10.júlí 2009
30. róðrarleggur: Skálar á Langanesi - Bjarnarey utan Vopnafjarðar
Frá kayakferð 2005: Utan Digraness við Bakkaflóa
(Mynd af netinu: Kalli Geir)
Nú um kl. 11.30 þann 10.júlí 2009 er Gísli
kayakræðari að leggja frá fjörunni að Skálum á
Langanesi í sinn 30. róðrarlegg. Veður er mjög gott -
2-4 m/sek NA-A og stilltur sjór. Róðrarplanið á
þessum 30. róðrarlegg er:
Skálar á Langanesi- Bjarnarey utan Vopnafjarðar.
Gísli áætlar að skipta leiðinni upp í þrjá áfanga:
- Skálar á Langanesi að Digranesi sunnan Bakkaflóa =
30 km með þverun Bakkaflóa ;
Digranes og í Fúluvík
við Strandhöfn, norðan Vopnafjarðar = 23 km ;
Strandhöfn - Bjarnarey sunnan Vopnafjarðar , með
þverun Vopnafjarðar =20 km. Alls 72 km sjóleið
Palli formaður Kayakklúbbsins hafði milligöngu um að
Gísla býðst að gista í húsi í Bjarnarey. Gísli er
þakklátur fyrir það.
Nú er Gísli kayakræðari að nálgast kayakbyggðir
Austfjarðanna. Hann hafði orð á því morgun ,þegar ég
talaði við hann, að bæði yrði það skemmtilegt og ekki
síður gagnlegt að hitta einhverja af þeim ágætu
félögum.
Hægt er að ná í Gísla í síma 8220536 og ef
síminn er lokaður þá eru SMS skilaboð lesin fljótlega.
Kl. 21.00
Núna er Gísli kayakræðari búinn að vera á róðri frá
því kl. 11.30 í morgun - án þess að taka land. Hann
hefur róið um 43 km á þessum tíma - eða haldið 4.5 km
meðalhraða. 4.5 km meðalróðrarhraði er talinn sá
hagkvæmasti...
Ekki er ljóst á þessari stundu hvort Gísli ætlar í
Bjarnarey í einum áfanga- án landtöku.. Við sjáum það
síðar. Ljóst er að Gísli er núna að láta reyna á
langróðraálagið - fyrir \"Sandana miklu\" fyrir
Suðurlandi... Ekki er ráð nema í tíma sé tekið..
Gott innlegg hér frá Norðfirðingum. Mjög flottar
myndir af stórbrotinni náttúru fyrir austan ...
En nú horfir Gísli kayakræðari til Héraðflóasandsins
sem generalprufu...fyrir Sandana miklu.
Kl.23.15
Nú er orðið ljóst að Gísli kayakræðari hefur tekið
land þarsem heitir Strandhöfn - í mynni Vopnafjarðar
að norðan. Gísli hefur því lokið við 50 km áfanga -
án landtöku á þessum 30. róðrarlegg sínum. Nú sjáum
við í fyrramálið hvort Gísli lýkur róðrinum í
Bjarnarey eins og ráðgert var- eða lætur fyrirberast
í Strandhöfn...
Meira í fyrramálið...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/10 23:22