Hringróður um Ísland ,2013

29 júl 2013 09:13 - 30 júl 2013 11:44 #16 by Sævar H.
53. róðrarleggur: Vattarnes á Reyðarfirði- Djúpivogur í Berufirði
Djúpivogur í Berufirði
Ljósmynd, Mats Wibe, www.Mats

Nú þegar Guðni Páll leggur upp kl. um 11:00 frá Vattarnesi sunnan til á Reyðafirði ,þá liggur leið suður með Austfjörðunum allt til Djúpavogs sunnan til á Berufirði.
Þetta er um 45 km róður.

Guðni Páll fékk frábærar móttökur á Vattarnesi –íslensk gestrisni eins og hún best gerist.
Og keyrður inn á Reyðarfjörð til að afla matfanga fyrir framhaldið.
Það munar um svona fyrir lúinn sjómann að lokum löngum róðri.

Nú er veður Guðna Páli einkar hagstætt , hæg NA átt-lens og hægur sjór.
En það er samt sótsvört þoka eins og er.
En róðurinn er með siglingatækjum -GPS og áttavita.
Og næstu dagar lofa góðu – hvað sem verður.

Veður: Hæg NNA átt -svarta þoka

Sjólag: Sjólaust

Fréttir birtast hér eftir tilefnum :

KL 12:49 Nú er Guðni Páll kominn vel suður fyrir Fáskrúðsfjörð og styttist í að hann þveri Stöðvarfjörð. Það er mikill gangur hjá honum nú á lensinu -sem getur ekki verið betra.
Hann þarf að fara með varúð við þverun fjarðanna vegna þokunnar það sem strandveiðibátar eru á sjó og umferð mikil. En hann er í góðum talstöðvartengslum við Gæsluna þannig að stjórnun umferðar með tilliti til Guðna Páls er í góðum höndum.

Kl.13:46
Guðni Páll hefur nú þverað Stöðvarfjörðinn og er þvert af Kambanesi og því að komast að Breiðdalsvík.
Meðalróðrarhraði er 7.7 km/klst og hefur hann lagt að baki um 20 km á leið sinni til Djúpavogs-stutt í að hann verði hálfnaður þangað.
Það er hagstæð vindátt og 5-8 m/sek sem léttir honum róðurinn :)

Kl.14:00 Guðni Páll hringdi rétt í þessu þar sem hann er í smá hvíldarpásu sunnanmegin á Kambanesinu.
Þokan er horfinn og orðið bjart og fínt skyggni.
Þrátt fyrir mjög góðan ganghraða það sem af er, þá var hann að róa móti straum-norðurfalli.
Nú er skammt í suðurfall og Guðni ætlar að bíða þess, sem eru einhverjar mínútur.
Þar sem vindur er orðinn nokkur af NNA og því beint í skutinn á bátnum og síðan að fá suðurstrauminn í ófanálag- þarf Guðni Páll tæplega að dífa ári í sjó - en halda samt miklum hraða.
Nú verður gaman að fylgjast með á spottækinu þegar hann þverar Breiðdalsvíkina allt til Djúpavogs :P

Kl. 17:25 Eitthvað hefur hægt á Guðna Páli þó í suðurfalli hann rói og undan vindi sem er 6-11 m/sek aftan á skutinn. Hann rær kannski bara rólega til að spara orkuna- lætur vindinn og fallið fleyta sér ;)
Meira um það í kvöld.
Guðni Páll ætti að lenda á Djúpavogi um kl 18:10

Kl. rúmlega 18:00 lenti Guðni Páll í höfninni á Djúpavogi eftir 45 km róður frá Vattarnesi á Reyðarfirði.
Hann fékk fínt lens allt að Kambanesi, en eftir það datt allt í dúnalogn og stilltan sjó.
Lítið fór fyrir suðurfallinu.
Þannig að Guðni Páll tók því bara rólega við róðuinn til að spara orkuna fyrir lokasprettinn.
Um leið og lygndi kom þokan með það sama.
Guðni Páll varð að fara með gætni þvert yfir Berufjörðinn vegna strandveiðibátanna sem ekki sáu til hans. Talstöðvarsamband hjá honum var lítið.
Guðni Páll verður á gististað í nótt.

Meira á morgun

Kort af róinni leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330
Kort af áætlaðri róðrarleið

Þetta styttist : 2 dagar eftir til Hornafjarðar
Og nú þegar Guðni Páll er að nálgast lokamark sitt ,að róa á kayak umhverfis Ísland, þá er minnt á það góða markmið með þessari þrekraun ,sem er að styrkja hjálparsamtökin "Samhjálp" með áheitum. Hvatt er til þess.


Slóð á styrktarsíðuna er:
www.aroundiceland2013.com/aacuteheitasoumlfnun.html
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 júl 2013 18:37 - 28 júl 2013 19:06 #17 by Sævar H.
52.róðrarleggur : Skálanes á utanverðum Seyðisfirði - Vattarnes á utanverðum Reyðarfirði
Kort af róðri dagsins

Nú þegar Guðni Páll er lentur á Vattarnesi yst á sunnanverðum Reyðarfirði-skammt innan við Vattarnesvita-hefur hann lagt að baki um 50 km róður í dag.
Lending var um kl 17:00
Hann lagði upp frá Skálanesi á sunnanverðum Seyðisfirði um kl 10:00 í morgun.
Ekkert símasamband var þar í fjörunni þegar hann hugðist hringja í mig að hefðbundnum hætti við brottför.
Þessvegna er þessi pistill svona kvöldpistill um liðna tíð.
Róðurinn gekk mjög vel í dag .
Hæglætisveður en þoka - þó ekki sótsvört.
Guðni Páll var hress og var að fara að hitta bóndann á Vattarnesi og biðja um pláss fyrir tjaldi sitt til næturdvalar.
Og nú er hann í góðu símasambandi þar sem Reyðarfjörður er stórt og öflugt byggðarlag.
Meira í fyrramálið. ;)


Kort af róinni leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330

Þetta styttist 2-3 dagar eftir til Hornafjarðar
Og nú þegar Guðni Páll er að nálgast lokamark sitt ,að róa á kayak umhverfis Ísland, þá er minnt á það góða markmið með þessari þrekraun ,sem er að styrkja hjálparsamtökin "Samhjálp" með áheitum. Hvatt er til þess.


Slóð á styrktarsíðuna er:
www.aroundiceland2013.com/aacuteheitasoumlfnun.html
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 júl 2013 09:05 - 27 júl 2013 14:56 #18 by Sævar H.
51. róðrarleggur : Borgarfjörður eystri – Skálanes í Seyðisfirði
Skálanes á utanverðum Seyðisfirði
Mynd. www.east.is .fengin að láni af netinu

Um kl. 09:00 leggur Guðni Páll upp frá Borgarfirði eystra þar sem hann lenti í gær.
Ekki var tíminn til gistingar á tjaldsvæðinu heppilegur- það stóð yfir mikil útiháðtíð á svæðinu og nóttin fram á morgun nýtt til gleði og ærsla hátíðargesta.
Það var því stuttur svefn hjá okkar manni.
Ennþá er sama þokan á svæðinu og suður eftri áætlaðri róðrarleið í dag.
Hversu langt suður á bóginn Guðni Páll kemst í dag ræðst af þeim mótvindi sem er í veðurkortunum.
En planið er að ná til Skálanes ,utarlega á sunnanverðum Seyðisfirði, alls um 35 km róður
Og sem fyrr í þokunni,þá er það GPS og áttavitaleiðsögn.

Veður: Breytileg áttt 3-6 m/sek einkum næst landinu. Gæti verið nokkur mótvindur stöku sinnum.

Sjólag: 0.3 m ölduhæð - eða sjólaust

Fréttir af róðrinum birtast hér eftir tilefnum:
Kl. 12:20 Guðna Páli miðar róðurinn mjög vel. Hann er rúmlega hálfnaður með leiðina að Skálanesi á sunnanverðum Seyðisfirði. > 8 km /klst meðalhraði er frábært. Hann rær þétt með landinu þar sem því er viðkomið. Þokan er til staðar. Það er hægviðri 2-4 m/sek og sjólaust.

Kl. 14:20 Nú er Guðni Páll kominn framhjá Loðmundarfirði og stefnir á Skálanes, sem er handan Seyðisfjarðar.
Hann á eftir rúman hálftíma þangað. Veður er frábært þó einhver þokuslæðingur sé ennþá. 4-5 m/sek SA og sjólaust.
Það gerist tæplega betra.

Kl 15:00
Guðni Páll er um það bil að lenda þarna austan við Skálanes og ekki vitað hvort hann ætlar að halda áfram.
Vegna fjarveru síðuskrifara næstu klst. er þetta sett inn.

Kort af róinni leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330
Kort af áætlaðri róðrarleið
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2013 09:05 - 26 júl 2013 17:26 #19 by Sævar H.
50. róðrarleggur. : Ker á norðanverðum Héraðsflóa- Borgarfjörður-eystri
Borgarfjörður eystri
Ljósmynd, Mats Wibe,www,Mats

Það er ennþá svartaþoka nú þegar Guðni Páll leggur upp um kl. 10:00 í dag, frá Keri í norðanverðum Hérðasflóa ,þar sem hann hefur haldið til frá því í fyrradag , vegna storms á Héraðsflóa.

Nú er komið gott veður til lofts og sjávar þrátt fyrir sótsvarta þokuna.

En nú er öllu auðveldara að róa í þokunni yfir Héraðsflóann en þegar Vopnafjörður var þveraður í sömu þokunni.
Allur róðurinn er skammt utan landsins , utan þess hversu langt Guðni Páll verður að fara út, meðan þverað er fyrir jökulfljótin þarna á sandinum , Lagarfljótsins og Jökulsár á Brú-miklar og straumharðar jökulár.

Og nú liggur för með sandinum sem spannar allan Héraðsflóann , fyrir Kögur og allt inn til Borgarfjarðar eystri.
Róðrarleiðin erum 36-37 km .
Allur róðurinn verður með aðstoð GPS tækis og áttavita

Veður: N hægviðri fram eftir degi, en snýst í A- SA 6- 7 m/sek seinnipartinn

Sjólag: Sjólaust

Fréttir af róðrinum verða birtar hér eftir tilefnum:

Kl.12:44 Nú hefur Guðni Páll þverað fyrir Héraðsflóann og er kominn að syðri enda hans . Hann fer nú að róa að Kögri sem er fremst á nesinu á þessum syðri útverði Héraðsflóans. Það er góður gangur á róðrinum hjá honum eða nálægt 8 km/klst. á þessum 25 km legg sem hann hefur nú lokið við. Þá á hann eftir um 12 km róður innað tjaldstæðinu í Borgarfirði eystra . :) Ennþá er væntanlega svört þoka , en Guðni Páll réri þétt upp með landinu. ;)

Kl. 13:24 Guðni Páll lenti við Krosshöfða í mynni Selfljóts fyrir suðurenda Héraðsflóans. Ég heyrði í honum fyrir stundu.
Allt var í góðu gengi hjá honum og róðurinn suður Héraðsflóann gekk mjög vel .
Það er ennþá svarta þoka og hann réri fáeina metra frá ströndinni.
Sjór er stilltur en aðeins að byrja að kula eins og spáð var.
Eftir hvíldarpásuna þarna rær hann fyrir Kögur og annaðhvort inn í Njarðvík eða inn í Borgarfjörð eystri, sem er aðeins lakara vegna mikil feraðamannafjölda tengt stórri útihátíð er nefnd er "Bræðslan"
En það kemur allt í ljós .
Hann á um 12-14 km róður eftir.

Kl. 15:54 kom Guðni Páll í smábátahöfnina á Borgarfirði eystra ,eftir 41 km róður frá Keri í norðurenda á Héraðsflóa .
Hann var á róðri í 7 klst og innifalin ein hvíldarpása.
Svartaþoka var alla leiðina, en er samt léttara yfir þarna í Borgarfirði eystra.
Það var mjög hress og ánægður kayakræðari sem ég var að tala við þarna nú rétt í þessu.
Dagurinn greinilega mjög góður - þrátt fyrir þokuna.
Enda má hann vera ánægður með daginn. ;)

Kort af róinni leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5872738073399053505
Kort af áætlaðri róðrarleið

Og nú þegar Guðni Páll er að nálgast lokamark sitt ,að róa á kayak umhverfis Ísland, þá er minnt á það góða markmið með þessari þrekraun ,sem er að styrkja hjálparsamtökin "Samhjálp" með áheitum. Hvatt er til þess.

Slóð á styrktarsíðuna er:
www.aroundiceland2013.com/aacuteheitasoumlfnun.html
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 júl 2013 09:01 #20 by Sævar H.
Guðni Páll var að hringja rétt í þessu , þar sem hann er nú staddur í kverkinni norðan Hérðasfóa- undir Hellisheiði eystri.
Það er rok af suðri mikill sjór og hvítt í föll inn allan Hérðasflóann. :(
Það er því ekki róðrarveður í dag, :unsure:
Róður frestast því til morguns. ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 júl 2013 11:20 - 24 júl 2013 18:05 #21 by Sævar H.
49. róðrarleggur : Strandhöfn á Vopnafirði - Ker við norðanverðan Héraðsflóann
Héraðsflói
Mynd: Helga Haraldsdóttir, mynd fengin að láni af netinu

Núna kl um 12:00 mun Guðni Páll leggja upp frá Strandhöfn á norðanverðum Vopnafirði og þvera Vopnafjörðinn allt að Bjarnarey.
Ástæða fyrir svona síðbúnum róðri yfir Vopnafjörðinn er að niðaþoka er og um 40 strandveiðibátar eru að fara á veiðar milli 5-10 – og Guðni Páll ekki sýnilegur á radar.
Náttúruöflin hafa verið og eru Guðna Páli mjög óhagstæð sem oft áður í þessari hringferð hans um Ísland.
Nú er það hitinn sem veldur þokunni.

Kannski tekur hann land í Bjarnarey og nærist og hvílist um stund.
En förinni er heitið inn í kverkina á norðanverðum Héraðsflóa þar sem heitir Ker og lenda þar.
Um framhaldið er ekki vissa –því það er ennþá þoka sunnar á svæðinu og óljóst með áframhald.
Það kemur í ljós.
Leiðin er um 30 km í róðri.
Leiðin er mjög falleg en sennilega birgir þoka sýn.

Á myndinn er horft suður eftir Héraðsflóanum og Jökulsá á Brú ásamt Lagarfljóti er fyrir miðri mynd.
Fremst á fjallinu sem skagar í sjó fram er Kögur og þar er Kögurviti.
Síðan tekur við Krossfjall og t.h eru Dyrfjöll.
Næst á myndinni er Hellisá og eyðibýlið Landsendi og lengst t.v er Ker en það sést ekki á myndinni- þar er gömul lendingaraðstaða.
Þar mun Guðni Páll taka land.

Veður: Hægviðri, Svarta þoka

Sjólag : Sjólítið

Fréttir af róðrinum verða birtar hér:
Kl. 14:12 hefur Guðni Páll lagt að baki 11,5 km róður á þverun sinni yfir Vopnafjörðinn við ystumörk.
Þetta gengur mjög vel hjá honum- í svarta þoku.
Hann á eftir rúmlega klst. róður að landi við yrsta tanga í suðri eða um 7 km. róður.
Róðrarleið hans er eins og sýnt er á kortinu.

Kl 15:56 Guðni Páll hefur lokið þverun Vopnafjarðar fyrir um hálfri klst. og er nú á róðri inn með Kollumúla á norðanverðum Héraðsflóa og stefnir á Ker, sem er markpúnkturinn sem lagt var upp með í dag.
Ekki er vitað um ástand þokunnar - en er væntanlega sótsvört ennþá.
Þetta er einstaklaga mikið afrek hjá Guðna Páli að þvera Vopnafjörðinn og sjá vart fram á stefni bátsins allan tímann.
Til þess þarf mikið andlegt þrek. ;)

Kl.16:46 lenti Guðni Páll við Ker á norðanverðum Héraðsflóa að afloknum 30 km róðri frá Strandhöfn á Vopnafirði ,norðanverðum. Væntanlega hefur verið sótsvört þoka allan róðrartímann.

Kl. 17:45 Guðni Páll er í símasambandi þarna og heyrðist í honum rétt í þessu.
Róðuinn var erfiður .
Mesta skyggni var um 400 m og niður í svarta þoku allar leiðina. :dry:
Og á morgun verður haldið áfram -suður með Austfjörðunum.
Meira um það á morgun ;)

Kort af róinni leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330

Kort á áætlaðri róðrarleið

Og nú þegar Guðni Páll er að nálgast lokamark sitt ,að róa á kayak umhverfis Ísland, þá er minnt á það góða markmið með þessari þrekraun ,sem er að styrkja hjálparsamtökin "Samhjálp" með áheitum. Hvatt er til þess.

Slóð á styrktarsíðuna er:
www.aroundiceland2013.com/aacuteheitasoumlfnun.html
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 júl 2013 10:17 - 23 júl 2013 10:36 #22 by Sævar H.
Biðstaða róðurs á Strandhöfn á Vopnafirði
Vopnafjörður

Ljósmynd, Mats Wibe,www.Mats
Nú í dag er biðstaða hjá Guðna Páli þar sem hann er nú staddur á Strandhöfn á Vopnafirði.
Og ástæðan er svarta þoka á svæðinu sem næsta leið hans liggur um.
Alls ekki er róðrarfært eftir siglingatækjum vegna mikillar umferðar báta og skipa um Vopnafjörðinn.
En þokunni léttir vonandi þegar fer að blása síðar í dag.
Útlitið á morgun með mjög langan róður lofar góðu.
Guðni Páll hefur fengið einstaklega góðar móttökur hjá þeim á Vopnafirði.
Hann var sóttur í Strandhöfn og komið í góða gistingu á Vopnafirði og mikið við hann haft.
Nú er kappinn á leið til Egilstaða til að hitta þar kayakelítuna úr Reykjavík sem þar nýtur sólar og blíðu.
Gott hjá Guðna Páli að brjóta þannig upp róðrarbiðstöðuna og endurnýja kraftana í góðum kayakfélagsskap án kayak í sumarblíðu uppi á Héraði :P

Nýtt plan í fyrramálið.

Og nú þegar Guðni Páll er að nálgast lokamark sitt ,að róa á kayak umhverfis Ísland, þá er minnt á það góða markmið með þessari þrekraun ,sem er að styrkja hjálparsamtökin "Samhjálp" með áheitum. Hvatt er til þess.

Slóð á styrktarsíðuna er:
www.aroundiceland2013.com/aacuteheitasoumlfnun.html
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 júl 2013 12:03 - 22 júl 2013 17:34 #23 by Sævar H.
48. róðrarleggur: Svartanes við Digranesvita- Strandhöfn- Bjarnarey

Bjarnarey
Mynd : Vísindavefurinn.is
Núna kl. 13:00 leggur Guðni Páll upp frá Svartanesi við Digranesvita þar hann sem lauk róðri sínum í gær vegna erfiðs sjólags að Strandhöfn ,þangað sem för var heitið.
Svo einkennilegt sem það nú er ,að loksins þegar komið er hátt hitastig til loftsins – þá getur það valdið farartálma á sjó.
Það gerðist í gær að mikill hitafarsvindur ofanaf landinu ýfði sjó mjög upp meðfram Viðvíkurbjargi og sjávarhömrum allt að Strandhöfn – ófært var að róa þá leið í gær en þetta er um 21 km leið án möguleika á landtöku fyrr en í Strandhöfn.

Nú er för Guðna Páls heitið að Strandhöfn í utanverðum Vopnafirði. Þegar þangað er komið verður staða veðurs og sjólags metinn með tilliti til að þvera Vopnafjörðinn allt til Bjarnreyjar utan Kollumúla á sunnanverðu útnesi Vopnafjarðar.
Jafnvel getur för verið heitið innar með Vopnafirði, í Löngufjörur, verði sjólag utar erfitt-það kemur bara í ljós.
Róðrarleið Svartanes-Strandhöfn : 21 km
Róðrarleið Strandhöfn- Bjarnarey : 20 km

Veður Hægviðri

Sjólag 0.5 m. núna en gæti breyst með hitafarinu í dag

Fréttir af gangi róðurs verða birtar hér eftir tilefnum:

Kl. 16:55 Guðni Páll var að lenda nú rétt í þessu í Strandhöfn í utanverðum Vopnafirði að norðan. 3 1/2 klst róður á 21 km leið, sem er meðalgangur. Veður virðist gott eftir veðurstöðvum í kring, en sjórinn í þessum hita gæti samt verið úfinn a.m.k utar. Væntanlaga heyri ég í Guðna Páli með framhaldið í dag. ;)

Kl. 17:10.
Var að heyra frá Guðna Páli þar sem hann er staddur á Strandhöfn. Róðurinn gekk vel -veður gott og aldan og golan afanundir hlið- að mestu lens. Hann var að róa um mjög fallegt og stórhrikalegt svæði sem þessi björg og hamrar eru. En nú er hann stopp þarna á Strandhöfn vegna svarta þoku. Það er mjög mikil skipa og bátaumferð þarna um Vopnafjörðinn og því hættulegt að þvera hann meðan þokan varir. Báturinn sést ekki á radar. En þó spá sé slæm á morgun er samt möguleiki á að Guðni Páll geti þokað sér yfir Vopnafjörðinn- innar . Það munar um allt.

Kort af róinni leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330

Kort af áætlaðri róðrarleið

Og nú þegar Guðni Páll er að nálgast lokamark sitt ,að róa á kayak umhverfis Ísland, þá er minnt á það góða markmið með þessari þrekraun ,sem er að styrkja hjálparsamtökin "Samhjálp" með áheitum. Hvatt er til þess.

Slóð á styrktarsíðuna er:
www.aroundiceland2013.com/aacuteheitasoumlfnun.html
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 júl 2013 22:25 - 21 júl 2013 22:28 #24 by Sævar H.
Takk fyrir þetta Gísli.

Auðvitað átti þetta að vera við Svartanes þar sem Digranesviti er . Næsta vík þarna vestar er á korti nefnd Byrþjófur. Og eyðibýlið Steintún er nokkru vestar.
Ég var að róa með Gálgahrauninu nú milli þess sem ég setti þetta inn og allar þær víkur sem þar komu fram á flóðinu hafa setið þétt í mér - þannig að Svartavík er væntanlega þannig til komin. Allstaðar annarstaðar kemur fram Svartanes ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 júl 2013 21:49 #25 by Gíslihf
Ég finn enga Svörtuvík á kortum þarna nálægt Svartnesinu og þess er ekki heldur getið í nýjustu árbók FÍ eftir Hjörleif Guttormsson. Er þetta e.t.v. heimatilbúið heiti eða er átt við Sæluvík?

Það væri áhugavert að vita meira um hvernig var að taka land þarna. Af sjó þótti mér það ekki árennilegt á sínum tíma og ef lendandi væri þá virtist vera mikið klifur upp úr fjörunni. Að vísu eru þarna eyðibýli þar sem menn hafa líklega geta tekið báta upp.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 júl 2013 09:03 - 21 júl 2013 22:01 #26 by Sævar H.
47. róðrarleggur : Eiðivík á Langanesi- Strandhöfn á Vopnafirði

Strandhöfn
Ljósmynd, Mats Wibe, www.Mats
Núna kl 09:20 lagði Guðni Páll upp frá Eiðisvík á sunnanverðu Langanesi þar sem hann lenti í gær.

Nú liggur leið þvert yfir Bakkaflóann og allt suður til Strandhafnar í utanverðum Vopnafirði-alls um 46 km róður.
Þverum Guðna Páls á Bakkaflóa eru um 16 km á hafi úti.
Veðurútlit er gott , sjólítið og 20 °C hiti. Guðni Páll verður því að róa mjög léttklæddur-það eru viðbrigði.
Að þessum róðarlegg loknum hefur Guðna Páli miðað vel suður á bóginn og án króka.
Guðni Páll hafði samband rétt í þessu þar sem hann var í bíl á leið frá Þórshöfn til Eiðisvíkur.
Guðni Páll hefur gist hjá góðu vinafólki á Þórshöfn við mjög gott atlæti.

Á leiðinni fyrir Langanes hitti Guðni Páll tvo kayakræðara sem voru á róðri á sömu leið og hann fyrir Langanes, íslensk hjón og þekktir kayakræðarar um landshluta Íslands í áravís. Þeim gekk mjög vel og enda í Finnafirði.

Veður : Hæg breytileg átt 2-6 m/ sek en gætu verið vindstrengir vegna fjalllendis. Hiti 20°C

Sjólag : Gæti verið 0,5 - 1 m ölduhæð, einkum eftir að fyrir Bakkaflóann er komið. Það er 0,8 m við Kögurdufl.

Fréttir af róðrinum verða birtar hér eftir tilefnum:

Kl. 11:22 Nú hefur Guðni Páll verið á róðri í 2 klst frá því hann lagði upp frá Eiðisvík á Langanesi.
Hann er nú staddur á miðjum Bakkaflóa og miðar róðurinn mjög vel. Hann hefur lagt að baki um 15 km og heldur 7,2 km/klst meðalhraða- sem er frábært. Hann stefnir á Svartanes undan Viðvíkurbjörgum á Digranesi , þaðan sem hann heldur síðan suður með landinu allt til Strandhafnar á utanverðum Vopnafirði.
Veður er gott 2-4 m/sek ,sól og blíða . 18 °C hiti :P

Kl. 13:30 Guðni Páll var að taka land nú rétt í þessu í vík við Svartanes undir Viðvíkurbjörgum ,eftir frækilegan róður frá Eiðisvík með þverun á Bakkaflóa.
Fyrst um sinn var veður mjög gott og hiti í lofti. En þessi hiti varð til trafala að því leyti að vindur fór mjög vaxandi af hafi og framanundir hlið hjá Guðna Páli- allt að 10 m/sek með tilheyrandi sjólagi-hvítt í báru og þungur sjór.
Hann þurfti því að hafa verulega fyrir síðustu km. í land.
En þessi hnúkaþeyr sígur frá landinu aftur uppúr kl 15:00 og sjór gengur þá niður.
Nú tekur Guðni Páll því rólega þarna sem hann er og nýtur hitans þarna í fjörunni við Svartanes undir Viðvíkurbjörgum. Hann metur síðan stöðuna upp úr kl. 15:00 með framhaldið til Strandhafnar.
Nú er síðuritari að fara í smá kayakróður og verður tæpast sett frekar hér inn fyrr en eftir kl 16:00 ;)

Kl. 17:25 Ég var að ræða við Guðna Pál. Hann er á leið í gistingu á Þórshöfn . Það hefur lítið lægt þar sem hann lenti við Svartanes og því verður róðrarstopp þar til í fyrramálið. 25 km reyndist dagróðurinn vera.

Kort af róinni leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330

Kort af áætlaðri róðrarleið


Og nú þegar Guðni Páll er að nálgast lokamark sitt ,að róa á kayak umhverfis Ísland, þá er minnt á það góða markmið með þessari þrekraun ,sem er að styrkja hjálparsamtökin "Samhjálp" með áheitum. Hvatt er til þess.

Slóð á styrktarsíðuna er:
www.aroundiceland2013.com/aacuteheitasoumlfnun.html
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 júl 2013 10:21 - 21 júl 2013 09:23 #27 by Sævar H.
46.róðrarleggur : Skálar – Eiðisvík- Bakkafjörður
Bakkafjörður við Bakkaflóa
Ljósmynd: Mats Wibe, www.Mats

Núna kl. 10:00 lagði Guðni Páll upp frá Skálum á Langanesi þar sem hann nam land í gær eftir frækilegan róður fyrir Font-straumröstina miklu, útaf Langanesi.

Nú liggur leið Guðna Páls vestur með sunnanverðu Langanesi allt í Eiðisvíkina.
Þegar þangað er komið tekur hann ákvörðun um að þvera Bakkaflóann allt til Bakkafjarðar.
Heildarvegalengd: 42 km
Allt ræðst það af veðri og sjólagi.
Í veðurkortunum eru líkindi til að vindur verði honum hagstæður yfir þessa 20 km þverun á Bakkaflóa og sjólag sýnist honum einnig hagstætt.
Eins og er blæs nokkuð hvasst frá vestri en það snýst um hádegi í logn og síðdegis í ANA innlögn sem er þá lens yfir Bakkaflóann.
En allt skýrist þetta þegar í Eiðisvíkina er komið.

Veður: 4-6 m/sek af V í fyrstu , síðan hægviðri, en snýst í ANA síðdegis. Hiti 13°C

Sjólag: 0.6 m ölduhæð inn Bakkaflóann af NA

Fréttir af róðrinum birtast hér eftir tilefnum:

Kl. 12:15 Guðni Páll er nú í þessu að lenda sunnan við Eiðisvíkina á Langanesi. Vegna áhrifa fjalllendis hefur verið nokkur vindstrengur á móti megnið af leiðinni frá Skálum. En samt er veðurspáin og veður á róðrasvæðinu samkvæmt veðurstöðum , hagstætt og verður í dag. En fjalllendi magnar oft vind upp og breytir vindáttum frá spám. Nú heyri ég í Guðna Páli innan tíða og þá verður framhald róðurs í dag ,ljóst.

Kl. 13:35 Ég var að tala við Guðna Pál. Hann lætur staðarnumið í sunnanverðri Eiðisvíkinni þar til snemma í fyrramálið. Hann var ekki sáttur við vindstrengi sem þarna vöru á flögti. Á morgun þann 21. júlí er gott til lofts og sjávar.
Guðni Páll heldur til á Þórshöfn í nótt. Lóðrarleiðin í dag var um 14 km.

Kort af róinni leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330
Kort af áætlaðri róðrarleið

Og nú þegar Guðni Páll er að nálgast lokamark sitt ,að róa á kayak umhverfis Ísland, þá er minnt á það góða markmið með þessari þrekraun ,sem er að styrkja hjálparsamtökin "Samhjálp" með áheitum. Hvatt er til þess.

Slóð á styrktarsíðuna er:
www.aroundiceland2013.com/aacuteheitasoumlfnun.html
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 júl 2013 21:21 #28 by Sævar H.
Ég held að það hafi ekki verið róið fyrir Font fyrr en nú að Guðni Páll fer þetta-frá því Gísli H. Friðgeirsson fór leiðina 2009.
Riian og allt hans lið fór klárlega aldrei fyrir Font. Eftir á að hyggja held ég að ferð Riians um Ísland hafi verið stór blekking. Þeir ætluðu upphaflega að sýna alla ferðina um Spottæki, á rauntíma - þeir hættu því fjlótt - nema í sérkvikmynduðum ferðum. Báru við sífelldum bilunum í þessum þrælöruggu tækjum sem Spottækin hafa reynst vera.... Svona lít ég á ferð þeirra.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 júl 2013 18:01 - 19 júl 2013 18:21 #29 by Gíslihf
Gott að fá þessar skýringar - ég vissi þetta með fallastrauminn og fleira þótt ég sé ekki forspár eins og Sævar virðist vera :ohmy:
Þó rak mig einmitt fyrir Reykjanestá í náttmyrkri um verslunarmannahelgina 2009, meðan ég var að hvíla mig, snæða og safna kjarki til að leggja í hann!

Nú ætti allt það versta að vera búið í frækilegri hringferð Guðna Páls og restin fer að verða "sigurganga" en það er þó aldrei á vísan að róa.

Ég hef enga afsökun lengur að draga framlag til Samhjálpar, Guðna Páli til heiðurs. Þetta eiga að verða tæpar 10 kr. á km frá okkur Lilju, helmingurinn núna og restin með haustinu ef kappinn lýkur við hringinn :(

Við Lilja samfögnum Guðna Páli og hvetjum alla, sem geta, að leggja eitthvað til málefnisins.
Slóð á styrktarsíðuna er:
www.aroundiceland2013.com/aacuteheitasoumlfnun.html

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 júl 2013 17:17 - 19 júl 2013 19:07 #30 by Sævar H.
Á Skálum á Langanesi

Ég var að heyra í Guðna Páli núna um kl 16:30.
Hann var á leið til Þórshafnar í bíl frá Skálum og verður á Þórshöfn í nótt.

Guðni Páll lenti á Skálum um kl 15:10 eftir um 46 km róður frá Heiðarhöfn á norðanverðu Langanesi, þaðan sem hann hóf róðurinn kl 08:40 í morgun.
Veður á leiðinni var afbragðs gott, að mestu sól og 15 °C hiti.
Hann þveraði fyrir allar víkur og flóa og stytti þannig leiðina um 10 km.

Og svo mikil var gleðin þegar fyrir Font var komið að hann lagði ári í bát , lét reka og "settist" að snæðingi.
Þó svo matartíminn hafi verið skammur þá ferðaðist hann samt um 3 km leið í suður- svo mikill var straumurinn fyrir Fontinn.

Að matartíma loknum var tekið til árinnar og róið knálega til Skála.
Spottækið hegðaði sér samkvæmt venju, ef land er tekið innan 10 mín frá síðasta merki- þá kemur ekki nýtt merki frá kyrrstæðu tæki.
Sjólag var gott. Hvergi var tekið land á allri þessari leið, fyrr en á Skálum.

Sem sagt þessi fyrirséða erfiða róðrarferð fyrir Fontinn -reyndist hin ánægjulegasta- en Guðni Páll var búinn að leggjast mjög djúpt í pælingu á að sigra Fontinn- það gerði hann svo sannalega með glæsibrag. :)
Til lukku með árangurinn Guðni Páll ;)


Kort af róinni leið um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424...13266757968394245330
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum