Hringróður um Ísland ,2013

23 jún 2013 23:16 - 26 jún 2013 20:11 #61 by Sævar H.
Guðni Páll , kayakræðari



Loksins náðist símasamband við Guðna Pál ,kayakræðara , þar sem hann er á Norðurfirði á Ströndum – það fyrsta eftir að hann var í Aðalvík á Hornströndum.

Einu upplýsingarnar um ferðir þeirra félaga Guðna Páls og Magga E. hafa verið um Spottækið og þá að ráða í allar þær upplýsingar sem það gefur ásamt veðurstöðu og öldustöðu nærri hverjum stað.

Og þá er það ferðasagan frá þeim sjálfum :

Fljótlega eftir að þeir lögðu upp frá Aðalvík og réru út með Straumneshlíðinni –gerði þoku.
Fyrir Straumnesið var um 1.5 m ölduhæð og þeim óvinsamleg ásamt mótstraum.
Þeir urðu að fara mjög nærri klettum þar- eða eins og Guðni Páll sagði : „Við vorum yfirleitt á 3 ju báru frá landi „

Mikil straumólga var við Straumnesið að norðanverðu eða eins og Guðni Páll sagði : „Eins og beljandi fljót með hávaða straumólgunnar“- nokkuð strekkjandi í svartaþoku að auki.

Þarna urðu kayakræðarar að nota eingöngu GPS tækið – í straumólgunni snérist kompásinn sitt á hvað , þannig að stefnufesta var of óviss og hafa ekki landsýn-en vera samt nærri klettum.

Þarna kom sér vel að vera tveir á ferð.

Þegar fyrir Rekavík bak Látur var komið tók Fljótavíkin við og þar lentu þeir skammt undan Atlastöðum .
Í fjörunni tók á móti þeim Ísfirðingur sem þarna dvaldi í sumarhúsi sínu og bauð þeim gistingu og gott viðurværi. Þakklátir fyrir það.

Og daginn eftir var lagt upp í róðurinn í Hornvík.
Það var sama þokan og róið eftir siglingatækjum.
Lítið sást af Hælavíkurbjargi vegna þokunnar-nema örlítið í efstu brún. Í Höfn í Hornvík var gist í tjaldi.

Mikill kuldi var þarna 4-5°C enda vindur að koma frá Grænlandsísnum.

Daginn eftir var síðan haldið áfram og fyrir Hornbjarg-þoka öðru hverju
Og þokan fylgdi þeim allt í Reykjafjörð á Hornströndum.

Vel var tekið á móti þeim í Reykjafirði af staðarhöldurum.
Þó sundlaugin góða væri vatnslaus vegna viðgerðar var þeim komið í heitan pott og að því búnu í innigistingu og gott viðurværi.

Þeir félagar voru afar ánægðir með dvölina í Reykjarfirði.

Og enn á ný var lagt upp-í dag frá Reykjarfirði á Hornströndum.
Fyrsta stopp var í Skjaldabjarnarvík og litast um þar.
Maggi E. á ættir að rekja þangað.
Ekki fundu þeir leiði Hallvarðar þarna í túninu- en samt –nutu staðarins.

Og áfram var haldið.
Næsta stopp var fremst á nesinu undir Drangaskörðum – magnaður staður.

Lokaáfanginn var síðan Drangaskörð í Norðurfjörð á Ströndum .
Þar dvelja þeir nú.

Mjög lúnir kayakræðarar þegar þeir lentu þarna í Norðurfirði-en hresstust fljótt við eftir að þeim var færð gæðakjötsúpa frá heimamönnum.

Nú verður Guðni Páll einn á báti á ný því Maggi E verður sóttur í fyrramálið og keyrður til sins heima.

Guðni Páll er afar ánægður með félaga sinn, allt frá Breiðavík til Norðurfjarðar á Ströndum,-hann Magga Einarsson,

Og á morgun kemur annar kafli: Húnaflóinn
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jún 2013 11:49 - 23 jún 2013 21:55 #62 by Sævar H.
31. róðrarleggur : Reykjarfjörður á Hornströndum—Norðurfjörður á Ströndum

Drangaskörð og Drangavík

Ljósmynd: Mats Wibe, www.Mats

Í dag þann 23. júní , um kl 12:00 leggja þeir félagar Guðni Páll og Maggi upp frá Reykjarfirði á Hornströndum þar sem þeir létu fyrirberast í nótt eftir róður frá Hornvík á Hornströndum.
Þar sem símasamband er mjög slæmt á Hornstrandasvæðinu hefur ekki náðst að spjalla við Guðna Pál í nokkra daga og er svo ennþá.
Þessi róðraráætlun er því sett inn sem líkleg för þeirra félaga í dag-en hún gæti orðið skemmri.
Það er Spottækið sem upplýsir um ferðir þeirra og dvalarstaði- enn um sinn.

Róðarleggurinn Reykjarfjörður – Norðurfjörður er um 43 km –stysta leið –en gæti orðið lengri þræði þeir eitthvað af þeim merkilegu víkum sem leið liggur um

Á myndinn hér að ofan sést sú magnaða náttúrusmíð- Drangaskörð . Sunnan við þau er Drangavík , síðan Eyvindarfjörður og Ófeigsfjörður.
Um þessi svæði liggur leið þeirra m.a.

Þegar þeir kappar róa út Reykjarfjörðinn liggur leið þeirra fyrir Geirólfsgnúp (443 m) og SA við hann er Skjaldarbjarnarvík.
Sigling þar inn er skerjótt, en mjög skemmtileg –mikið fuglalíf og selir synda um í hópum og hvalir gætu veifað sporði og stungið upp ugga.
Mikil rekaviðarjörð fyrrum.
Einn þekktasti bóndi í Skjaldabjarnarvík er Hallvarður Hallsson (um 1723-1799). Hann var sonur Halls Erlendssonar frá Horni, þótti forn í skapi og einrænn. Hallvarður er grafinn í túninu í Skjaldarbjarnavík og er vel hugsað um leiði hans. Það hefur tíðkast allt fram á okkar daga að heita á Hallvarð. Við væntum þess að okkar kayakræðarar ,sem nú fara um, sinni því.

Fréttir verða birta hér , en gætu orðið síðbúnar vegna fjarveru síðuskrifara :

Veður og sjólag: Gott

19:10
Það fer að styttast í róðrarlok á þessum degi hjá þeim félögum .
Tæplega klst. róður eftir inn á Norðurfjörð á Ströndum.
Þetta hefur klárlega verið skemmtilegur róður hjá þeim.
Viðkoma í Skjaldarbjarnarvík og sinnt þar ýmsu.
Og síðan landtaka undir Drangaskörðum.
Væntanlega verður símasamband á Norðurfirði og þá koma fréttir frá Hornstrandaróðrum.

20:17
Spottækið er greinilega í skjóli fjalla og boðin komast ekki til "tunglsins" En hvar sem þeir hyggjast lenda þá eru þeir lentir í Norðurfirði og 43 km að baki frá Reykjarfirði.

Guðni Páll er kominn í Húnaflóann ;)

Við bíðum frekari frétta ;)

Kort af róinni leið um 'Island
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330

Kort af áætlaðri róðrarleið





Og meðan við bíðum-smá fróðleiksmolar.

Strandir:

Helsta einkenni norður Stranda er hinn mikli rekaviður sem er í öllum fjörum og sjávarbökkum.
Selur er einnig einkennandi- þó hefur honum fækkað-hvað sem veldur.
Æðarvarp er mikið .
Og refurinn á þar griðland.

Um aldir var það rekviðurinn, sem voru eftirsóttustu verðmæti Strandanna.
Biskupsstólar áttu þar sterk ítök.
Á sumrum voru farnar rekaviðarferðir norður á Strandir, víða að af landinu.
Mikið var um flutninga á rekadrumbum yfir í Ísafjarðardjúp og þá með hestum .
Þá var farið að hluta yfir Drangajökul.
Selur og æðarfuglinn voru miklar nytjar svo og vinnsla úr rekaviði.
Hákarlaveiðar voru mikið stundaðar einkum frá Ófeigsfirði..

Engjanes í Eyvindarfirði, sunnan Drangavíkur

Í september 1787 strandaði Skagastrandarkaupskipið þarna í norðanbyl á leið til Danmerkur.
Allir 9 skipverjarnir fórust, en góssinu úr skipinu var bjargað á land- saltkjötstunnur og prjónales.

Útaf þessu urðu eftirmálar vegna þjófnaðarákæru af hálfu sýslumanns, en hann réttaði þarna blindfullur.
Málinu lauk með því að sýslumaður var settur af 1790 vegna þessa klúðurs.

Einnig blandaðist inní málið að sýslumaður hafði verið Fjalla-Eyvindi og Höllu hliðhollur meðan þau dvöldust þarna í helli um hríð.
Þau komu víða við þau Fjalla-Eyvindur og Halla. Þau lifðu sín siðustu ár í Hrafnfirði í Jökulfjörðum-frjálst fólk.

Góða skemmtun :P
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jún 2013 21:01 - 23 jún 2013 11:36 #63 by Sævar H.
30. róðrarleggur : Höfn í Hornvík - Reykjafjörður á Hornströndum

Frá Reykjarfirði á Hornströndum

Mynd: Ferðaþjónustan Reykjarfirði

Kl 20:25 lentu þeir Guðni Páll og Maggi Einarsson í Reykjarfirði á Hornströndum eftir 38 km róður frá Höfn í Hornvík.
Þeir lögðu upp frá Höfn í Hornvík um kl. 12:15 og réru þessa leið hvíldarlítið.
Veður hefur verið mjög gott hjá þeim , logn til loftsins og sléttur sjór.
Það er mikilvægt að hafa náð svona sunnalega að Ströndum og geta komist í Norðurfjörð annað kvöld-því þá fer veður við Húnaflóann að spillast og erfitt með róðra.
En við sjáum til með hvað þeir félagar gera á morgun.

Allavega í Reykjarfirði er flott ferðaþjónusta-gistiaðstaða,tjaldsvæði og sundlaug. :)
Þannig að þeir geta látið líða vel úr sér eftir róðurinn og útileguna -allt frá Bolungavík um Hornstrandir í Reykjafjörð. ;)

Kort af róinni leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5872738163360116850?
pid=5872738163360116850&oid=113266757968394245330

Róðrarleiðin frá Höfn í Hornvík- Reykjarfjörður á Hornströndum
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jún 2013 07:38 - 22 jún 2013 19:57 #64 by Sævar H.
29. róðrarleggur Fljótavík- Hornvík-Barðsvík

Á róðri

Mynd Guðni Páll

Ekki er vitað hvernær þeir félagar leggja upp frá Fljótavík þar sem þeir dvelja nú að afloknum róðri frá Aðalvík í gær
Slæmt samband er á svæðinu og verður að miðast við Spottækið til upplýsinga um næsta róður. Það verður sett hér inn þegar þau merki berast.

Samkvæmt samtali við Halldór Sveinbjörnsson, kayakræðara á Ísafirði verður róðrarleið þeirra úr Fljótavík og að Höfn í Hornvík-sem er innst í Hornvíkinni. Þeir munu fara mjög þétt með Hælavíkurbjargi og Súlnastapa og upplifa eitt magnaðasta fuglabjarg landsins - ef ekki heimsins.

Milljónir fugla gista bjargið yfir varptímann og bjargið þakið fugli og breiður miklar á sjó í ætisöflun.
Að róa þarna um á kayak í veðurskilyrðum sem nú-hefur orðið mörgum ræðurum nánast tilfinningalega ofviða -hreinlega brostið grát-svo yfirþyrmandi er að róa undir þessu þverhnífta fuglabjargi og um sjóinn þakin fugli-sterk
náttúruupplifun.

Hornvík ,Hælavíkurbjarg fyrir miðri mynd

Myndin er fengin að láni af netinu,myndasmiður: Jón Páll Haraldsson

Þeir munu síðan taka land í sandfjörunn við Höfn - þar sem tjaldstæðið er og hvílast í hálfan dag -áður en þeir leggja upp í seinni áfanga róðursins. Og seinni áfanginn er að róa fyrir Hornbjarg með sama hætti og Hæalavíkurbjargið og allt til Barðsvíkur. Í Barðsvík er neyðarskýli sem þeir munu gista í .
Þessir róðrarleggir eru svipaðir , 28 km hvor um sig-alls 56 km róður

Veður er mjög gott ,logn og sjólaust.

Fréttir verða birta hér:

Kl. 21:35
Þeir félagar lögðu upp frá Fljótavík uppúr kl 19:35 og eru nú komir þvert af Kjalarnúp skammt frá Kjaransvík og miðar vel áfram . Samkvæmt öldudufli útaf Straumnesi eru þeir í sléttum sjó og logni.
Ekki hef ég heyrt í Guðna Páli frá því hann var í Aðalvík-þannig að fátt erum skemmtilegar útlistanir hans á róðrarfarinu. Það er ekki gott símasamband þarna á Hornströndum. Frekari upplýsingar þegar þeir fara að nálgast Höfn í Hornvík - en þeir eiga eftir um 14 km þangað. ;)

22:45


Komnir fyrir vesturenda Hælavíkurbjargs og komnir inn á Hornvíkina. Ættu að lenda við Höfn um kl. 23:45 - ef fuglaskoðun í Hælavíkurbjargi er ekki að glepjast fyrir þeim :)

Kl 00:06
Þeir félagar eru um það bil að lenda í fjörunni við Höfn í Hornvík eftir 28 km róður í blíðviðri.

10:10 þann 22.06.201

Eitthvað er hringróðurinn að beytast . Loksins þegar komið er blíðviðri eru mjög stuttir og úr leið róðrarleggir teknir.
Það hefði t.d verið eðlilegt að róa í Barðsvík í gær-43 km með því að fara stystu leið. En hvað veit ég . Hef ekki heyrt í Guðna Páli í nokkra daga. Nú er blankalogn á Hornstrandasvæðinu og sléttur sjór.

22.06 kl 15:46
Þeir félagar Guðni Páll og Maggi lögðu upp frá fjörunni framan við Höfn í Hornvík um kl 12:15 og réru út Hornvíkina og síðan austur fyrir Horn.
Þeir eru nú um 1,7 km vestan við Hornbjargsvita og mjög nálægt bjarginu.
Róðurinn sem er að baki er um 11.8 km frá Höfn.
Ef þeir láta staðar numið í Barðsvík -þá eru um 12.8 km þangað eða 2 ja klst róður.
Það er sjólaust og logn til loftsins - úrvals róðrarveður og ekki síst fyrir veðurbarðann ræðara sem Guðna Pál.
Vonandi fara þeir enn austar með Ströndum en í Barðsvík í dag.
Ekki veitir Guðna Páli af að vinna upp óveðursdaga sunnan heiða sem hafa tafið ferð hans um Ísland ;)

Kl 18:35
Nú er ljóst að Barðsvík verður ekki næturstaður- þeir félagar eru að fara fyrir Straumnes og þar með komnir framhjá Barðsvík ---- Nú er það spennandi. Hversu langt suður með Ströndum fara þeir ? Við fylgjumst spennt með. ;)

Kl 19:55
Nú er ljóst að Reykjarfjörður á Ströndum verður næturstaður þeirra félaga í nótt. Þeir eiga um 1/2 klst róður inn að ferðamannaaðstöðunni þar. Meira síðar . ;)

Kort af róinni leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330

Kort af róðrarleið :






Björgin miklu á Hornströndum

Fremst á myndinni er Hælavíkurbjarg –Hornvíkurmegin. Hælavík handan þess-þá Skálakambur –Hlöðuvík . Álfsfellið fyrir miðri mynd og th við það er Kjaransvík


Mynd. Mats Wibe,www.Mats

Hælavíkurbjarg og Hornbjargið voru matarkistur byggðanna á Hornströndum .
Fjárbúskapur var lítill en fiskveiðar verulegar.
Björgin voru samt það sem treyst var á einkum með kjötmeti af bjargfugli.

Á vorin var farið í björgin eftir eggjum og var þá sigið í kaðli niður á sillur í bjarginu.
Síðan var gengið eftir sillunum og þræðingum og egg týnd í bakpoka sem sigmaður hafði yfir axlirnar.
Á bjargbrúninni var hópur manna sem annaðist bjargfestina - að slaka sigmanni niður í bjargið og hífa hann upp með eggjafenginn.

Síðar þegar ungar voru uppkomnir en ennþá í bjarginu var farið í bjargið til fuglaveiða.
Nú notaði sigmaðurinn sömu aðferð og við eggja tökuna áður, en var nú vopnaður snöru sem fest var á stöng- fuglinn var snaraður.
Eggin voru borðuð ný á vorin en fuglinn var saltaður til vertrarbirgða… Einnig var hvoru tveggja sett í súr til vetrargeymslu.

En það voru fleiri en mannfólkið sem nýtti sér eggin úr bjarginu- refurinn var skæður
Mikið af eggjum hrundi úr hreiðrunum af ýmsum orsökum og í sjóinn fyrir framan björgin.

Og þar biðu stór lúðurnar í sjónum undir bjarginu og úðuðu í sig þessu hnossgæti…
Slysfarir voru alltaf nokkrar – menn hröpuðu eða steinar fellu ofan úr bjarginu og á sigmennina oft með alvarlegum afleiðingum.
Hún var hörð lífsbaráttan þarna..

En samt góða skemmtun
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jún 2013 18:20 - 21 jún 2013 10:06 #65 by Sævar H.
28. róðrarleggur: Aðalvík- Fljótavík á Hornströndum- (Hornvík)

Fljótavík á Hornströndum

Mynd: höfundur ókunnur, af netinu að láni.

Þeir róðrarfélagar , Guðni Páll og Maggi E. leggja upp frá Aðalvík kl 20:00 í kvöld samkvæmt áætlun

Og nú liggur leiðin frá Látrum í Aðalvík vestur með Straumnesfjalli og fyrir Straumnesið.
Að fara fyrir Straumnes er vanda sigling vegna Straumnesrastarinnar.
Það þarf því að sæta sjávarfalli og sjólagi.
Best er að fara þarna um uppi í harðalandi vegna straumskilanna sem alltaf verða til við fjöruborðið – i þessu tilviki , klettanna.

Þegar fyrir Straumnesið er komið blasir Rekavík bak Látur við þeim –þröng vík.
Rekavík bak Látur fór í eyði árið 1947
Og þegar Rekavíkin hefur verið þveruð er komið að fjallinu Hvestu sem gengur þverhnípt í sjó.

Þegar komið er þvert af Hvestufjalli er stefna sett á fjallið mikla, Kögur og Fljótavíkin sunnan þess þveruð allt að víkinni við bæinn Atlastaði .

Á myndinni hér að ofan er Straumnesfjall yst fyrir miðri mynd –þá sér ínní Rekavík bak Látur .
Því næst er fjalli Hvesta og meðfram fjöruborðinu eru Kambar-þá Hvestudalir- og síðan Nónfjall-þá taka Fljótin við.

Á myndinni er Fljótsvatn og yst t.h er Naust , þar er neyðarskýli SVFÍ – þar sem þeir félagar munu væntanlega láta fyrirberast.
En ef veður og sjór leyfa lengri róður þá er markmiðið -Hornvík

Veður: NA 5-7 m /sek en gerir logn þegar líða fer á nóttina

Sjólag : 1 m ölduhæð NNV

Fréttir af róðrinum birtast hér:

21:35
Nú hefur ekkert merki komið frá Spottækinu meðan þeir félagar eru að róa fyrir Straumnesið. Straumnesfjall er bæði hátt og þverhnípt þarna og skyggir á sendingar Spottækisins. Sennilega kemur ekki merki fyrr en í Rekavík bak Látur eða jafnvel ekki fyrren í Fljótavík vegna þessara háu fjalla og þeir nálægt landinu vegna strauma. Ölduhæð á Straumnesdufli sem er 10 km vestur af Straumnesi sýnir 1 m ölduhæð en ekki krappa öldu. Á Hornbjargi er 2-4 m/ sek NV gola - þannig að þeir eru í góðum aðstæðum. ;)

Kl 21:57
Nú var að birtast merki frá Spottækinu þar sem þeir eru fyrir miðri Rekavík bak Látur og á eðlilegum stað. Þeir er þar með komnir fyrir Straumnesröstina og stefna nú á fjöruna vestan Atlastaða undir Kögri. :)
Þeir félagar ættu að lenda við neyðarskýlið við Naust um kl 23:10

Kl 23:11
Þeir félagar Guðni Páll og Maggi E. er nú að lenda í Fljótavík á sandinum neðan Atlastaða en ekki við neyðarskýlið. Það finnst mér benda til þess að þarna ætli þeir að taka hvíldar og hressingarpásu og halda síðan áfram í Hornvíkina en þangað er um 4.5 klst róður. Nú er logn hjá þeim, en nokkur alda. Og þessir 18 km frá Aðalvík reyndist 3 ja tíma róður og fyrir Straumnesröst að fara--- glæsilega gert.

Kort af róinni leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330

Kort af róðrarleiðinni


___________________________________________________________________

Og meðan við bíðum þá eru hér smá sögumolar

Strand Goðafoss undir Straumnesfjalli.

Þegar þeir félagar róa vestur með Straumnesfjallinnu út Aðalvíkina blasir við þeim gamalt skipsflak skammt innan við Straumnesvitann. Þetta er flakið af Goðafossi sem strandaði þarna í dimmviðri í nóvember árið 1916- þá nýtt skip.

Goðfoss

Þetta gerðist skömmu eftir stofnun óskabarns þjóðarinnar, Eimskipafélags Íslands sem átti skipið ásamt Gullfossi.
Það varð þjóðinn mikið áfall að missa skipið.
Með Goðafossi voru 58 manns .
Á þeim tíma voru fjarskipti bágborin og fréttist seint af strandinu og á meðan beið fólkið um borð í hinu strandaða farþegaskipi.
En um síðir var hægt að koma boðum til Látra í Aðalvík, um stöðu mála.

Fólkið að Látrum sigldi þá á bátum sínum að skipinu og þar sem sæmilegt var i sjó var hægt að selflytja skipbrotsmenn yfir til Látra þar sem hlúð var að þeim og það síðan sótt þangað og komið til Ísafjarðar.

Enn í dag 97 árum eftir strandið má sjá ýmsa skipshluta þarna m.a gufuketil skipsins. Sannalega hefur verið góður efniviður í skipinu að standast veðráttu Hornstrandanna svona lengi.
En Látrafólkinu var ekki veitt nein viðurkenning fyrir þessa giftusamlegu björgun – fyrr en áratugum síðar.

[
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jún 2013 09:43 - 20 jún 2013 08:49 #66 by Sævar H.
Guðni Páll við landtöku

Mynd: Guðni Páll

Guðni Páll kayaræðari lagði upp frá Bolungavík í gær kl um 18:40, ásamt róðrarfélaga sínum Magga Einarssyni.

Það var 23 km leið framundan að þvera Ísafjarðardjúpið milli ystu nesja- Stigahlíðar að sunnan og Ritsins að norðan-allt fyrir opnu úthafi.

Verður var allgott en sjór var mjög þungur og á móti.
Það var því átakaróður að þvera þessa löngu leið á úthafinu.

Kl. um 22:00 eru þeir komnir fyrir Ritinn og taka land í Skálavík undir Rit í sunnanverðri Aðalvík og hvílast um stund.
Þeir halda síðan förinni áfram og þvera Aðalvíkina allt til Látra sem eru í norðaustur enda Aðalvíkur.

Þar taka þeir land um kl 23:17 skammt undan neyðarskýli sem þar er ,að loknum 33 km róðri

Ekkert símasamband er þarna ,en allgott SMS samband og ég fékk boð frá Guðna Páli um miðnætti .
Allt er í góðu lagi hjá þeim að loknum róðri.

Þeir láta fyrirberast þarna í nótt og á morgun þar sem veðurútlit fyrir næsta áfanga er ótryggt- bæði erfitt sjólag og vindur á móti.
Veðurútlit á fimmtudag er gott. ;)

Kl.14:00
Guðni Páll sló á þráðinn þar sem hann lá í sólbaði við neyðarskýlið við Látra . Þeir áætla að leggja upp síðla á morgun vegna veðurs sem nú geisar utan Hornstrandanna af NA - verður orðið skaplegt upp úr 16-17 á morgnu. Ný áætlun birtist þá ;)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jún 2013 18:48 - 19 jún 2013 09:10 #67 by Sævar H.
27. róðrarleggur : Bolungavík – Aðalvík á Hornströndum
Frá Aðalvík

Mynd: björgin, fengin að lani af netinu.

Róðurinn

Núna kl.18:30 eru þeir Guðni Páll og Maggi Einarsson að legga upp frá Bolungavík :)

Nú liggur leið þvert yfir Ísafjarðardjúp frá Bolungavík – um 20 km þverun- allt að Rit- útverði Ísafjarðardjúps í norðri
Við Rit er Grænahlíð ,hömrum girt á stjórnborða, en Kvíarmið á bakborða.
Í árdaga landnáms fann Þuríður sundafyllir , sem settist að í Bolungavík, Kvíamið og þar með matarkistu þeirra sem við Djúpið bjuggu og búa ennþá.
Þegar fyrir Rit er komið, blasir Aðalvíkin við.
Myndin hér að ofan er frá Aðalvík.
Myndin er tekin við Teig undir Mannfjalli og t.h er Straumnesfjall og yst fyrir miðri mynd er Ritur.
Þar innan við er Skáladalur, gamalt verstöðvapláss- þaðan sem stutt var að róa á Kvíarmið.
Þá taka við Skáladalsbjörg og síðan eyðijarðirnar Sæból og Garðar.
Og í fjörunni í forgrunni er alveg mögnuð skeljasandsfjara.
Þeir róðrarfélagar Guðni Páll og Maggi E munum væntalega gista í slysavarnarskýlinu við Látra sem er uppaf víkinni t.h. Aðalvíkin fór öll í eyði árið 1952 – en gömlu jarðirnar hýsa nú sumarhús niðja þess fólks sem fyrrum byggði Aðalvíkina.

Alls verður róðurinn í dag um 33 km.- haldi þeir ekki lengra norður- við sjáum til ;)

Veður: Ágætt, stillt veður

Sjólag Gott en gæti orðið hæg undiralda þegar fyrir Ritinn er komið - en ekki kröpp

Fréttir meðan á róðri stendur verða birta hér undir

Kl 21:26
Þeir félagar eru nú um það bil að komast þvert af Rit og eru skammt frá ströndinni. Þeir eru búnir að róa um 23 km leið frá því þeir yfirgáfu höfnina í Bolungavík. Meðalhraði hefur verið rúmir 6 km/klst. Miðað við þetta er veður og sjólag þeim hagstætt.

Kl 21:56
Þeir Guðni Páll og Maggi E eru lentir utarlega í Skálavík og í Aðalvík . Sennilega matar og hvíldarstopp.

Kl 22:55
Nú eru þeir félagar að þvera Aðalvíkina frá Skálavík að slysavarnarskýlinu í norðaustur Aðalavík yst til hægri og neðst sem sést á myndinni. Þeir verða þar kl 23:15

Kl 23:17
Þeir Guðni Páll og Maggi Einarsson eru lentir neðan við slysavarnarskýlið á Látrum í Aðalvík eins og markmiðið var þegar þeir lögðu upp frá Bolungavík uppúr 18:40 í dag . 33 km róður að baki og hafa þverað Ísafjarðardjúp við ystu nes. Mjög vel af sér vikið.
Nú er það spurningin hvort þeir halda áfram í kvöld yfir í Fljótavík til að fá gott veður sem er núna- en fer vesnandi á morgun. Allt kemur það í ljós í fyrramálið-en þeir eru á góðum stað núna. :)

Kort af róinni leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330

Kort af róðrarleiðinni Bolungavík – Aðalvík 33 km róður






Og á meðan við bíðum :

Grænahlíð í Ísafjarðardjúpi

Þegar norðaustan óveður geisa á fiskimiðunum út af Vestfjörðunum, norðanverðum sækja skip mikið í var inn á Ísafjarðardjúp og leggjast undir Grænuhlíð í skjól, skammt austan við Rit .
Ekki að ástæðulausu að sjómenn kalli svæðið „Hótel Grænahlíð „

Margir sjoskaðar hafa orðið þarna um tíðina .

Í janúar árið 1955 strandaði togarinn Egill rauði, frá Neskaupstað, þarna.
Björgun áhafnar varð mjög erfið, en alls tóku um tvöhundruð björgunarmenn þátt í því erfiða starfi.

Það tókst að bjarga á land 16 skipbrotsmönnum, 13 var bjargað af sjó ,en 5 fórust.

Mikil þrekraun var fyrir björgunarmenna að ganga út með Grænuhlíð, frá Sléttu með allan björgunarbúnað í kafa snjó og veðurofsa og síðan að koma skipbrotsmönnum sömuleið , þaðan sem þeir voru fluttir yfir á Ísafjörð.

Mikið björgunarafrek.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 jún 2013 00:29 - 15 jún 2013 12:00 #68 by Sævar H.
Í Bolungavík og róðurinn um Ísland rúmlega hálfnaður

Guðni Páll á róðri, myndin er tekin á róðri inn Djúpið og sýnir vel næsta róður Guðna Páls - að þvera Djúpið yfir í Aðalvíkina-fyrir Ritinn

Mynd: Guðni Páll

Róðurinn frá Suðureyri hófst í svarta þoku og engu skyggni.
Það varð því að þvera Súgandafjörðinn eftir kompás og róa síðan með ströndinni út og fyrir Gölt.
Þá létti þokunni og við tók fínn róður í logni og góðum sjó , alveg fyrir Skálavíkina.

Þegar komið var þvert vestur af Deild fór að versna í sjóinn og vindur að færast í aukana.
Verulegur vindstrengur stóð út Jökulfirðina, sem náði að byggja upp 1.5- 2ja metra öldu á móti og vindurinn braut öldufaldana -haugasjór.
Þessi staða gerði róður þeirra mjög erfiðan og ferðin sóttist seint.
Staða þessi varð alveg ljós þegar merki bárust frá Spottækinu og hægt var að meta róðrarhraða þeirra – sem var þarna um og undir 5 km/klst..

Tveir björgunarbátar frá Bolungavík sigldu á móti þeim – bæði til heiðurs og aðstoðar ef þörf væri á.
Og það var mikill mannfjöldi á bryggjunni í Bolungarvík sem tók á móti þeim .

Guðni Páll hefur unnið mikið afrek á róðrarkafla sínum allt frá því hann lagði upp frá Stykkishólmi og þar til nú þegar hann er kominn í höfn í Bolungavík.

Nokkra daga hlé verður á framhaldinu.
Gera þarf við kayakinn eftir erfiðar lendingar og sjósetningar á þeim 1065 km sem róðurinn fram að þessu spannar.

Það eru ekki alltaf mjúkar sandfjörur og logn til sjávar-grjótbarningur er inn á milli og brim við strönd .
Einnig þarf að huga að öðrum búnaði.

Þeir kayakfélagar á Ísafirði kunna þar vel til verka og hjálpa Guðna Páli við að gera allt sjóklárt á ný.

Þeir sem þátt tóku í þessum róðrarlegg frá Súgandafirði til Bolungarvíkur eru:

Guðni Páll. Maggi Einarsson, Halldór Sveinbjörnsson og Rafn Pálsson. kayakræðarar.

Nokkrar myndir frá róðrinum Suðureyri- Bolungarvík
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330
Attachments:
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jún 2013 17:30 - 14 jún 2013 21:40 #69 by Sævar H.
26. róðrarleggur : Suðureyri við Súgandafjörð- Bolungavík í Ísafjarðardjúpi

Guðni Páll kemur til hafnar

Mynd: Guðni Páll

Kl. 16:40 lagði fjögurra kayakræðarahópur upp frá Suðureyri við Súgandafjörð – þeir Guðni Páll, Maggi Einarsson, Halldór Sveinbjörnsson og Rafn Pálsson .
Og róðrarleggurinn er : Suðureyri- Bolungavík –um 26-28 km róður.
Þeir eru núna kl 17 komnir út með norðurströnd Súgandafjarðar og við Gölt,fjallið fallega, norður af Súgandafirði.

Leiðin mun liggja mjög nærri ströndinni vegna svarta þoku sem er þarna núna.
En fjögur GPS tæki og annað eins af áttavitum og kortum er með í för –þannig að allt er í góðu lagi.

Áætlaður róðrartími : 4,5 klst

Vegalengd: 26-28 km

Veður : Þoka og NA 4-6 m/sek

Sjólag : 0,8 m NA ölduhæð , sennilega minni við ströndina


Fréttir af róðrinum birtast hér

Kl. 17:55
Vegna þokunnar eru þeir að róa mjög nærri ströndinni og háum þverhníptum fjöllum , þannig að Spottækið nær ekki öruggu sambandi ,nema slitrótt. En við fylgjumst samt með hvort það sendi ekki svona púnkt og púnkt ;)

Kl. 18:40
Fyrsta merkið sem kemur frá Spot tækinu eftir að þeir voru sunnan við Gölt á Súgandafirði- birtist nú þar sem þeir eru staddir 0,8 km vestur af Deild fyrir miðri Skálavík og stutt eftir að þeir komi inn í Djúpið. Þetta virðist skot ganga hjá þeim. Róður að baki er um 12 km og því um 15 km eftir í Bolungavík

Kl 20:13
Þeir virðast vera í mótvindi og eða straum- um 5 km meðalhraði / klst bendir til þess. Þeir eiga um 7 km eftir í Bolungavík og ættu að verða þar um kl 21:30

Kl 21:20
Þá eru kapparnir lentir inni í Bloungarvíkurhöfn. Stóru markmiði hjá Guðna Páli er náð. Kominn til Bolungarvíkur.
Flott.
Nú tekur við einhver stopp tími á Ísafirði-nánar um það síðar. :)

Kort af róinni leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330

Kort af róðrarleiðinni
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jún 2013 00:45 - 14 jún 2013 12:41 #70 by Sævar H.
Göltur,útvörður Súgandafjarðar í norðri

Ljósmynd, Mats Wibe ,www.Mats

Þeir félagar höfðu nokkra viðdvöl á Fjallaskaga en héldu síðan áfram för , þveruðu Önundarfjörð og réru allt að Suðureyri í Súgandafirði-þar sem þeir gista nú.
Þangað komu þeir kl. 2:50 í nótt. Alls 37 km róður frá Svalvogum.
Á myndinni hér að ofan er horft inn Súgandafjörð og er Suðureyri að sunnanverðu

Kl. 12:00 þann 14. júní
Var að heyra í Guðna Páli rétt í þessu. Mjög gott hljóð í þeim félögum Guðna Páli og Magga E.
Róðurinn frá Fjallskaga í gærkvöldi var óundirbúninn.
Þeir voru búnir að kveikja upp í kabyssunni í slysavarnarskýlinu og farnir að undirbúa sig fyrir svefninn - fara að horfa til veðurs að gömlum sið .
Þá er brostin á þvílík blíða til landsins og sjávarins að við verður ekki við unað.
Þeir ferðbúast í snatri og á sjó . Stefna er sett á að þvera Önundarfjörðinn nesja á milli. Stillan á sjónum er algjör og sagðist Guðni Páll aldrei hafa upplifað annað eins.
Að ráðum afa Guðna Páls, sem er sjómaður þarna til áratuga, tímasettu þeir róðurinn -tengt sjávarfallinu á svæðinu.
Og straumurinn var það öflugur að erfitt var með myndatökur á landslagið - vegna hraðans. Það var því ljúfur og átakalítill róður frá Fjallskaga yfir til Suðureyrar á Súgandafirði í miðnæturkyrrðinni þarna á Vestfjörðunum. :P

Og nú um kl 16:00 áætla þeir að leggja upp í róðurinn allt til Bolungarvíkur í Ísafjarðardjúpi-um 26 km leið.
Það verður glæsilegur róðrarhópur þá á ferð - tveir bætast í hópinn.
Ræðararnir verða:
Guðni Páll, Maggi Einarsson, Halldór Sveinbjörnsson og Rafn Pálsson.
Ekki þarf að tíunda reynslu og hæfni þessa hóps.

Meira þegar settur verður inn 26. róðrarleggur-hér á síðunni. ;)

Guðni Páll nemur land í Svalvogum sunnan Dýrafjarðar

Mynd: Guðni Páll

Nú hefur Guðni Páll róið rúman helming af leiðinni umhverfis Ísland. Alls 1038 km
Til lukku með það

Kort af róinni leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jún 2013 09:34 - 14 jún 2013 08:59 #71 by Sævar H.
25. róðrarleggur : Svalvogar sunnan Dýrafjarðar- Fjallaskagi norðan Dýrafjarðar

Kort af róðrarleið


Nú er veður með norðanverðum Vestfjörðunum aðeins að spillast um sinn.
Róður Guðna Páls verður því styttri en áætlað var.
Róðrarfélagi Guðna Páls á leiðinni í gær , Maggi Einarsson ,,mun áfram fylgja Guðna Páli og þá væntanlega allt til Bolungavíkur.
Þeir munu þvera Dýrafjörðinn á því svæði sem liggur innan veðramarka.

Síðustu fréttir : Þeir félagar munu leggja af stað kl 19:00 í kvöld frá Svalvogum og þvera styrstu leið að Fjallskaga
Kortið hé að ofan sýnir því ekki róðrarleiðina nema að hluta.

Á Fjallaskaga er viti og gott slysavarnarskýli sem þeir félagar mun gista í, þar til ferðafært verður áfram norður til Súgandafjarða eða til Skálavíkur –en veður og sjólag ræður för.


Fréttir verða sagðar hér eftir tilefnum :

Kl. 21:40
Þeir félagar Guðni Páll og Maggi lögðu upp frá Svalvogum upp úr Kl 20:15 og eru nú um kl. 22:15 að lenda á Fjallaskaga.
Þar munu þeir dvelja í nótt í Slysavarnarskýlinu sem þar er.

Kl.23:30
Þeir félagar hætta við að gista á Fjallaskaga og halda áfram norður eftir...


___________________________________________________________________________________

Fjallaskagi :

Fjallaskagi er utarlega á norðanverðum Dýrafirði og skammt sunnan við Barðann.

Þangað mun leið þeirra félaga liggja.

Á Fjallaskaga var um aldir fjölsóttasta verstöð í Vestur –Ísafjarðarsýslu og eru flestar búðatóttirnar innan til á sjálfum Skaganum,nesinu græna sem gengur út í fjörðinn.
Dæmi voru um að 27 sexæringar réru á hverju vori frá Skaga.
Þannig að um tvö hundruð manns hafa dvalið þarna við fiskveiðar.

Á Skaga þótti best að róa í „Brestinn“ þegar aðfallið var að byrja. Þannig nýttu menn norðurfallið til að létta sér róðurinn á fiskimiðin undan Barða, stóðu svo við færin fram yfir liggjandann en létu suðurfallið bera bátinn inn með fjarðarströndinni á heimleið.

Allar þessar verbúðir sem menn höfðust við í yfir vertíðina voru moldagreni,hriplek í rigningu og stundum ætlaði kuldinn menn lifandi að drepa.

Í einni verbúðinni á Skaga snéri Sighvatur Borgfirðingur þó heilli doktorsritgerð úr dönsku yfir á íslenzku sem mátti heita stórmerkilegt.
Þeir buðu ekki upp á merkileg húsakynni menntasetrin fyrr á öldum- þó stórvirki væru þar unnin. ;)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2013 00:21 - 13 jún 2013 14:26 #72 by Sævar H.
24. róðrarleggur : Breiðavík norðan Hvallátra - Svalvogar sunnan Dýrafjarðar

Róið með björgum Vestfjarðanna ( frá Látrabjargi)

Mynd: Guðni Páll, kayakræðari

Í dag þann 12.júní kl um 09:00 leggur Guðni Páll upp frá Breiðavík norðan Hvallátra.

Nú verður róðrarfélagi með í för , Maggi Einarsson, kayakræðari á Ísafirði. :)
Leiðin liggur frá Breiðavík að Blakknesi ,þaðan sem stefnan verður tekin á fjallið Kóp sem er útvörður Arnarfjarðar í vestri,
Lent verður í Kópavík.
Það verður 20 km þverun fyrir Patreksfjörð og Tálknafjörð- á hafi úti.
Þegar Kópavík er náð og þeir félagar hafa hvílst og fengið sér næringu- leitar hugurinn til Svalvoga sem eru sunnanvert við Dýrafjörðinn.
Og verði freistingin mikil – þá er spurningin hvort þeir falli fyrir henni og þveri Arnarfjörðinn og allt norður til Svalvoga- það kemur í ljós á morgun ,
Það yrði þá um 50 km dagsróður.
En við bíðum spennt . ;)

Fréttir af róðrinum birtast hér :

Kl. 11:14
Þeir félagar eru á þessari stundu að róa framhjá Blakk (Blakknesi), útverði Patreksfjarðar í vestri.
Veður er gott hjá þeim, logn og sjólítið . Þó ölduduflið útaf Blakknesi hafi ekki sent öldustöðu í nokkra dag er byggt á Straumnesduflinu - þar sem er 1 m ölduhæð. Hiti er 8-10 °C .
Það er góður ganghraði á þeim félögum , 7,4 km/klst þannig að fallastraumurinn er þeim vinsamlegur.
Og nú er að fylgjast með Spot tækinu og sjá hvernig miðar og á hvaða stefnu ;)

Kl. 13:03
Nú eru þeir félagar byrjaðir þverun Patreksfjarðar &Tálknafjarðar - en samt langt utan þeirra fjarðarmynna. Þeir tóku smá stopp í Hænuvík , skammt innan við Blakknes- að norðan. - fyrir þennan langa róður-allt í Kópvík undir fjallinu Kóp.

Kl.18:05
Núna er þeir félagar staddir í Verdölum á Arnarfirði skammt innan við Kóp. Þeir lentu um kl 15:00 í Skandadal undir fjallinu Skanda nokkru sunnan við Kópavík. Hvert framhaldið verðu núna er óljóst. Þessvegna ekkert að því að fara í Svalvoga. Nokkur innlögn er nú komin inn Arnarfjörðinn með einhverri öldu.

Kl 18:45
Var að heyra í Guðna Páli þar sem þeir félagar eru staddir í Verdölum sér til hvíldar og hressingar. Veður er gott og sjólag yfir Arnarfjörðinn ágætt. Þeir voru í talsverðum sjó á móti yfir Tálknafjörðinn og að Skandadal - nokkuð lúnir þá. Síðan var ágætt þaðan og að Verdölum. Þeir eru ákveðnir í að róa að Svalvogum - þar gæti verið að Magggi verði eftir og fær far með sig og bátinn inn á Þingeyri- en Guðni Páll heldur áfram og í Hafnir á sunnanverðum Dýrafirði . Það er nokkru fyrir innan Hafnarnesið -gott bátalægi. Hann býst þar til lengri dvalar en í nótt vegna versnandi veðurs - um sinn. En það er flott hljóð í Guðna Páli og hann ánægður með árangur dagsins.

Kl. 21:44
Þeir félagar eru lentir við Svalvoga og búið að ganga frá bát þar- og Guðni Páll er á leið til Þingeyrar þar sem hann mun dvelja hjá skyldmennum í nótt.

Kl. 00:00
Var að ræða við Guðna Pál þar sem hann er nú staddur á Þingeyri.
Róður dagsins gekk vel . Talsverður mótvindur í samspili við 1-1,5 m haföldu frá NA -allt til Skandadals ,þar sem þeir félagar tóku góða pásu.
Síðan var veruleg röst yfir að fara undan Kóp inn að Verdölum á Arnarfirði.
Gott leiði var síðan yfir Arnarfjörðinn allt til Svalvoga þar sem þeir félagar luku hinum 55 km langa róðri.
Þetta var mikill átaka róður fyrir Magnús róðrarfélaga Guðna Páls- sá langlengsti á hans róðrarferli. Guðni Páll var mjög ánægður með róðrarfélagann. Og það verður róið á morgun - þvert yfir Dýrafjörðinn. Meira um það á morgun og nýr róðrarleggur. ;)


Kort af róinni leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330

Kort af róðrarleiðinni rautt er Breiðavík - Kópavík- en blátt er Kópavík Svalvogar



Og á meðan við bíðum er hér smá lesning:

Að stunda sjó nú og fyrrum

Nútíma sjófarandinn í hinum tækni og uppýsignavædda heimi ferðast um við ólík skilyrði en það sem sjómenn bjuggu við fyrir þann tíma. Nú er veðurþjónusta aðgengileg í útvarpi og á öflugum fjarskiptamiðlum. Langtíma veðurspár eru að verða nokkuð öruggar, nokkra daga fram í tímann. Aðvaranir til sjófarenda eru birtar bæði i þessum miðlum sem og hjá Landhelgisgæslunni- beint í fjarskiptatæki sjómanna-strax og þurfa þykir.
Sannalega mikið öryggismál og slysavarnarmál.
Áður urðu menn að treysta á eigin veðurglöggskyggni byggða á reynslu kynslóðanna- en alltaf einangrað við næsta umhverfi.

Sjóslysið mikla á Önundarfirði í maí 1812
„Hinn 7. maí var hvasst veður , svo enginn réri um morguninn.
En um hádegi linaði veðrið og gerði logn.
Bjuggust menn þá til sjóferða í skyndi og réru tólf skip úr Önundafirði um daginn.
Skömmu eftir að skipin komu á miðin brast á öskrandi stórhríð með ofsaroki.
Kom veðrið með svo snöggum hætti , að dæmalaust var talið.
Fyrr en varði var komið mikið brim svo skip lágu undir áföllum.
Gerði frost svo mikið , er á kvöldið leið að allt klakaði í skjótri svipan.
Tóku skipin þann kost að hleypa undan veðrinu .
Komust fimm skipanna við illan leik að landi vestur í Arnarfirði , en sjö fórust og á þeim 54 menn.
Voru það ýmist sexæringar eða áttæringar .
Eftir þessa geigvænlegu blóðtöku var hið litla hérað algerlega lamað og flakandi í sárum.“

Heimild: Öldin okkar, 1801-1860
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jún 2013 12:37 - 11 jún 2013 22:08 #73 by Sævar H.
Breiðavík norðan Hvallátra

Myndin er í eigu Unnar Ó ,tekin 2007 og fengin að láni af netinu

Ég var rétt í þessu að heyra í Guðna Páli þar sem hann er nú staddur í Breiðuvík norðan Hvallátra – eftir ævintýraróður með Látrabjargi – um Látraröst og til lendingar í Breiðuvík.
Eins og fram kemur í pistili fyrir 23. róðrarlegg hófst róðurinn frá Keflavík austan Látrabjargs rétt fyrir kl. 7 í morgun.
Veður var stillt logn en dumbungur í lofti og með Látrabjarginu.
Rignt hafði mikið í nótt.
Vegna mikils sjávarfallastraums inn með Látrabjargi varð Guðni Páll að hagnýta sér það náttúrufyrirbæri sem straumvatnskayakmenn kalla „eddy“ en það er að í miklum straumi myndast straumleysi við landsborðið (fjöruna)

Þetta þýddi að róa varð þétt upp við þverhnýpt bergið skammt utan við fjörugrjótið.
Allt gekk það vel um sinn – en svona fyrir miðri leiðinni heyrir Guðn Páll sem fallbyssuskoti sé hleypt af og síðan fylgdi mikill grjótruðningshávaði- það varð berghrun úr Látrabjargi –skammt að baki hans.
Rigningin mikla í nótt hafði losað um og komið þessu hruni af stað.
Guðna Páli brá eðlilega og færði sig snarlega utar frá berginu og þá í straumröstina á móti.
Þannig gekk allt þar til Látrabjargi fór að halla meira inn á við og hrunhætta hættuminni.
Hann fór næst grjóturðinni í fjöruborðinu, svona 10 m frá og hélt þeirri fjarlægð allt fyrir Bjargtanga.

Mikið var um dauðann svartfugl í sjónum á leið hans með bjarginu- nóg virtist af æti fyrir fuglinn-lundinn alltaf með kjaftfylli síla.

Þegar að Bjargtöngum kom var komin mikil straum og sjóólga sem fara varð um – það gekk vel þrátt fyrir mikil átök.

Vegna nálægðar við Látrabjargið hættu merki frá Spottækinu að berast gerfitunglinu, sem höndlar sendingar, alveg frá miðju bjargi og þar til komið var vel fyrir Bjargtanga- ekki beint þægilegt fyrir þá sem með því fylgdust.
En reynslumenn við aflestur svona tækis vita að litlu er að teysta með sendingar við svona aðstæður.
En margir önduðu léttar þegar Sopttæki kappans upplýsti að hann væri kominn fyrir Bjargtanga .

Nú var kominn nokkur hafalda eins og búist var við í rýninni í gærkvöldi > 1 m ölduhæð og strengur á móti.

Og Guðni Páll ákvað að lenda ekki að Látrum heldur í Breiðuvík – þar sem hann lenti norðan Bjarnanúps við Bót, að aflokinni brimlendingu inn með skerjum- kl 10:00 í morgun.

Og nú hefur Guðni Páll fengið boð um gistingu á hótelinu í Breiðuvík í boði Birnu & Atla hótelhaldara .

Hann verður sóttur á fjórhjóli hótelsins og honum hefur nú þegar verið birtur matseðill – sem hugnast svöngum ævintýrakayak ræðara – nýkomnum úr svaðilför fyrir Látrabjarg og Látraröst.

Guðni Páll er kominn á heimaslóðir – Vestfirðina.

Til lukku með það.

Myndir frá Guðna Páli -úr ferðinni : Skor- Látrabjarg
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5887848229232170977
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jún 2013 23:58 - 10 jún 2013 13:22 #74 by Sævar H.
23. róðrarleggur : Keflavík við Látrabjarg- Hvallátur norðan Bjargtanga

Látrabjarg

Ljósmynd, Mats Wibe, www.Mats

Guðni Páll leggur upp kl. um 07:00 þann 10. Júní frá Keflavík austan Látrabjargs og til Látra norðan Bjargtanga. Þetta er um 20 km róður. Þetta er erfið leið vegna Látrarastarinnar sem er ein af þremur erfiðistu röstum á Íslandi- en hann hefur fengið góða leiðsögn um þetta svæði frá gjörkunnugum heimamönnum. Og fylgir efnisleg lýsing hér með , neðar.
Látrabjarg er 14 km langt strandberg . Mikið fuglabjarg

Fréttir af róðrinum verða birtar hér :

Kl 07:45
Guðni Páll lagði upp frá Keflavík kl.06:54 og er núna að nálgast að vera kominn fyrir mitt Látrabjarg . Hraðinn er um 7 km/klst sem bendir til að hann sé ekki í teljandi mótstraumi. Hann fer mjög nálagt landinu - núna um 120 metra frá landi. Þannig að hann er að nýta straumskilin sem fylgja fjörunni. Veðri er ennþá gott og virðist ætla að duga honum á leiðarenda við Látra.

08:48
Núna ætti Guðni Páll að vera að fara fyrir Bjargtanga. Ekkert merki hefur borist frá Spot tækinu . Guðni Páll var í nokkra metra fjarlægð frá fjöruborðinu og þá fast upp við Látrabjargið þegar síðasta merki barst kl.08:08.
Það er mjög vel þekkt úr fyrri ferðum þessa tækis, að þegar verið er undir hárri fjallshlíð og mjög nálægt- berast merki ekki til gerfitunglsins sem með tekur boðskapinn. Ekki er víst að merki berist fyrr en komið er vel fyrir Bjargtanga.

Kl 09:05
Það fór sem sagt var í fyrri innslætti. Merkið var að berast núna kl 8:54 og Guðni Páll kominn fyrir Bjargtanga og inná Látravíkina - þvert útaf Brunnum. Nú er spurningin hvort hann fer í Breiðuvík ? Við bíðum . ;)

Kl 9:54
Nú hefur Guðni Páll verði á róðri í 3 klst frá því hann lagði upp frá Keflavík austan Látrabjargs. Hann er núna staddur inni á Breiðuvík norðan Látra-og virðist stefna á landtöku eftir stutta stund. Nú er meðstraumur horfinn og liggjandi til sjávarfallsins- síðan byrjar suðurfall þarna með mótstraumi... Það er því óljóst með framhaldi í dag- en sjáum til.
Glæsilegt hjá Guðna Páli að vera kominn fyrir Látraröstina með glans og á sínar heimaslóðir Vestfirðina. :)

Kl. 10:04
Guðni Páll hefur nú tekið land í Breiðuvík -undir Bjarnanúpi þar sem heitir Bót. Væntalega heyri ég frá honum bráðlega og fæ söguna af þessum ævitýraróðri.... :unsure:


Þetta er spennandi róður hjá Guðna Páli , núna, fylgjumst með.

Veður: Hæglætis veður meðan á róðri stendur

Sjór : Gæti verið um meir en 1 m ölduhæð nálægt landinu –að vestanverðu.

Kort af róinni leið um Ísland þann 10.júní 2013
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330

Kort af róðrarleiðinni.


Látraröstin er ein mesta sjávarfallaröst landsins ásamt Reykjanesröst og Langanesröst.

Aðfall er norðurfall frá Bjargtöngum og norður fyrir Straumnes.
Útfall er suðurfall á sömu slóðum.
Það er flókið að róa frá Rauðasandi með Látrabjargi og fyrir Bjargtanga , þar sem við Bjargtanga leitar norðurfallið austur með Látrabjargi ásamt því að straumurinn liggur norður með Látrum .

Það þarf því að róa í mótstraum með Látrabjarginu þar til við Bjargtanga tekur norðurfallið yfir og straumi þá fylgt .
Fara verður þessa leið frá Rauðasandi og til Látra á aðfalli – norðurfalli utan Bjargtanga.

Guðni Páll fékk góða leiðsögn heimamanna við að ráða í þetta straumapúsluspil.
Hann leggur því upp um kl 07:00 í morgunsárið 1,5 tímum fyrir háflóð í Keflavík og 3.5 tímum fyrir flóð á Látrum.

Hann verður því að róa þétt með Látrabjargi þar sem minnstur mótstraumur myndast og að Bjargtöngum.
Þá heldur hann sig áfram sem næst landinu –allt til Látra..

Straumvatnskayak menn þekkja þetta vel og kalla „eddy“

Í ritinu „Íslenskir sjávarhættir“ er sagt frá siglingu á árabátum frá Látrum og austur með Látrabjargi.
Þá var lagt upp frá Látrum þegar aðeins var byrjað að falla út frá háflóði.
Menn tóku útfallið-suðurfall.
Og þar sem þessi mikli sjávarstraumur suður með Bjargtöngum leitaði inn og austur með Látrabjargi myndaðist mikill meðstraumur fyrir áraskipin allt innundir Skor-þannig nýttist Látraröstin þeim á útfallinu.

Á myndinni hér að ofan sést þetta vel hvernig straumurinn við Bjargtanga sem er í suður leitar samt sterkt austur með Látrabjargi.

Af þessari lýsingu í „Íslenskum sjávarháttum „ varð af nokkur slæmur misskilningur- einmitt til að róa fyrir Látrabjarg og Bjargtanga í norður.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jún 2013 08:20 - 09 jún 2013 16:57 #75 by Sævar H.
22. róðrarleggur: Ytri-Múli á Barðaströnd- Keflavík við Látrabjarg

Á róðri á Breiðafirði

Mynd: Guðni Páll, kayakræðari

Kl. 07:45 þann 9.júní lagði Guðni Páll upp frá Ytri- Múla á Barðaströnd, þar sem hann lét fyrirberast í nótt .

Nú er Guðni Páll lestaður nýrri flóðatöflu af svæðinu og upplýstur um gang sjávarfallanna þarna á norðanverðum Breiðafirði.
Hann nýtur þess á róðri sínum í allan dag að hafa sjávarfallið og vindinn með sér allt til Keflavíkur við austurenda Látrabjargs.
En síðustu tveir daga voru honum erfiðir vegna róðurs móti sjávarfallinu.
Bráðnauðsynlegt að hafa náttúruöflin með sér :)

Róðurinn í dag skiptist í tvo áfanga:

Ytri-Múli- Skor við Rauðasand : 27 km ; Skor- Keflavík við Látrabjarg : 18 km.
Alls 45 km róður

Veður :
Austan hægviðri – þurrt.

Hafið
0.6 m ölduhæð og því sjólaust

Fréttir af róðrinum birtast hér:

Kl. 09:00
Eftir klukkutíma róður er Guðni Páll búinn að leggja að baki 7.3 km sem er þá hraði hans/ klst...

Kl. 10:17
Fékk SMS frá Guðna Páli. "hér er logn og flott veður,kveðja" Þá höfum við það. Ganghraði Guðna Páls á róðrinum er um 7.8 km/klst frá því hann lagði upp frá Ytri-Múla. Og hann á eftir tæpan klst. róður að Skor - verður þar um kl. 11:00 . Frábært. :P

Kl 11:10
Guðni Páll er nú kominn að Skor-eftir 27 km róður frá Ytri-Múla á Barðaströnd.
Það er allt sem er með Guðna Páli núna-veðrið,sjávarföllin, hafið og hans eigin orka. ;)

Kl 11:20
Guðni Páll sló á þráðinn frá þeim magnaða stað sem hann dvelur í Skor , í um hálftíma ,nærist og teygir aðeins úr sér fyrir seinni áfangann í dag-Keflavík við Látrabjarg.
Guðni Páll er alsæll með róðurinn.
Meðalhraðinn í lokin var um 8,3 km/klst. Held að það sé met það sem af er hringróðri.
Við samgleðjumts Guðna Páli. :)

Kl 14:16
Nú hefur hægt á hraðferð Guðna Páls á þessum seinnilegg.
Á rúmum 2 klst hefur hann farið 13.5 km og á eftir 4.5 í Keflavíkina.
Og ástæðurnar eru tvær.
Nokkur mótvindur er þarna með Rauðasandinum , 4-6 m/sek. - en það sem mestu munar að sjávarfallið sem var honum svo hagstætt að Skor -smá datt niður eftir að hann lagði upp þaðan yfir í Keflavík-og það er byrjað að falla að. Sem sagt hann hefur núna á síðustu 5 km leiðar- mótvind og mótstraum sem er vaxandi. Svona er náttúrufarið slungið. En þetta er allt saman eðlilegt. Guðni Páll gæti orðið í Keflavíkinni um kl. 15.00 ;)

Kl um 15:00
Guðni Páll er lentur í Keflavík austan Látrabjargs eftir 45 km róður frá Ytri- Múla á Barðaströnd.
Hann lætur nú fyrirberast þarna í nótt .
Áætlun um róðurinn fyrir Látrabjarg og Bjargtanga um hina erfiðu Látraröst er í gangi og útlitið gott.
Líklegt er að Guðni Páll leggji upp frá Keflavík um kl 10:00 í fyrramálið - á háflóði og fylgi síðan útfallsstraumnum allt í Látra. Ljóst í fyrramálið ;)

Ekki meira í dag.

Kort af róinni leið um Ísland þ 09.06.2013
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330

Kort af áætluðum róðri dagsins:
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum