Á kayak umhverfis Ísland

14 júl 2009 05:39 #46 by Gíslihf
Góðu félagar og aðrir sem fylgjast með þessari ferð.
Ég reri í dag út með Norðfirði út að Nípustapa í miklum mótvindi og brotnandi haföldum og fór þar í land í skjóli milli skerja. Þar skoðaði ég stöðuna og ákvað að snúa við, mér leist ekki á að þvera Norðfjörö út fyrir Barðsnesið í þessum aðstæðum og er því nú aftur í aðstöðu Kaj á Neskaupstað. Reyndar sit ég við tölvu Ara eins og er. Allt hefur sinn tíma og morgundagurinn lítur vel út.
Steini (C-kayak) hafði smaband áðan og Reynir og Steinunn eru hér á ferð með bátana á toppnum.

Kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2009 17:07 #47 by Sævar H.
13.júlí 2009

33. róðraleggur: Norðfjörður- Breiðdalsvík

Ég átti samtal við Gísla kayakræðara nú í
morgun,13.júlí-þar sem hann var staddur á kaffihúsi á
Norðfirði. Ekkert símasamband hafði ég átt við Gísla
frá því hann var í Skálum á Langanesi. Það er víða
slæmt símasamband svo og mikilvægt að fara sparlega
með orku á rafhlöðunum...

Gísla þótti mikið til Bjarnareyjar koma- flott eyja
og mikið náttúrulíf.
Á leiðinni þangað varð hann mikið var við hvali af
öllum stærðum og gerðum.
Hann sá þá ekki mjög mikið en var með öflugan
andadráttinn frá þeim stöðugt við eyrun að honum
fannst.
Þeir héldu sig mest að baki honum- en þeir minni
voru frakkari og komu vel að honum .
Meinlausar skepnur sé ekki verið að hrekkja þá.

Róðurinn fyrir Héraðsflóann var erfiður vegna
austanáttar .

Þegar hann var á Vopnafirði fékk hann
heimboð um gistingu í Loðmundarfirði - innst í firðinum þar
sem myndin hér að ofan er frá.
Þar voru fyrir Ingólfur frá Breiðdalsvík og Pálmi Ben. frá
Norðfirði,kayakræðarar.Pálmi Ben. erí eigendatengslum
við eldra eyðibýli þarna,Sævarenda, og þar var gist í góðu
yfirlæti. Til að komast að bænum þurfti Gísli að róa
inn ósinn sem sést á myndinni-dálítið basl vegna
margra sandrifja á leiðinni inn.

Og í gær, 12 júlí lögðu þeir þrír síðan í
róðrarlegginn til Norðfjarðar. Á þeirri leið var
bullandi lens 10-14 m/sek . Gísli hefði ekki farið á
þeim tíma einn þessa leið. Þeir tóku síðan land á
Dalatanga og fengu kaffi hjá vitaverðinum. Við
Dalatanga bættust síðan í hópinn Ari Ben. og Pétur
frá Norðfirði og lenti allur flotinn á Norðfirði kl.
23.30 um kvöldið.

Og nú um hádegisbil áætlar Gísli kayakræðari að
leggja upp frá Norðfirði í sinn 33ja róðrarlegg á
hringferð sinni umhverfis Ísland. Markmiðið er að ná
suður til Breiðdalsvíkur-jafnvel Djúpavogs ef vel
gengur. Gísli er farinn að huga að því að minnka við
sig farangur áður en hann leggur til atlögu við
\"Sandana miklu\" á suðurlandinu- taka dekkfarangurinn
af - en hann er óheppilegur til brimlendinganna sem
framundan eru...

Nú verður smá hlé hjá mér á þessum færslum vegna
fjallaferðar í tvö daga...

Fylgist með Spottækinu á meðan<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:25
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2009 15:54 #48 by Sævar H.
13.júlí 2009

Heildarleið að baki eftir 32. róðrarlegg




Heildarróðrarleið að baki : 1313 km
Eftir eru : 620 km<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/13 08:56
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2009 00:47 #49 by Ari Ben
Gísli mætti heim í Sævarenda kl 03:50. Tveir ræðarar eru með Gísla frá Loðmundarfirði, Ingólfur sem kom akandi alla leið frá Breiðdalsvík og Pálmi Ben. Erum að fara tveir á móti þeim félögum, Ari og Pjetur St. Verður skemmtilegt lens inn til baka miðað við vindinn<br><br>Post edited by: Ari Ben, at: 2009/07/13 01:21

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2009 00:26 #50 by Sævar H.
12.júlí 2009

32.róðrarleggur: Loðmundarfjörður- Norðfjörður


Gísli kayakræðari lagði upp frá botni Loðmundarfjarðar
kl. 15 í dag 12. júlí. Hann er núna, kl 17, staddur
skammt norðan við Dalatanga - fyrir miðjum
Seyðisfirði.

Veður á Dalatanga kl 17 er NNA 11-14 m/sek- en á
Norðfirði 8-16 m/sek. Ölduhæð útaf Borgarfirði eystra
er um 1.2 m. Þannig að það er gott lens hjá Gísla
kayakræðara núna.
Ekki eru upplýsingar hvort fleiri eru samskipa Gísla
á þessum róðri- það gæti verið að einhverjir róðrarfélagar séu með í för.
Ekkert símasamband hefur verið við Gísla og sennilega
orðið dauft á rafhlöðum...

Nú er að sjá hvort Gísli stefnir inn á Norðfjörð ...?

Góðar fréttir hér frá Ara á Norðfirði. Það sem þeir
kayakræðarar, frá Loðmundarfirði, eru að takast á við
núna- er gott þriggja manna tak...:P

Og nú rétt um 23.30 lenti Gísli kayakræðari í
fjörunni á Norðfirði eftir 37 km róður frá
Loðmundarfirði.... 32. róðrarlegg er lokið...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:24
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 júl 2009 16:12 #51 by Sævar H.
12.júlí 2009

Heildarleið að baki eftir 31. róðrarlegg



Heildarróðrarleið að baki : 1276 km
Eftir eru : 657 km<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/12 09:14
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 júl 2009 15:45 #52 by Sævar H.
12.júlí 2009

31. róðrarleggur: Bjarnarey - Loðmundarfjörður


Kl. 3.20 aðfararnótt 12.júlí lauk Gísli kayakræðari
31. róðrarlegg sínum innst í Loðmundarfirði. Gísli
hafði þá lagt að baki 70 km sjóleið frá Bjarnarey
nyrst á Héraðsflóa.

Ekki hafði Gísli tekið land til hvíldar á þessum
langa róðri. Veður var hagstætt NNA
4-6 m/sek og fremur stilltur sjór- lens. Ekkert
símasamband hefur náðst við Gísla frá því hann var á
Langanesi.

Allar upplýsingar um róðurinn eru því af
Spottækinu og veðurfars og sjólýsingum.

Nú er kominn verulegur vindstrengur úti fyrir
Austfjörðum og fer vaxandi.

Það er ekki fyrr en aðfararnótt 14. júlí sem vindur
fer að ganga niður. Einnig er vaxandi sjór- um 1,2 m.
ölduhæð.

Gísli er í góðum málum þarna í Loðmundarfirði- enda
vinsæll ferðamannastaður í óbyggðum...

Loðmundarfjörður
Loðmundur landnámsmaður var rammur að afli og
göldróttur. Þegar hann kom siglandi frá Noregi,
varpaði hann öndvegissúlum sínum fyrir borð til að
láta guðunum eftir að ákveða búsetu sína. Hann
settist að í Loðmundarfirði.

Í byrjun 20. aldar voru 87 íbúar á 10 bæjum í
Loðmundarfirði, einn af öðrum lögðust þeir í eyði og
síðustu íbúarnir í þessum einangraða firði fluttu
fyrir 36 árum síðan.

Upp úr 1940 fer þeim að fækka og 1973 flutti síðasti
ábúandinn burt.
Loðmundarfjörður er paradís fyrir göngumenn og fólk
sem vill njóta náttúrunnar og rólegheitanna langt frá
siðmenningunni.
Ef heppnin er með ferðalöngum er hægt að rekast á
hreindýr. Þar er einnig að finna perlusteinsnámur, og
í Norðdal er hægt að finna hrafntinnu. Þarna eru
einnig rústir af gömlum bóndabæjum, sem og kirkja sem
er enn í góðu ásigkomulagi, og var t.d. gift í
þessari kirkju árið 1995, en á því ári varð hún 100
ára. Loðmundarfjörður er kjörinn fyrir fólk sem
langar til að týna sveppi og ber, en í ágúst er allt
fullt af aðalbláberjum, bláberjum og krækiberjum.
Loðmundarfjörður er einstakur fjörður sem enginn
náttúruunnandi ætti að láta fram hjá sér fara.

Þannig að Gísla þarf ekki að leiðast þarna...meðan
hann bíður þess að komast burt , vegna veðurs...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:23
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 júl 2009 23:49 #53 by Sævar H.
11.júlí 2009

31. róðrarleggur: Bjarnarey á Héraðsflóa- Norðfjörður ?

Kl. 12.00 þann 11.júlí lagði Gísli kayakræðair úr höfn
í Bjarnarey. Ekki hefur náðst samband við Gísla og því
ekki vitað með vissu hvar endapúnktur þessa 31.
róðrarleggs ,verður. Líklegt er að hann reyni að róa
allt suður til Norðfjarðar. Og ástæðan er einkum sú að
nú á morgun vesnar veður mjög og verður tæpast
róðrarveður aftur fyrr en á mánudagskvöld þ. 13. júlí.
Það verður norðanstrengur 10-15 m/sek og því verulegur
sjór suður með Austfjörðunum. Gísli er nú kl 17 að
komast að Brimnesi og þverar síðan Borgarfjörð eystri


Kl.23.30
Gísli kayakræðari er nú staddur mótsvið Breiðuvík sem
er um 15 km norðan við Loðmundarfjörð. Gísli hefur
lagt að baki um 50 km frá því hann lagði upp frá
Bjarnarey. Ekki hefur Gísli tekið stopp í landi á
þessari löngu leið. Nú er líklegt að hann taki land í
Loðmundarfirði og taki allavega hvíldar og
næringarpásu- jafnvel að hann láti þar fyrirberast.

Gísli á eftir um 3ja klst róður í Loðmundarfjörð.

Veður og sjólag er gott- 0.6 m ölduhæð og NNA 5-6
m/sek. En með morgninum bætir í vind...

Við sjáum í fyrramálið hvað framhaldið verður hjá
Gísla kayakræðara...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/12 23:46
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 júl 2009 16:28 #54 by Sævar H.
11.júlí 2009

Heildarróðrarleið Gísla kayakræðara að loknum 30. legg



Heildarróður að baki : 1275 km
Eftir eru : 727 km<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/11 09:48
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 júl 2009 16:24 #55 by Sævar H.
Síðu eytt<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/11 09:25
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 júl 2009 15:47 #56 by Sævar H.
11.júlí 2009

30. róðrarleggur : Skálar á Langanesi- Bjarnarey utan Héraðsflóa


Nú hefur Gísli kayakræðari lokið 30. róðrarlegg sínum.
Hann lenti á NA verðri Bjarnarey um kl 3.11 aðfararnótt 11.júlí.
Gísli hafði þá lagt að baki 69 km sjóleið frá Skálum á Langanesi.

Gísli tók 2ja klst hvíldar og næringarpásu við Strandhöfn sem er
norðarlega í mynni Vopnafjarðar.
Þá hafði Gísli róið frá Skálum í einni lotu- alls 50 km leið.

Á þessum 69 km róðrarlegg sínum hafði Gísli verið í um
13.30 klst á róðri. Þetta er mikið afrek hjá Gísla -
ekki síst þar sem rúmum sólarhring áður hafði hann
lagt að baki 85 km sjóleið frá Raufarhöfn...:P

Bjarnarey er yst á Héraðsflóa, en tilheyrir
jörðinni Fagradal í Vopnafirði.

Vopnafjörður og miðin utan þar út af hafa löngum
verið auðug fiskimið. Utan flóans heitir
Vopnafjarðargrunn. Til Vopnafjarðar telst Bjarnarey
þó landfræðilega sé hún fremur í Hérðasflóa. Hún var
áður mikilvæg verstöð og voru t.d. þaðan stundaðar
hákarlaveiðar. Þar hefur ekki verið búið í tvær aldir
ef frá eru talin nokkur ár seint á 19. öld. Enn er
þar dún- og eggjataka. Nafn eyjarinnar er að sögn
upphaflega Gullbjarnarey eftir Birni nokkrum sem á að
hafa aflað sér mikils fjár í víkingaferðum og þess
vegna varið kallaður Gullbjörn. (útrásarvíkingur)

Aðalhöfnin er norðan á eynni og kallast Norðurhöfn.
Skeljavík önnur aðallendingin sem er notuð í
norðanátt. Fúlavík er sunnan á eynni og
Gullbjarnarhellir (öðru nafni Dumpur) við hana. Róa
má bátum þar inn í ládauðum sjó.
Mikið fuglalíf er í Bjarnarey eins og við er að
búast, og m.a. er þar töluvert æðarvarp sem nytjað er
frá Fagradal. Annars er mest af lunda og hefur honum
fjölgað mjög á seinni árum, enda ekki veiddur í
eynni. Er jarðvegur víða útgrafinn af holum hans .
Dálítið fýlavarp er í klettum norðaustan á eynni.
Sellátur eru í Bjarnarey.

Nú nýtur Gísli kayakræðari gistingar í húsi í
Bjarnarey í boði eigenda Bjarnareyjar. Gísli lenti í
Norðurhöfn um kl 3 í nótt þ. 11. Júlí 2009.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:22
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 júl 2009 08:54 #57 by palli
Replied by palli on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Gísli er nú á miðjum Vopnafirði á leið í Bjarnarey. Ég heyrði í Bjarneyingum í dag og skilaði svo til Gísla að þar væri góð lending sunnan á, sandfjara góð. Húsið stæði tilbúið fyrir hann, bjálkahús á miðri eyju.
Það ætti því ekki að væsa um Gísla þegar hann kemst á áfangastað í nótt eftir drjúgan róður frá Langanesi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 júl 2009 00:59 #58 by palmiben
Nú förum við KAJ menn að verða spenntir, enda er Gísli nú kominn á okkar slóðir. Ég vonast til að hitta Gísla um helgina og vonandi verður tækifæri til að róa einhvern spotta með honum.

Mig langar að deila með ykkur nokkrum myndum af leiðinni sem liggur fyrir Gísla núna:
2005, Bakkafjörður-Héraðsflói
2005, Bakkafjörður-Héraðsflói

Við fórum líka víknasvæðið um síðustu helgi frá Unaósi til Loðmunarfjarðar, en ég er ekki búinn að setja þær myndir inn ennþá. Ég leyfi mér að segja að það sé besta kajakstrandlengja landsins m.t.t. strand- og hellaskoðunar. Þannig að þar er margt að sjá, en óvíst að Gísli megi vera að því að skoða það mikið miðað við fartið á honum núna :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 júl 2009 17:28 #59 by Sævar H.
10.júlí 2009

30. róðrarleggur: Skálar á Langanesi - Bjarnarey utan Vopnafjarðar

Frá kayakferð 2005: Utan Digraness við Bakkaflóa

(Mynd af netinu: Kalli Geir)

Nú um kl. 11.30 þann 10.júlí 2009 er Gísli
kayakræðari að leggja frá fjörunni að Skálum á
Langanesi í sinn 30. róðrarlegg. Veður er mjög gott -
2-4 m/sek NA-A og stilltur sjór. Róðrarplanið á
þessum 30. róðrarlegg er:

Skálar á Langanesi- Bjarnarey utan Vopnafjarðar.

Gísli áætlar að skipta leiðinni upp í þrjá áfanga:
- Skálar á Langanesi að Digranesi sunnan Bakkaflóa =
30 km með þverun Bakkaflóa ;

Digranes og í Fúluvík
við Strandhöfn, norðan Vopnafjarðar = 23 km ;

Strandhöfn - Bjarnarey sunnan Vopnafjarðar , með
þverun Vopnafjarðar =20 km. Alls 72 km sjóleið

Palli formaður Kayakklúbbsins hafði milligöngu um að
Gísla býðst að gista í húsi í Bjarnarey. Gísli er
þakklátur fyrir það.

Nú er Gísli kayakræðari að nálgast kayakbyggðir
Austfjarðanna. Hann hafði orð á því morgun ,þegar ég
talaði við hann, að bæði yrði það skemmtilegt og ekki
síður gagnlegt að hitta einhverja af þeim ágætu
félögum.
Hægt er að ná í Gísla í síma 8220536 og ef
síminn er lokaður þá eru SMS skilaboð lesin fljótlega.

Kl. 21.00
Núna er Gísli kayakræðari búinn að vera á róðri frá
því kl. 11.30 í morgun - án þess að taka land. Hann
hefur róið um 43 km á þessum tíma - eða haldið 4.5 km
meðalhraða. 4.5 km meðalróðrarhraði er talinn sá
hagkvæmasti...

Ekki er ljóst á þessari stundu hvort Gísli ætlar í
Bjarnarey í einum áfanga- án landtöku.. Við sjáum það
síðar. Ljóst er að Gísli er núna að láta reyna á
langróðraálagið - fyrir \&quot;Sandana miklu\&quot; fyrir
Suðurlandi... Ekki er ráð nema í tíma sé tekið..

Gott innlegg hér frá Norðfirðingum. Mjög flottar
myndir af stórbrotinni náttúru fyrir austan ...
En nú horfir Gísli kayakræðari til Héraðflóasandsins
sem generalprufu...fyrir Sandana miklu.

Kl.23.15
Nú er orðið ljóst að Gísli kayakræðari hefur tekið
land þarsem heitir Strandhöfn - í mynni Vopnafjarðar
að norðan. Gísli hefur því lokið við 50 km áfanga -
án landtöku á þessum 30. róðrarlegg sínum. Nú sjáum
við í fyrramálið hvort Gísli lýkur róðrinum í
Bjarnarey eins og ráðgert var- eða lætur fyrirberast
í Strandhöfn...

Meira í fyrramálið...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/10 23:22
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 júl 2009 05:54 #60 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Langan leggur rauðan saum
Rúnt um landið Gísli.
Fast og fumlaust gefur gaum
Flúðaskerja sýsli.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum