrar lægðarmyndunar á Grænlandssundi- við fylgjumst því með veður .is .
En ekki er víst að neitt verði úr þessu á slóðum Guðna Páls.
Kl 13:54
Guðni Páll er nú að róa sundið milli Neðranes og Elliðaeyjar - þá er stefnan hrein á Hjörsey,taki hann land þar og 1/2 tíma róður. Ekker lengur búið á þessum eyjum - utan sumartímans. Æðavarpið er mikið og vel nýtt á öllu þessu svæði. Þessvegna er öll umferð þarna og ekki síst landtaka háð leyfum landeigenda -einkum yfir varptímann sem er viðkvæmur.
En að ferðast þarna um á hljóðlausum kayak spillir engu lífríki.
Kl 15:04
Nú hefur Guðni Páll tekið land við Hjörsey. Þar sem nú er háfjara þarna er grandinn sem liggur milli meginlandsins og Hjörseyjar allur upp úr og því hindrar hann för vestur fyrir Hjörsey. Allt umhverfið þarna er eitt stórt sjónspil flóðs og fjöru . Nú þarf Guðni Páll annaðhvort að bíða þess að flæði á ný yfir grandann eða róa suður fyrir Hjörsey og halda för áfram vestur með landinu. Hann er nú staddur rétt við staðinn sem myndin hér að ofan er frá- og veðrið ekki ósvipað. Bara gaman
Kl 15:38
Var að heyra í Guðna Páli. Hann er nú í þeim aðstæðum sem ég lýsti í fyrra innslagi. Það er um 8 km róður að róa suður fyrir Hjörsey - þannig að hann sleppir því og bíður þess að flæði yfir grandann . Það er byrjað að falla að. En hann er á skemmtilegum stað og skoðar sig um á meðan náttúruöflin leysa vandann - þannig að hann geti haldið för sinni áfram
Kl 18:14
Nú er Guðni Páll staddur við eyna Klofning sem er skammt sunnan Akra.
Fari hann að Hítarnesi á hann eftir 9 km róður þangað eða rúma klst.
Hann hefur klárlega lent í skemmtilegum uppákomum í dag á róðri um þetta magnaða svæði.
Kl 20:20
Fyrir tæpum 2 klst tók Guðni Páll land við Akra á Mýrum og líkur á að þar láti hann fyrir berast í nótt.
Hann hefur lagt að baki um 45 km róður frá því hann lagði upp í morgun frá Akranesi.
Þetta hefur verið mjög góður dagur hjá Guðna Páli - bæði róður og umhverfi.
Kort af róinni leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330
Straumfjörður á Mýrum
Mynd Sævar H
Það grillir í skerið Hnokka handan við Kóranesið-fyrir miðri mynd.
Pourquoi-pas?
Suður af Mýrum er mikill skerjagarður , fallegur um að fara þegar veður er gott og stillt í sjó.
Mikið fuglalíf einkennir þessi mörgu sker og eyjar.
En í vályndum veðrum hafa orði þarna mörg slæm sjóslys, um aldir.
Þeirra kunnast og hörmulegast gerðist þann 16. September 1936 .
Franska rannsóknarskipið
Pourquoi-pas? - sem nýkomið var úr miklum vísindaleiðangri um Norðurhöf. og hafði haft viðdvöl í Reykjavík á leið sinni heim til Frakklands , lenti í miklu illviðri skömmu eftir að það lét úr höfn í Reykjavík-þá í blíðviðri.
Það lendir í hafvillum –hrekst af leið og strandar á skerinu Hnokka undan Straumfirði á Mýrum.
Aðeins einn maður bjargaðist á land, undan Straumfirði , en 40 manns fórust, þar á meðal leiðangursstjórinn ,
dr . Jean-Baptiste Charcot ,einn fremsti vísindamaður Frakka á þeim tíma.
Þetta er talið eitt hörmulegasta sjóslys Íslandssögunnar.
Þormóðssker er syðsta og vestasta sker í þessum skerjaklasa
Í kjölfar þess að franska rannsóknarskipið Pourquoi Pas? fórst , var ákveðið að reisa þar vita til þess að vara sjófarendur við skerjunum.
Vitanum var valinn staður á Þormóðsskeri og var hann tekinn í notkun árið 1947.
Hjörsey, sem Guðni Páll rær með og tekur sér kannski hvíldarpásu á hinum fallegu sandfjörum eyjarinnar- er þriðja stærsta eyjan við Ísland um 5.5 km2 flatlend en með margar fallega smávíkur þar sem fínn skeljasandurinn prýðir og gerir landtöku kayakmanna góðar.
Bæjarhúsin standa vestanmeginn á eyjunni nokkuð miðsvæðis og nærri sjávarkambinum.
Sú staðsetning hefur markast frá liðnum öldum þegar útræði var mikið frá Hjörsey á miðin undan Jökli.
Árið 1900 bjuggu um 100 manns í Hjörsey .
Stundaður var sjálfsþurftarbúskapur í Hjörsey á þessum tíma.
Það var lifað á fugli ,fiskveiðum,landbúnaði og dúntekju.
Í Hjörsey var þá kirkja og kirkjugarður.