Eins og kom fram hjá Palla formanni urðu hann og Gísli samferða allt að Belgsholtsvík við bæjinn Belgsholt í Melasveit. Þá var 42ja km róður að baki frá Geldinganesinu í Reykjavík.
Og að loknu stuttu stoppi hélt Gísli róðrinum áfram. Nú var það þverun Borgarfjarðar og stefnan sett á Tangey sem liggur skammt sunnan við kirkjuna á Álftanesi.
Nú fór að þyngjast róðurinn vegna mikilla strauma sem þarna myndast við sjávarföllin. Og gerði Gísli smá hvíldarhlé á róðrinum þegar þarna var komið- þá var hann með það sama komin á gott skrið til baka.
Það miðaði því hægt þegar hér var komið.
Hann tók því land við Kúaldarey og hugleiddi að tjalda þar fremur en að berjast áfram í Straumfjörðinn til næturdvalar. Eftir góða hvíld og útsýnisskoðun þar sem bærinn í Straumfirði blasti við í fjarska- þá tók hann ákvörðun um að halda áfram og ljúka róðrinum í Straumfirði.
Kl. 22.47 var markinu náð - Straumfjörður á Mýrum. 55 km róður var að baki - ótrúlegur árangur. Ábúendur í Straumfirði fögnuðu vel hinum óvænta gesti sem einnig kom úr óvæntri átt og langt að kominn. En það var þreyttur og lúinn kayakræðari sem lagðist til hvíldar á tjaldstæðinu í Straumfirði að loknum fyrsta legg á kayakróðrinum umhverfis Ísland.
Og nú er nýr dagur runninn upp
2. júní 2009.
Samkvæmt samtali við Gísla í morgun áætlar hann að leggja af stað um hádegisbilið í dag frá Straumfirði. Og nú mun róðurinn liggja um hinar mögnuðu eyjar og hólma frá Straumfirði í Knarrarnes þar sem hann mun heilsa upp á ábúendur að þeirra ósk.
Frá Knarrarnesi mun leiðin liggja í
Hjörsey og síðan áfram vestur með skerjum og hólmum allt tll Akra á Mýrum. Nú er hið magnaða fuglalíf varptímans í algleymingi- það verður því líflegt að róa þarna um
Á Ökrum mun Gísli væntanlega tjalda og hafa náttstað. Þessi róðrarleið er áætluð um 28-30 km. Veðurútlit er gott ,hægur vestan en gæti verið nokkur alda inn flóann.
Hjörsey (5,5 km2) er stærsta eyjan fyrir Vesturlandi. Hún tilheyrir Mýrarsýslu, er velgróin og þar voru oftast stórbýli eða mörg smærri. Ægir hefur sótt hart að henni og hún minnkar stöðugt. Hlunnindi voru aðallega reki og útræði, sem var jafnan hættulegt vegna mikils fjölda skerja fyrir strönd Mýranna, þar sem fjöldi skipa hefur farizt. Kirkjan, sem stóð á eyjunni var rifin skömmu fyrir aldamótin 1900. Oddný Þorkelsdóttir Eykyndill, fögur kona og festarmey Björns Hítdælakappa, átti heima í Hjörsey. Þórður Kolbeinsson, skáld, ginnti hana frá Birni. Hjörseyjar-Helga Árnadóttir, lögmanns Oddssonar, sem var kona Þórðar Jónssonar, prests í Hítardal, átti einnig heima þar. (
www.nat.is/travelguide/hjorsey):P
Það er alveg magnað þetta SPOT gps tæki sem hann Gísli er með frá Kaykakklúbbnum. Kl. 17.20 kom hann að Skarfakletti og hefur fengið sér pásu þar. Og þegar hann leggur af stað þaðan þá á hann eftir um 5 km að Ökrum - alveg magnað...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/02 22:32