Á kayak umhverfis Ísland

09 júl 2009 19:38 #61 by Sævar H.
9.júlí 2009

Heildarróðrarleið Gísla kayakræðara


Að afloknum 29. róðrarlegg:

Heildarróður : 1206 km
Eftir eru : 796 km<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/09 12:41
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 júl 2009 19:05 #62 by Sævar H.
9.júlí 2009

29. róðrarleggur: Raufarhöfn- Skálar sunnan Langaness


Kl. 11.16 lenti Gísli kayakræðari við eyðiþorpið
Skála sem stendur við suðurströnd Langaness og er við Bakkaflóa.

Þegar hér er komið hefur Gísli lokið sínum 29.
róðrarlegg . Þessi róðrarleggur er hans lengsti í
róðrarlengd sem og tímalengd til þessa.

Alls hefur Gísli kayakræðari lagt að baki um 85 km
sjóleið og verið um 19 og hálfa klst. á leiðinni.

Tvær hvíldar og næringarpásur tók hann á þessari löngu leið.

Kl.14.00
Ég var að tala við Gísla kayakræðara þar sem hann er
nú staddur að Skálum á Langanesi við Bakkaflóann.
Hann er alveg ótrúlega hress - miðað við hinn langa
róðrarlegg sem að baki er. Hann er himinlifandi með
Skála-ævintýrastaður. Og þar hitti hann ferðamenn.

Þessi langi róðrarleggur byggðist á mjög stilltu
veðri á Þistifirði og fyrir Langanesið í nótt. Eftir
að Skoruvík sleppti var ekki um neina lendingastaði
að ræða til gistingar - fyrr en í Skálum.

Mikið var um hvali þarna á Þistilfirði og eltu þeir
Gísla og blésu kröftuglega að baki honum en fóru
aldrei framúr- kurteisar skepnur...hvalir

Eitt vakti athygli Gísla - sem hann ekki skildi - það
var fín rykmóða sem honum fannst koma úr suðvestri- frá hálendinu.

Þá er það stóra spurningin var þarna ryk
frá Kárahnjúkum ? Nú er Hálslón tómt og gríðarlegt
landflæmi með fínu leirlagi - sem fýkur í hinum minnsta vindblæ ??...

Nú ætlar Gísli að sofa lengi og mikið og hugar ekki
að áframhaldi róðri fyrr en á morgun- hvað sem verður
þegar hann vaknar ???<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:21
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 júl 2009 16:57 #63 by Sævar H.
9.júlí 2009

29. róðrarleggur: Raufarhöfn-suðurfyrir Langanes



Nú er Gísli kayakræðari að róa sinn lengsta
róðrarlegg til þessa. Þegar þetta er sett inn kl. um
10 þann 9. júlí-hefur Gísli lagt að baki &gt; 73 km frá
því hann lagði upp frá Raufarhöfn í gær þ. 8 júlí -
rétt fyrir kl 16.. Og róðrarleggnum er ekki lokið...

Upphaflega róðraráætlunin var að leiðin lægi frá
Raufarhöfn að Melrakkanesi og þaðan með þverun
Þistilfjarðar-í Heiðarnes á Langanesi.

Gísli heldur þeirri áætlun þar til hann er kominn á
miðjan Þistilfjörð.
Þá er komið logn og sjór stilltur-og sennilega þoka.

Og eins og oft áður þá freista þær aðstæður til
lengri róðrar.
Veðurspáin fyrir daginn í dag hefur einnig ýtt undir-
hún var fremur óhagstæð.

Þannig að Gísli breytir stefnu frá áætlun og stefnir
á Skoruvíkurbjarg og síðan fyrir Font á Langanesi og
er nú kominn suður fyrir Langanesið og stefnir vestur
með því.

Þessi 29. róðrarleggur hefur nú staðið yfir í 18
klst. og á öllum þesum langa tíma hefur Gísli tvisvar
tekið land , hvílst og fengið sér næringu . Fyrst á
Melrakkanesi og síðan vestan við Skoruvíkurbjarg.

Og nú kl. 10.30 er Gísli kayakræðari um 2 km vestan Lambeyrar á Langanesi..<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/09 10:53
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 júl 2009 22:37 #64 by Sævar H.
8.júí 2009

29.róðrarleggur: Raufarhöfn- Heiðarnes á Langanesi


Þegar ég talaði við Gísla um hádegisbil í dag 8.
júlí-þar sem hann var staddur á Raufarhöfn- var spáð í
veðurútlit og næsta róðrarplan.

Miðað við sjólag og veðurhorfur ráðgerir Gísli að 29.
róðrarleggur verði : Raufarhöfn- Melrakkanes = 13 km
og Melrakkanes-Heiðarnes á Langanesi = 29 km . Alls
42km. Síðan ræðst framhaldið af veðri og upplagi
eftir þverun Þistilfjarðarins... Sjáum til með það.

Gísli var afar ánægður og þakklátur fyrir heimsókn
Gunna til hans í Núpskötlu á Sléttu. Og brauðið
ferska sem beið hans í Blikalóni var sem himnasending.

Gísli hvetur fólk til að kíkja við hvar sem til hans
næst á hringferðinni- það gleður hann mjög...í
fásinninu ,sem er á leið hans, víðast hvar.

Gísli áætlar að ýta úr vör á Raufarhöfn nú síðdegis..

Kl. 23.30 er Gísli kayakræðari nú rúmlega hálfnaður
með þverun Þistilfjarðar við ystu mörk hans. Hann
hefur nú breytt um áætlun og stefnir nú fyrir
Skoruvíkurbjarg sem er mjög utarlega á Langanesi.

Logn er nú við Langanesið og mun Gísli ætla að nýta
þær aðstæður vel. Þannig að hann gæti þessvegna farið
fyrir Langanesið í nótt...

En sjáum til í fyrramálið...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:20
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 júl 2009 21:01 #65 by palli
Replied by palli on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Maður nokkur hafði samband við mig sem er búinn að vera að fylgjast með ferðalagi Gísla og þótt mikið afrek sem það er.
Sá þekkti til eigenda Bjarnareyjar sem er sunnan til í mynni Vopnafjarðar, en þar er m.a. ágætt hús.

Gísla stendur nú til boða að nýta sér húsið og aðstöðuna sem þarna er þegar þar að kemur og mun hann að öllum líkindum þiggja þetta góða boð. Var í sms sambandi við hann áðan og hljóðið í honum var gott.

Gaman að því að fylgjast með því hvernig bláókunnugt fólk er að fylgjas með ferðinni hans og býðst til að létta undir með honum.

Bestu þakkir fyrir það ... :P

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 júl 2009 20:07 #66 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Ég hitti kappann við Núpskötlu á þeim tíma þegar hann var að ýta úr vör. Skildi eftir brauð ofl. við Blikalón sem hann hefur vonandi geta nálgast. Sett inn myndir á föstudag.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 júl 2009 17:53 #67 by Sævar H.
8.júlí 2009

Norður við Dumbshaf - nyrst á Melrakkasléttu

Smá sjóferðasaga tengd 28. róðrarlegg Gísla
kayakræðara:

Eins og fram hefur komið var vindur og sjólag Gísla
afar óhagstætt . Bæði vindur og öflug alda á móti
.
Þegar Gísli kom í Blikalón var hann gegnvotur af
svita eftir erfiðan róður frá Núpskötlu. Vel gekk að
þurrka fötin meðan hann staldraði við á Blikalóni –
sterkur vindur og sólfar – brakandi þerrir.

Einkenni Melrakkasléttu eru gríðarlegur fjöldi vatna,tjarna
og sjávarlóna . Mikil fuglamergð þrýfst því mjög vel
þarna norður frá . Mikill fjöldi gæsa verpir þarna .
Endur og sjófuglar af öllum tegundum. Lífríkið í
sjónum fjölskrúðugt ,mjög .

Flestir sjávarkambar eru malir næst sjónum síðan taka við sandar og
gróðurþekjur . Undirlagið eru þykkir skeljaflákar.
Það brakar því og brestur í hverju spori . Þetta
gerir tjaldgistingu illmögulega – víðast við sjóinn.

Þegar Gísli nálgast fremsta odda Rifstangans er ljóst
að ófært er að halda lengra vegna mikils vindsstrengs
af austan , haföldu og brims við grynningar. Gísli
tekur því land hlémegin við sandrif sem þarna er
fremst á Rifstanganum. Vegna þessa skeljalaga undir
sandinum er ómögulegt að tjalda.

Gísli grípur því til þess ráðs að nota bátinn til að mynda skjól gegn
vindinum. Hann hleður rekaviðardrumbum bátnum til
stuðnings. Hann dregur saman þara að bátnum og býr
sér til gott undirlag fyrir svefnpokann hlémegin við
bátinn. Fyrst varð hann að þjappa undirlagið rækilega
með því að hamra það með rekaviðardrumb vegna
skeljaflákanna undir sandinum.

Þarna sefur Gísli síðan værum svefni frá kl 22 til kl 1 eftir
miðnætti. Hann rumskar við að flóð sjávar er farið
að gutla nálægt eyranu á honum- sjávarmeginn. Eftir
að hafa gáð til veðurs og sjólags , tekur hann
ákvörðun um að nú skuli róa fyrir nyrsta odda Íslands
, Rifstanga .

Og háltíma síðar er hann lagður af stað til Raufarhafnar. Róðurinn var erfiður vegna
haföldunnar ,sem var þung. Oft þurfti að fara langt
út vegna grynninga sem braut mjög á.

Það var samt mjög hress kayakræðari sem ég talaði við um kl . 9 í
morgun – frá Raufarhöfn....:<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:19
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 júl 2009 16:12 #68 by Sævar H.
8.júlí 2009

28. róðrarleggur : Núpskatla - Raufarhöfn



28.róðrarleggur Gísla kayakræðara varð 38 km.
Heildarróður : 1121 km
Eftir eru : 881 km

Gísli ýtti úr vör við Núpskötlu um kl 13.30 í gær þ.
7. júlí. Veður var óhagstætt ANA 10-12 m/sek alveg
framundir miðnætti og erfitt sjólag. Um kl 21 leggst
Gísli í var vestanmegin við Rifstangann og bíður þess
að veður og sjó lægi. Það er síðan um kl 1.30 þann
8.júlí að hann leggur í að fara fyrir Rifstangann .
Þaðan heldur hann síðan í einum áfanga fyrir
Hraunhafnartanga og nemur að lokum land á Raufrahöfn
um kl 7 í morgun. Gísli kayakræðari hafði þá lagt að
baki um 38 km legg.
Gísli lætur nú fyrirberast á Raufarhöfn.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/08 09:27
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 júl 2009 01:03 #69 by Sævar H.
7.júlí 2009

28.róðrarleggur : Núpskatla á Sléttu- Raufarhöfn ?


Gísli kayakræðari lagði af stað í 28.róðrarlegg um kl
13.40 frá Núpskötlu nálægt Rauðanúp á Sléttu. Leið hans
liggur nú austur með Melrakkasléttu og fyrir Rifstanga
sem er nyrsti oddi Íslands- um 200 metrum norðar en
Hraunhafnartangi sem ranglega er talinn hafa hinn
nyrsta heiður.
Gísli tók land um kl 16.30 við Blikalón þar sem myndin hér að ofan er frá.

Væntanlega reynir Gísli að róa fyrir Hraunhafnartanga
og í átt til Raufarhafnar. Við Hraunhafnartanga
liggur leið Gísla suður og stefnir ekki aftur í
norður fyrr en hann fer inná Faxaflóann við
Reykjanesið...

Veður er óhagstætt enn sem komið er 10 m/sek á
Rauðanúpi en 5 m/sek á Raufarhöfn ,ANA . Vindur gengur
niður í nótt...

Og saga sem Gísli gaukaði að mér í morgun

Kayakinn hjá Gísla kayakræðara býður ekki upp á
nútíma þægindi við geymslu matar svo sem kæliskáp.
Þann vankant reyndi Gísli þegar hann keypti sér
brauðhleif í „Kaupfélaginu“ í fríinu í Ásbyrgi.
Þegar snæða átti brauðhleifinn á gististað við
Núpskötlu kom í ljós að mygla hafði tekið sér
bólfestu í brauðinu góða. Nú voru góð ráð dýr.
Dýrmætur matarskammtur í húfi. En Gísli fann ráð.
Hann bara steikti brauðið og myglan slæma varð að
ljúfengum gráðosti á brauðinu og smakkaðist vel...
Á langferðum á kayak er matargerðalist einn af hinum
góðu kostum... kayakræðarans...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:18
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 júl 2009 18:34 #70 by Sævar H.
7.júlí 2009

Heildarróðrarlengd að loknum 27. legg
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 júl 2009 16:05 #71 by Sævar H.
7.júlí 2009

27. róðrarleggur : Buðlungahöfn- Núpskatla á Sléttu

Gísli kayakræðari ýtti úr vör frá Buðlingahöfn í
Öxarfirði um tvöleytið í gær,6.júlí. Eftir 9. km
róður tók hann land á Kópaskeri og hafði þar góða
viðdvöl. Veður var ANA og töluverður strengur hjá
Gísla og alda norður með ströndinni.

Við Snartastaðamúla ,sem er 15 km norðan við Buðlungahöfn-
var Gísli kominn að sjálfri Melrakkasléttu.

Um miðnætti var hann síðan kominn að Rauðanúp sem er
norðvestasti hluti Melrakkasléttu. Ljóst var af veður og
sjólýsingum að fyrir Rauðanúp yrði 10-12 m/sek
vindstrengur -á móti og rúmlega meters ölduhæð en
ekki kröpp-um 5,3 sek tíðni.

Samkvæmt SPOTtækinu fer Gísli fyrir Rauðanúp eftir
stutta pásu hlémeginn. Gísli kayakræðari tekur síðan
land um kl 01 þ. 7. júlí skammt austan við Rauðanúp
hjá eyðibýlinu Núpskötlu sem stendur við Kötluvatn
En myndin hér að ofan er einmitt frá þessum stað þar
sem Gísli lét síðan fyrirberast í nótt.

Veður og sjór er Gísla fremur óhagstætt ANA og nokkur
alda- á móti. Það verður því nokkur barningur að fara
fyrir Rifstanga og síðan Hraunhafnartanga í dag...

En sjáum til hvað Gísli kayakræðari gerir nú þegar
28. róðrarleggur er í farvatninu....

Heildarróðrarlengd dagsins var: 39 km.

Kl. 11 heyrði ég í Gísla. Það var ævintýranleg
sjóferð þegar hann fór þarna fyrir Rauðanúp. Hann
ákvað að fara milli klettsins og höfðans sem sést á
myndinni - í allraátta öldurótinu sem þarna var.
Hreinn listdans á kayak hjá Gisla. Og stuttu seinna
var hann kominn í víkina góðu sem sést á myndinni.

Gísli áætlar að þoka sér austur með Melrakkasléttunni
nú í dag . Sjólagið er erfitt og á móti ásamt 8-10
m/sek vindi ANA. Þannig að dagleiðin verður í skemmra
lagi þó puðið verði í meira lagi.. en svona er kayaklífið...á hringferð..<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:17
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 júl 2009 19:02 #72 by Sævar H.
5.júlí 2009

Íslandskort frá 1595-það besta sem þá þekktist


Það væri dálítið snúið að fylgja Gísla kayakræðara
eftir á hringróðrinum - með þetta kort við hendina.
Mælitækni breytist og verður nákvæmari. Síðan er það
gliðnun lands og landrekið. Ég er sammála Steina að
síðustu upplýsingar segja að Rifstangi sé nystur. Nú
verður Gísli að fara aðeins norðar þegar hann fer þar hjá...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/06 12:08
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 júl 2009 18:20 #73 by Steini
Í gömlu landafræðinni minni var Hraunhafnartangi sagður nyrsti tangi landsins, en nýjustu mælingar segja að það sé í raun Rifstangi.

Frekari uppl. finnið þið á;
www.husavik.is/?mod=sidur&mod2=view&...&sport=ferdamenn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 júl 2009 17:39 #74 by Sævar H.
5.júlí 2009

27.róðrarleggur: Buðlungahöfn- Hraunhafnartangi ?

Ég átti samtal við Gísla í morgun. Hann hefur átt
gott helgarfrí þarna norður við Ástjörn í Ásbyrgi í Öxarfirði.
Gísli var að undirbúa sig fyrir áframhaldandi róður.
Hann áætlar að leggja af stað frá Buðlungahöfn skömmu
eftir hádegi í dag þ. 5 júlí.

Nú liggur leið norður með vesturströnd Núpasveitar.
Leiðin liggur með Kópaskeri sem er í 9 km fjalægð frá Buðlungahöfn.

Hin eiginlega Melrakkaslétta hefst við
Snartastaðanúp, sem er 15 km frá Buðlungahöfn, og nær
allt til Raufarhafnar. Rauðinúpur er vestasti oddi
Melrakkasléttu - en þangað er um 32 km róður hjá Gísla.

Eftir það liggur leið í austur að Rifstanga sem er
fyrir miðri Melrakkasléttu og þá fer að styttast í
nyrsta odda Íslands - Hraunhafnartanga.

Að Hraunhafnartanga er um 58 km leið frá Buðlungahöfn.

Veður er gott á róðrarleið Gísla allt að Rauðanúp-
þar gæti tekið við nokkuð þungur sjór vegna 7-9 m/sek
austanáttar í nokkurn tíma. T.d er 1,5 m ölduhæð utan
Eyjafjarðar og á Drekasvæðinu. Vindur er að ganga niður.

Buðlungahöfn
Talsvert var róið til fiskjar, frá Buðlungahöfn
norðan Brunnáróss- á fyrri öldum. Þar var líka
löggilt höfn og enn þá sjást merki um vöruhús
kaupmannsins á Húsavík. Öll lendingaraðstaða hefur
mjög spillst vegna sandframburðar Jökulsár á Fjöllum.

Morgunblaðsgrein 5.júlí 2009
Hún er góð greinin um róðrarferð Gísla - í
Morgunblaðinu. Ekki dregur mynd Halldórs
Sveinbjörnssonar á Ísafirði úr áhrifunum, en myndin
er tekin nálægt Bolungavík í Djúpi.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/06 14:52

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 júl 2009 02:23 #75 by Sævar H.
5.júní 2009

Er róðurinn umhverfis Ísland hálfnaður ?

Nú ,5. júlí , þegar Gísli kayakræðari hefur tekið sér helgarleyfi frá róðrinum umhverfis Ísland-
er gaman að velta því upp hversu langt af hringróðrinum honum hefur miðað.
Gísli hefur nú róið um 1044 km frá því hann yfirgaf Geldinganesið í Reykjavík þann 1.júní 2009- og hóf hringróðurinn.

Ef hann þverar firði og flóa með svipuðum hætti og fyrr- þá eru eftir um 958 km af hringróðrinum.
Gísli hefur því róið um 52 % af leiðinni.
Hann er rúmlega hálfnaður.
Frábært afrek nú þegar...:P
Rauða línan sýnir róðrarleið Gísla frá 1. júní til 3.júlí 2009
<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/06 10:05
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum