2.ágúst 2009
45.róðrarleggur : Litla Sandvík á Reykjanesi- Keflavík- Vatnsleysuströnd ?
Kl. 11 þ. 2. ágúst fékk ég SMS frá Gísla kayakræðara.
Hann lagði upp frá Litlu-Sandvík á Reykjanesi um kl
10 í morgun.
En Gísli er ekki einn á ferð.
Með honum eru róðrarfélagarnir Lárus og Gunnar Ingi.
Þeir félagar eru núna SV af Höfnum og er mikill
skriður á þeim í aðfallsstraumnum norður
Reykjanesröstina- um 7 km/klst.
Fyrirliðinn Gísli kayakræðari áætlar að dagsróðurinn
verði a.m.k í Keflavík.
Sennilegt er að þeir endi á Vatnsleysuströndinni sem
er þá um 50 km. róður.
Að fara í Keflavík lengir leiðina um 6 km...
En við sjáum til þegar þeir hafa tekið hvildarstopp
við innanverðan Garðskaga....
Nú fer hver að verða síðastur að gerast þátttakandi
í þessum einstæða kayaróðri Gísla H. Friðgeirssonar
umhverfis Ísland .
Síðasti róðrarleggur verður á morgun þann 3.ágúst
2009...Og síðan heyrir ævintýrið sögunni til..
Smá myndasýnig frá Vestmannaeyjaróðri Gísla og
Örlygs- svona á meðan við bíðum....
Kl 16.30
Ég var að heyra í Gísla kayakræðara. Þeir komu til
hafnar í Garði á Garðskaga um kl 16. og allt hefur
gengið vel.
Spottækið er orðið dauft á rafhlöðum og sýndi því
engin merki sl 3 klst..
Þeir félagar hafa endurmetið stöðuna og framhaldið.
Hætt er við að fara í Keflavík- en taka stefnuna á
Vatnsleysuströnd.
Hugsanlega enda þeir við Kálfatjarnarkirkju við
Keilisnes.
Það er síðan fínn upphafsstaður Gísla á morgun í
lokaróðurinn... 30-36 km sjóleið , eftir leiðarvali í
Geldinganes.
Allt skýrist með kvöldinu um hvar Gísli lýkur þessum róðrarlegg.
Kl. 20.30
Var að tala við Gísla kayakræðara. Þeir lentu
róðrarfélagarnir um kl 19.30 í víkinni við Minna-
Knarrarnes á Vatnsleysuströnd-skammt austan við
Gerðistangavita.
50 km sjóróður var að baki frá því þeir lögðu upp frá
Litlu Sandvík á Reykjanesi kl 10 í morgun þ.2.ágúst.
Veður var gott og með straumur fyrir Garðskaga sem
jafnaði upp mótvind.
Og frá Garði á Garðskaga og að Vatnsleysuströnd var
gott lens-fínn róður sagði Gísli kayakræðari.
Þá er það morgundagurinn.
Síðasti róðrarleggur Gísla á hinni einstæðu ferð hans
á kayak umhverfis Ísland endar í Geldinganesi á
morgun 3.ágúst 2009.
Væntanlega birtist okkur dagskrá frá Kayakklúbbnum
af þessu tilefni.
Sjálfur mun ég róa með Gísla frá aðstöðu Sviða á
Álftanesi og í Geldinganes.
Sennilega er Gísli kayakræðari eini maðurinn sem róið
hefur Reykjanesröstina í svartamyrkri á kayka- í
bullandi straumi....
Það hefur margt einstakt borið við á langri sjóferð
Gísla á leiðinni umhverfis Ísland- einn síns liðs á
kayak.
Við bíðum morgundagsins...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:37