33. róðrarleggur. : Drangsnes- Svaðbarð-Hindisvík á Vatnsnesi
Hindisvík nyrst á Vatnsnesi
Mynd:
www.selasetur.is
Nú um kl 10:00 lagði Guðni Páll upp frá Drangsnesi og er nú að þvera Húnaflóann yfir að Svalbarð á Vatnsnesi.
Það er um 26 km leið að róa og því á hafi úti lengst af.
Veður er nú skaplegt til róðra en breytingar eru í nánd á Húnaflóasvæðinu.
Það er því mikilvægt að hann nái að fara sem lengst yfir að austurströnd Húnaflóans ,í dag.
Eftir að Svalbarð er náð þarf Guðni Páll að róa norður með Vatnsnesinu og í Hindisvík, sem er nyrsti hluti Vatnsnessins .
Sá leggur eru um 16 km frá Svalbarð.
Og þá er það stóra spurningin um veður þegar þangað er komið- verður fært yfir á Skagaströndina í dag ?
Ef ekki þá verður einhverra daga bið því að veður fer vesnandi.
Við fylgjumst með Guðna Páli.
Fréttir af róðrinum verða birtar hér eftir tilefnum
Kl. 11:40
Guðni Páll er nú um það bil hálfnaður á þverun sinni frá Drangsnesi yfir á Vatnsnes. Hann stefnir á landið mitt á milli Svalbarð og Hindisvíkur. Sennilega tekur hann land fyrst í Hindisvík og metur framhaldið þar.
Nokkur bið verður sinðan á næstu innsetningu ,milli 14-15 í dag.
Kl 15:20
Þá er Guðni Páll lentur í Hindisvík eftir 36 km róður frá Drangsnesi og þverun á Húnaflóa.
Þetta er hans lengsti samfelldi róður á hafi úti , án landtöku .
Glæsilegt afrek hjá Guðna Páli. Ásæða til að segja "Til lukku"
Kl 16:20
Var að heyra í Guðna Páli þar sem hann er nú staddur í fjörunni í Hindisvík ,nyrst á Vatnsnesinu .
Hann er bæði sæll og glaður með þennan stóra áfanga , Drangsnes-Hindisvík.
Nú tekur hann sér matar og hvíldarpásu í um klst. og spáir í sjólag og veður yfir á Skagaströnd þar sem styrsta leið yfir er um 18 km róður.
Allt útlit í veðurkortum er mjög gott, en vegna fjalllendis og hefðbundinnar innlagnar inn Húnaflóann er ekki alveg á vísan að róa.
Allt þetta verður Guðni Páll að meta núna næsta klukkutímann.
Á róðrinum í morgun var innlögn inn Húnaflóann og framanundir á hlið-5-7 m/sek.
Kl 18:17
Nú er Guðni Páll lagur af stað frá Hindisvík og með beina stefnu yfir á Skagaströnd (sjá kort)
Það er um 18 km leið og 3 ja klst róður.
Á seinnihluta róðursins gæti verið kominn nokkur vindur af suðri og þá á hlið, en lítil alda.
Hitastig þarna er þægilegt og mikill munur og þess sem var á Hornströndum.
KL 19:34
Spotttækið hefur ekki náð sambandi fyrr en nú rétt í þessu -mikið fjalllendi nálægt. En Guðna Páli miðar vel. Hann setti stefnuna beint á þorpið Skagaströnd og á nú eftir um 14 km róður þangað eða innan við 2 klst. Veður er mjög gott og hljóðið í Guðna Páli að samaskapi gott.
Kl. 20:44
Guðni Páll heldur meðalhraðanum 6,2 km/klst og verður því um
kl 21:45 í höfn á Skagaströnd
Meira síðar i kvöld að afloknum þessum mikla róðrardegi.
Kort af áætlaðri róðrarleið
Hindisvík, sellátur
Mynd,
www.selasetur.is
Hindisvík er einkum þekkt fyrir mikið selalátur. Hindisvík hefur verið friðuð frá 1940 vegna þessa einstöku tilveru sela sem þangað sækja .
Vegna mikillar aðsóknar ferðamanna hefur Hindiavík verið lokuð ferðamönnum frá árinu 2008.
Sel hafði fækkað þar mjög og var ásókn ferðamanna kennt um.
Það tel ég ekki alveg næga skýringu þar sem sel hefur almennt fækkað um norðvestanvert landið á seinni árum.
Það segja mér selveiðimenn á Dröngum á Ströndum....