29. róðrarleggur Fljótavík- Hornvík-Barðsvík
Á róðri
Mynd Guðni Páll
Ekki er vitað hvernær þeir félagar leggja upp frá Fljótavík þar sem þeir dvelja nú að afloknum róðri frá Aðalvík í gær
Slæmt samband er á svæðinu og verður að miðast við Spottækið til upplýsinga um næsta róður. Það verður sett hér inn þegar þau merki berast.
Samkvæmt samtali við Halldór Sveinbjörnsson, kayakræðara á Ísafirði verður róðrarleið þeirra úr Fljótavík og að Höfn í Hornvík-sem er innst í Hornvíkinni. Þeir munu fara mjög þétt með Hælavíkurbjargi og Súlnastapa og upplifa eitt magnaðasta fuglabjarg landsins - ef ekki heimsins.
Milljónir fugla gista bjargið yfir varptímann og bjargið þakið fugli og breiður miklar á sjó í ætisöflun.
Að róa þarna um á kayak í veðurskilyrðum sem nú-hefur orðið mörgum ræðurum nánast tilfinningalega ofviða -hreinlega brostið grát-svo yfirþyrmandi er að róa undir þessu þverhnífta fuglabjargi og um sjóinn þakin fugli-sterk
náttúruupplifun.
Hornvík ,Hælavíkurbjarg fyrir miðri mynd
Myndin er fengin að láni af netinu,myndasmiður: Jón Páll Haraldsson
Þeir munu síðan taka land í sandfjörunn við Höfn - þar sem tjaldstæðið er og hvílast í hálfan dag -áður en þeir leggja upp í seinni áfanga róðursins. Og seinni áfanginn er að róa fyrir Hornbjarg með sama hætti og Hæalavíkurbjargið og allt til Barðsvíkur. Í Barðsvík er neyðarskýli sem þeir munu gista í .
Þessir róðrarleggir eru svipaðir , 28 km hvor um sig-alls
56 km róður
Veður er mjög gott ,logn og sjólaust.
Fréttir verða birta hér:
Kl. 21:35
Þeir félagar lögðu upp frá Fljótavík uppúr kl 19:35 og eru nú komir þvert af Kjalarnúp skammt frá Kjaransvík og miðar vel áfram . Samkvæmt öldudufli útaf Straumnesi eru þeir í sléttum sjó og logni.
Ekki hef ég heyrt í Guðna Páli frá því hann var í Aðalvík-þannig að fátt erum skemmtilegar útlistanir hans á róðrarfarinu. Það er ekki gott símasamband þarna á Hornströndum. Frekari upplýsingar þegar þeir fara að nálgast Höfn í Hornvík - en þeir eiga eftir um 14 km þangað.
22:45
Komnir fyrir vesturenda Hælavíkurbjargs og komnir inn á Hornvíkina. Ættu að lenda við Höfn um kl. 23:45 - ef fuglaskoðun í Hælavíkurbjargi er ekki að glepjast fyrir þeim
Kl 00:06
Þeir félagar eru um það bil að lenda í fjörunni við Höfn í Hornvík eftir 28 km róður í blíðviðri.
10:10 þann 22.06.201
Eitthvað er hringróðurinn að beytast . Loksins þegar komið er blíðviðri eru mjög stuttir og úr leið róðrarleggir teknir.
Það hefði t.d verið eðlilegt að róa í Barðsvík í gær-43 km með því að fara stystu leið. En hvað veit ég . Hef ekki heyrt í Guðna Páli í nokkra daga. Nú er blankalogn á Hornstrandasvæðinu og sléttur sjór.
22.06 kl 15:46
Þeir félagar Guðni Páll og Maggi lögðu upp frá fjörunni framan við Höfn í Hornvík um
kl 12:15 og réru út Hornvíkina og síðan austur fyrir Horn.
Þeir eru nú um 1,7 km vestan við Hornbjargsvita og mjög nálægt bjarginu.
Róðurinn sem er að baki er um
11.8 km frá Höfn.
Ef þeir láta staðar numið í Barðsvík -þá eru um
12.8 km þangað eða
2 ja klst róður.
Það er sjólaust og logn til loftsins - úrvals róðrarveður og ekki síst fyrir veðurbarðann ræðara sem Guðna Pál.
Vonandi fara þeir enn austar með Ströndum en í Barðsvík í dag.
Ekki veitir Guðna Páli af að vinna upp óveðursdaga sunnan heiða sem hafa tafið ferð hans um Ísland
Kl 18:35
Nú er ljóst að Barðsvík verður ekki næturstaður- þeir félagar eru að fara fyrir Straumnes og þar með komnir framhjá Barðsvík ---- Nú er það spennandi. Hversu langt suður með Ströndum fara þeir ? Við fylgjumst spennt með.
Kl 19:55
Nú er ljóst að Reykjarfjörður á Ströndum verður næturstaður þeirra félaga í nótt. Þeir eiga um 1/2 klst róður inn að ferðamannaaðstöðunni þar. Meira síðar .
Kort af róinni leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330
Kort af róðrarleið :
Björgin miklu á Hornströndum
Fremst á myndinni er Hælavíkurbjarg –Hornvíkurmegin. Hælavík handan þess-þá Skálakambur –Hlöðuvík . Álfsfellið fyrir miðri mynd og th við það er Kjaransvík
Mynd. Mats Wibe,
www.Mats
Hælavíkurbjarg og Hornbjargið voru matarkistur byggðanna á Hornströndum .
Fjárbúskapur var lítill en fiskveiðar verulegar.
Björgin voru samt það sem treyst var á einkum með kjötmeti af bjargfugli.
Á vorin var farið í björgin eftir eggjum og var þá sigið í kaðli niður á sillur í bjarginu.
Síðan var gengið eftir sillunum og þræðingum og egg týnd í bakpoka sem sigmaður hafði yfir axlirnar.
Á bjargbrúninni var hópur manna sem annaðist bjargfestina - að slaka sigmanni niður í bjargið og hífa hann upp með eggjafenginn.
Síðar þegar ungar voru uppkomnir en ennþá í bjarginu var farið í bjargið til fuglaveiða.
Nú notaði sigmaðurinn sömu aðferð og við eggja tökuna áður, en var nú vopnaður snöru sem fest var á stöng- fuglinn var snaraður.
Eggin voru borðuð ný á vorin en fuglinn var saltaður til vertrarbirgða… Einnig var hvoru tveggja sett í súr til vetrargeymslu.
En það voru fleiri en mannfólkið sem nýtti sér eggin úr bjarginu- refurinn var skæður
Mikið af eggjum hrundi úr hreiðrunum af ýmsum orsökum og í sjóinn fyrir framan björgin.
Og þar biðu stór lúðurnar í sjónum undir bjarginu og úðuðu í sig þessu hnossgæti…
Slysfarir voru alltaf nokkrar – menn hröpuðu eða steinar fellu ofan úr bjarginu og á sigmennina oft með alvarlegum afleiðingum.
Hún var hörð lífsbaráttan þarna..
En samt góða skemmtun