30.júní 2009
23. róðrarleggur Gísla kayakræðara: Hraun á Skaga- Fljót í Skagafirði
Gísli lagði upp kl 14.30 þann 29.júní ,frá Hrauni á Skaga og hafði síðan viðkomu skammt norðan við bæinn Ketu í vestanverðum Skagafirði.
Eftir gott stopp ýtti Gísli síðan úr vör kl. 19.45 og setti stefnuna á þverun Skagafjarðar , djúpt norður af Málmey.
Gíslí kayakræðari tekur síðan land kl. 3.40 í nótt , aðfararnótt 30.júní skammt vestan við bæinn Reykjarhól í Fljótum - austast í Skagafirði og lætur þar fyrirberast
Heildarróðrarleið Gísla á þessum 23. legg sínum er um 47 km.
Þar sem ég hef ekki náð sambandi við Gísla kayakræðara - er mér ekki kunnugt um veðurskilyrði á leið hans þvert yfir Skagafjörðinn.
kl 13.15
Ég náði sambandi við Gísla kayakræðara kl 13 í dag 30 júní.
Veðurskilyrði á öllum róðrinum í gær og þar til honum lauk í nótt- var þoka og ofast svartaþoka.
Þannig að róðurinn var allur með kompás og Gps leiðsögn.
Á miðjum Skagafirði kom nokkuð langur kafli með 6-7 m/sek af NA og um 0.5 m ölduhæð.
Það gekk síðan niður þegar Gísli nálgaðist landið,
Gísli er fjallhress og er að leggja í næsta legg- þann 24.
Langróðrar á kayak
Að leggja í sjóferð á kayak umhverfis Ísland er meiriháttar mál.
Það krefst mikils undibúnings.Viðkomandi verður að vera í mikilli róðrarþjálfun í langan tíma
fyrir hringferðina og í góðu líkamlegu ástandi . Hann verður að geta bjargað sér við erfiðar aðstæður á sjó.
Vera með veltuna á hreinu við allskonar aðstæður . Sjálfbjörgun upp í bátinn takist veltan ekki verður að vera æfð..
Hann verður að búa yfir góðri alhliða róðrartækni . Hann verður að hafa reynslu og þekkingu á brimlendingum.
Hann verður að hafa þekkingu til að sigla eftir kompás og korti og geta hagnýtt sér GPS tækni. Fjarskiptatækni með VHS stöð er nauðsynleg.
Hann þarf að geta lesið í sjávarföll og hafstrauma . Hann verður að geta framkvæmt viðgerð á kayaknum og búnaði hans.
Og síðast en ekki síst er þekking ,reynsla og kunnátta í að lesa úr veðurspám - mikilvæg.
Fatnaður er mikilvægur og verður að vera þægilegur og vandaður- einkum sjógallinn.
Kunnátta í að lesta kayakinn rétt er mikilvæg.
Matur verður að vera orku og næringarríkur.... Og að sjálfsögðu útheimtir langróður – mikinn sálarstyrk og æðruleysi.... Ekkert smá...sem þarf til<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/30 13:31