53. róðrarleggur: Vattarnes á Reyðarfirði- Djúpivogur í Berufirði
Djúpivogur í Berufirði
Nú þegar Guðni Páll leggur upp kl. um 11:00 frá Vattarnesi sunnan til á Reyðafirði ,þá liggur leið suður með Austfjörðunum allt til Djúpavogs sunnan til á Berufirði.
Þetta er um
45 km róður.
Guðni Páll fékk frábærar móttökur á Vattarnesi –íslensk gestrisni eins og hún best gerist.
Og keyrður inn á Reyðarfjörð til að afla matfanga fyrir framhaldið.
Það munar um svona fyrir lúinn sjómann að lokum löngum róðri.
Nú er veður Guðna Páli einkar hagstætt , hæg NA átt-lens og hægur sjór.
En það er samt sótsvört þoka eins og er.
En róðurinn er með siglingatækjum -GPS og áttavita.
Og næstu dagar lofa góðu – hvað sem verður.
Veður: Hæg NNA átt -svarta þoka
Sjólag: Sjólaust
Fréttir birtast hér eftir tilefnum :
KL 12:49 Nú er Guðni Páll kominn vel suður fyrir Fáskrúðsfjörð og styttist í að hann þveri Stöðvarfjörð. Það er mikill gangur hjá honum nú á lensinu -sem getur ekki verið betra.
Hann þarf að fara með varúð við þverun fjarðanna vegna þokunnar það sem strandveiðibátar eru á sjó og umferð mikil. En hann er í góðum talstöðvartengslum við Gæsluna þannig að stjórnun umferðar með tilliti til Guðna Páls er í góðum höndum.
Kl.13:46
Guðni Páll hefur nú þverað Stöðvarfjörðinn og er þvert af Kambanesi og því að komast að Breiðdalsvík.
Meðalróðrarhraði er 7.7 km/klst og hefur hann lagt að baki um 20 km á leið sinni til Djúpavogs-stutt í að hann verði hálfnaður þangað.
Það er hagstæð vindátt og 5-8 m/sek sem léttir honum róðurinn
Kl.14:00 Guðni Páll hringdi rétt í þessu þar sem hann er í smá hvíldarpásu sunnanmegin á Kambanesinu.
Þokan er horfinn og orðið bjart og fínt skyggni.
Þrátt fyrir mjög góðan ganghraða það sem af er, þá var hann að róa móti straum-norðurfalli.
Nú er skammt í suðurfall og Guðni ætlar að bíða þess, sem eru einhverjar mínútur.
Þar sem vindur er orðinn nokkur af NNA og því beint í skutinn á bátnum og síðan að fá suðurstrauminn í ófanálag- þarf Guðni Páll tæplega að dífa ári í sjó - en halda samt miklum hraða.
Nú verður gaman að fylgjast með á spottækinu þegar hann þverar Breiðdalsvíkina allt til Djúpavogs
Kl. 17:25 Eitthvað hefur hægt á Guðna Páli þó í suðurfalli hann rói og undan vindi sem er 6-11 m/sek aftan á skutinn. Hann rær kannski bara rólega til að spara orkuna- lætur vindinn og fallið fleyta sér
Meira um það í kvöld.
Guðni Páll ætti að lenda á Djúpavogi um kl 18:10
Kl. rúmlega 18:00 lenti Guðni Páll í höfninni á Djúpavogi eftir 45 km róður frá Vattarnesi á Reyðarfirði.
Hann fékk fínt lens allt að Kambanesi, en eftir það datt allt í dúnalogn og stilltan sjó.
Lítið fór fyrir suðurfallinu.
Þannig að Guðni Páll tók því bara rólega við róðuinn til að spara orkuna fyrir lokasprettinn.
Um leið og lygndi kom þokan með það sama.
Guðni Páll varð að fara með gætni þvert yfir Berufjörðinn vegna strandveiðibátanna sem ekki sáu til hans. Talstöðvarsamband hjá honum var lítið.
Guðni Páll verður á gististað í nótt.
Meira á morgun
Kort af róinni leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330
Kort af áætlaðri róðrarleið
Þetta styttist :
2 dagar eftir til Hornafjarðar
Og nú þegar Guðni Páll er að nálgast lokamark sitt ,að róa á kayak umhverfis Ísland, þá er minnt á það góða markmið með þessari þrekraun ,sem er að styrkja hjálparsamtökin "Samhjálp" með áheitum. Hvatt er til þess.
Slóð á styrktarsíðuna er:
www.aroundiceland2013.com/aacuteheitasoumlfnun.html