Á kayak umhverfis Ísland

21 júl 2009 18:12 #31 by Gíslihf
Re

Dagur án valkosta.

Bestu þakkir til ykkar sem hafið veitt mér stuðning og hvatningu við þetta verkefni og þakkir til Sævar fyrir greinagóða og fræðandi frásögn. Ég er nú (þrd. 21. júlí að morgni) í góðu yfirlæti hjá tengdafólki í Vík í Mýrdal.

Mér hefur oft orðið hugsað til erlendra ræðara sem áður hafa róið hringinn, eða stóra hluta af strönd Islands, allt frá bresku strákunum Nigel og Geoff til Margaret bandarísku konunnar sem nú er á ferðin eitthvað á eftir mér. Þrátt fyrir gott verðulag á flestum slóðum hef ég mætt ýmsu ógnvekjandi og eytt mörgum nóttum við harðan kost sem fékk mig til að spyrja hvort rétt hafi verið að leggja af stað og hvort ekki væri rétt að fara nú að huga að sólstofu, heitum potti, blómarækt og notalegu spjalli við konuna með kaffi við hönd. Þá verður mér ljóst að það erlenda fólk sem hefur farið á undan okkur hlýtur að vera afburðafólk með mikinn kjark, úrræðagott og með úthald og vilja. Það er nefnilega mikill kostur að vera heimamaður, þekkja landið í sjón eða vegna ferða á landi, þekkja veðurlagið, þekkja tengiliði á mörgum stöðum, vita hvern gott er að hringja í til að fá upplýsingar og stuðning, eiga vini og ættingja sem fygjast með manni frá degi til dags og þannig mætti lengi telja. Þótt ég hafi verið að segja félögum mínum að við getum þetta alveg eins og aðrir, þá á þetta fólk fulla viðurkenningu og virðingu mína. Á leiðinni hef ég hitt heimamen sem rak minni til erlenda ræðara sem hafi borið þreytta að ströndu við bæ þeirra og jafnvel verið nánast bornir inn í rúm heima á bæ eftir að hafa lent í röst eða löngum róðri við brimasama strönd. Við ættum að reyna að safna saman þessum frásögnum og taka saman yfirlit um alla hringróðra um Ísland. Trúlega er Steini fyrrv. form. best heima í þessari sögu.

Af ferð minni er það að segja að síðasti dagurinn og nóttin við Kúðafljót var líklega sá erfiðasti á leiðinni hingað til. Kalla mætti það “dag án valkosta”, dag sem réðst af þvinguðum ákvörðunum, þótt hugsanlega hefði mátt fara aðrar leiðir eftir á að hyggja:

1. Brim við ströndina var það mikið á leiðinn að landtaka t.d. til að matast gat allt eins orðið sú síðasta þann daginn og þá var spurningin “vil ég enda þarna í dag”? Svarið var ævinlega “nei” og lending við Kúðafljót var síðasti möguleikinn áður en úthald og nesti þryti. Það var að mínu mati góður kostur, en ég gekk niður að vitanum við Alviðruhamar og neyðarskýlinu þarna neðan við Álftaver fyrir nokkrum árum með Lilju . Ekki kom til greina að opna matarlestina fyrir aftan mig og eiga hættu á að hún fylltist af sjó í ólgunni enda fór oft sjór yfir dekkið. Auk stóru úthafsöldunnar úr SA á hlið mér með reglulegu millibili var það kröpp vindalda úr SV á móti.

2. Nokkri brimskaflar vörðuðu leiðina í land, ég fór út fyrir rif sem braut á og stefndi á miðjan ós Kúðafljóts. Ég lagðist í fyrstu 2-3 skafa með hástuðningi og þeir fóru síðan fram úr mér. Næsti stóri skafl náði að velta mér og ég þurfti þrjár tilraunir til að rúlla aftur upp og sá þá í bak næstu öldu sem hafði farið yfir mig á meðan. Ég get nú loks svarað persónulegri spurningu Örlygs sem hann lagði fyrir mig löngu fyrir ferðina um hvernig mér mundi líða við slíkar aðstæður. Mér leið bara nokkuð vel og var ekki farið að koma til hugar að fara úr sæti mínu, hefði þó getað vandað mig betur en við slíkar aðstæður hættir manni við að gefa réttri beitingu árablaðsins ekki nægan tíma. Næstu skaflar fluttu mig nær landi en útfallsstraumur fljótsins var nú búinn að bera mig af leið út í fjöruna austan við ósinn en þar var brimið eins og ég hafði séð allan daginn. Í stað þess að vera kastað inn í lygnan ós varð endirinn því lendingin á hvolfi með haus og herðar undir bátnum í graut af sandi og sjó, og framhaldið að losa stífa svuntuna með hraði, hlaupa upp í fjöru, með árina og draga til sín bátinn sem næstu öldur vildu leika sé að. Tveir tímar voru enn til lægstu fjöru og sjósetning virtist auðveld vestan við ósinn, þar var brimskjól af rifinu.

3. Þetta gæti orðið löng frásögn en nú stytti ég mál mitt. Símasamband náðist og Gummi Breiðdal gaf veðurupplýsingar, aðeins var fært með ströndinni til hádegis næsta dag og því þvingað að róa um nóttina til Víkur um 40 km. Svaf líklega 3 klst. framundir miðnætti við hlið bátsins, hitað kvöldmat, gerði nesti og bjóst til ferðar. Sjósetning um kl 01 sem var 3 tímum eftir fjöru. Rifið var komið í kaf og brimskjólið horfið, ég fór yfir fljótið og reyndi að komast gegnum öskrandi brimskafl vestan við ósinn en hann náði bátnum á fulla ferð aftur á bak sem endaði eðlilega með því að endastingast í fjörunni.
4. Tækifærið var farið og ég neyddist til að hætta við. Ég lét Gæsluna vita í VHF stöðinni. Ekki var gott að eiga von á að liggja þarna í sandstormi næsta dag og því lagði ég af stað upp fljótið en skýlið er langt upp með ánni, mikið var um grynningar sem hvorki er hægt að róa í né vaða og fremur lygn en þó þreytandi róður þar á milli, Ekki var unnt að hvílast við bakkann því að hann var brattur og alltaf að hrynja úr honum, því fór ég upp á bakkan þar sem ég komst við fyrsta tækifæri. Brimið var enn skammt frá, ég var staddur á löngu flötu nesi eða sandrifi og eftir 3 klst. mundi brimið því ná þarna yfir á flóði, henda bátnum út í fljótið sem mundi bera hann út á haf. Ég dró bátinn því með toglínunni áfram upp eftir og kom honum upp fyrir bakkann um 1 km ofan við ósinn og vona ég að það hafi nægt. Þarna notaði ég árina fyrir skóflu til að gera rauf svo ég næði að draga bátinn upp. Ég var til neyddur að ganga vel frá bát og búnaði og setja vatn, nesti föt og persónuleg muni á bakið og ganga af stað. Þetta reyndust langir 7 km í sandi sem í fyrstu er eins og lausamjöll en smá þéttist síðan. Ég komst að þvi að ég var haltur eftir atganginn, bólginn á hægra fæti og fór því ekki hratt yfir. Lengi sá ég ekki skýlið og var farinn að halda að það hefði verið rifið, enda gamalt. Síðasta hindrunin var læna úr jökulánni sem þóknast að skera nesið frá fastalandinu, full af sandbleytu eftir leysingar og sólbráð á Mýrdalsjökli. Þarna var skýlið 7 km frá stað kayaksins, ég fór inn um kl. 5 að morgni og náði að láta Lilju vita þótt símasamband væri tæpt. Það var gott að leggjast á gólfið í skýlinu og steinsofna í svefnapokanum eftir smá hressingu af nestinu sem átti að duga í róðurinn til Víkur og vita að síðan ætti ég vísan stuðning Ævar og Helgu í Vík, en þau eru tengdaforeldrar Þóru, dóttur okkar Lilju.

Afsakið hvað þetta var langt, en það má læra ýmislegt af því.

Bestu kveðjur,
Gísli H. Friðgeirsson.

PS.: Góð hugmynd hjá Gumma – ég skoða hana.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 júl 2009 06:15 #32 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Það væri við hæfi að Gísli tæki smá stopp undir Eyjafjöllunum á leið sinni því þeir félagar Nigel Foster og Geoff Hunter tóku smá pásu frá róðrinum með suðurströndini og þáðu heimboð ásamt því að taka þátt í heyskap og fleiru þegar bændur í sveitini fundu þá hrakta í tjaldi við ós Holtsár. Nutu þeir þar gestrisni Karls og Önnu á Efstu Grund í vikutíma.

Karl er nokkrum árum eldri en Gísli og fylgist með hringferð hans af áhuga.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 júl 2009 17:56 #33 by Sævar H.
20.júlí 2009

\" Kóngur vill sigla en byr ræður\"


Þegar Gísli kayakræðari ætlaði að leggja upp frá
sandinum við Kúðafljótið kl um 01 aðfaranótt 20.júlí-
þá voru allar aðstæður til sjávarins orðnar mjög
slæmar.

Þrátt fyrir rjómablíðu til lofts og vinda- þá var
sjórinn í úfnu skapi við fjöruna- og brimaði mikinn.

Hvöss norðaustanáttin sem var austar og á hafinu
hafði aukið ölduhæðina úr 0.7 m í 1.7 m á þeim tíma
sem Gísli tók sér hvíldarpásu þarna við Kúðafljótið.

Gísli reyndi að koma kayaknum gegnum brimið en varð
frá að hverfa. Verulegt erfiði var hjá Gísla að koma
bátnum í öruggt var þarna við Kúðafljótið.

Þegar því var lokið tók við 7 km löng ganga að
slysavarnarskýlinu sem þarna er á sandinum og yfir
erfiðar sandöldur að fara. Það var því þreyttur
sjómaður, sem lent hafði í sjóhrakningum, er lagðist
til hvílu í öryggi neyðarskýlisins nú í morgun. Gísli
lét vita um ferðir sínar og stöðu og er nú verið að
sækja hann þarna niður á sandinn. Gísli á gott
heimboð í Vík í Mýrdal þar sem hann mun dvelja þar
til sjóveðri slotar.
Kannski skreppa í höfuðstaðinn ef bið verður á að
veðrinu sloti.

\"Kóngur vill sigla en byr ræður\" er gamalt máltæki.
Það á alveg eins við um Gísla kayakræðara
-hann vildi róa en brim réð för....

Lilja eiginkona Gísla er á leið austur...

Kl.12.30
Ég var að heyra í Gísla nú rétt í þessu þar sem hann
er við neyðarskýlið við Kúðafljótið. Gísli var alveg
ótrúlega hress þrátt fyrir volkið í nótt. Það eru
nokkrar mínútur í að hann verði sóttur á \"strandstað\" .
Gísli var ekki alveg sáttur við aðkomuna að
neyðarskýlinu.

Þar var ekkert vatn að hafa og engar leiðbeiningar um
hvernig ætti að leysa úr því.

Meira síðar...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:30
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 júl 2009 04:38 #34 by Sævar H.
19.júlí 2009

39. róðrarleggur: Kúðafjót í Álftaveri- Vík í Mýrdal

Þessum róðrarlegg er frestað um sinn.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/21 19:15
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 júl 2009 04:28 #35 by Sævar H.
19.júní 2009

38. róðrarleggur: Hverfisfjörur á Skeiðarársandi- Kúðafljót í Álftaveri




Heildarróðrarleið að baki : 1654 km

Eftir eru : 299 km<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/23 16:24
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 júl 2009 16:29 #36 by Sævar H.
19.júlí 2009

38. róðrarleggur: Skeiðarársandur- Álfaver við Kúðafljót


Gísli kayakræðari lagði upp frá Hverfisfjöru á
Skeiðarársandi um kl 4.30 í morgun. Hann er núna kl
9.30 staddur skammt austan við Skafrárós og hefur þá
róið um 23 km í dag.

Gísli stefnir að Meðallandsfjörum og tekur væntanlega land þar.

Hversu langt Gísli rær í dag er óljóst - sennilega
vestur fyrir Kúðafljót í Áftaveri. Veður er gott og
hæg undiralda.

Óvíst er með brim en það gæti verið nokkuð.

Við þær aðstæður er gott að fara inn árósa og lenda
þar... Sennilega ætlar Gísli að lenda við
Eldvatnið...og fá sér smá pásu...

Kl. 18,45 :
Ég var að heyra í Gísla kayakræðara.
Þetta var mjög langur róðrarleggur hjá honum nú í
dag- án landtöku.

Ástæðan fyrir því var mikið brim við ströndina og því
ekki leggjandi í að lenda - svona hvar sem var.
Hann ákvað því að róa allt til ósa Kúðafljóts og
freista landtöku þar.

Og eftir 58 km samfelldan róður kom hann að ósum
Kúðafljóts. Brimið var það sama en aðstæður til
landtöku - þokkalegar.

Þrátt fyrir að hafa ekki farið réttu meginn við ósinn
- heppnaðist landtakan vel.

En erfið var hún.

Nú er verið að skipuleggja framhaldið.
Veður er að ganga í norðanátt.
Það er slæm átt þarna við sandinn- moldrok og fl.

Gísli hefur því hug á að róa allt til Víkur í
Mýrdal og taka þar frídag einn eða tvo.
Gott á meðan veðrið gengur yfir.

Brim við sandana er erfitt viðureignar .
Það getur náð 0,5- 1 km úr frá ströndinni og því
nokkrar öldur sem þarf að kljást við á leið í land.

En eftir að í Vík er komið verða
lendingar framundan léttari og fleiri möguleikar en
við þá strönd sem af er...

Kl. 20.30
Að vel athuguðu máli hefur Gísli kayakræðari ákveðið
að halda áfram róðrinum og ljúka honum í Vík í Mýrdal.

Veður verður gott á þeirri leið alveg fram undir
annað kvöld. Þetta er um 43 km róður. Óvíst er hvenær
nákvæmlega hann leggur af stað. Brimið á að ganga
niður - þannig að allt verður léttara.

Við fylgjumst með á Spotttækinu góða...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:29
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 júl 2009 15:45 #37 by Sævar H.
19.júlí 2009

37. róðrarleggur: Ingólfshöfði- Hverfirfjörur á Skeiðarársandi.



Heildarróðrarleið að baki: 1596 km

Eftir eru : 357 km<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/19 08:47
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 júl 2009 23:19 #38 by Sævar H.
18.júlí 2009

37. róðrarleggur : Íngólfshöfði - Skeiðarársandur.


Ég var nú rétt í þessu að heyra í Gísla kayakræðara
þar sem hann var staddur á hafi utan Skeiðarársands.

Gísli ýtti úr vör frá Ingólfshöfða um kl 15.30 í dag
þ. 18. júlí.
Einar Ingólfshöfða eigandi hafði birgt Gísla upp af
vatni- en á lendingastað var ekkert vatn að hafa.

Gísli náði að hvílast vel eftir róðurinn langa í gær.
Þó var nokkurt basl með að tjalda við komuna vegna myrkurs.
Þannig að Gísli svaf undir berum himni frá kl 2 til
kl 5 í morgun .
Þá var orðið ratljóst til að reisa tjaldbúðir þarna í
sandinum í Höfðavíkinni. Þá vænkaðist hagur Gísla mjög.

Nú stefnir Gísli með Skeiðarársandi og hyggist hann
taka smástopp við neyðarskýlið á sandinum.

Nú er engin Skeiðará að þvælast fyrir lengur- hún
flutti sig yfir í Gígjukvíslina- sem er nú enginn
kvísl lengur.

Markmiðið hjá Gísla kayakræðara er á ná að ósum
Skaftár- neðan Kirkjubæjarklausturs.
Það er um 59 km róðrarleið.
En fleiri staðir eru í boði með skemmri róðrarlengd.

Veður er gott og sjórinn með langri undiröldu.

Nokkuð vel reyndi á brimlendingar hjá Gísla í gær.
Þær tókust vel - en reyndu á alhliða róðrartök....
Kannski öllu heldur róðrarátök...

Gísli lauk róðrinum um kl. 22 þ. 18 júlí á
Skeiðarársandi við Hverfisfjörur sem eru 3 km austan
við útfall Gígjukvíslar. Þar lét Gísli síðan
fyrirberast í nótt. Alls 34 km róðrarleggur.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:28
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 júl 2009 17:17 #39 by Sævar H.
18.júlí 2009

36. róðrarleggur: Höfn í Hornafirði- Ingólfshöfði



Heildarróður að baki : 1562 km

Eftir eru : 391 km

Enn eitt afrekið vann Gísli kayakræðari í gær þann
17. júlí þegar hann réri kayak sínum frá Höfn í
Hornafirði og allt til Ingólfshöfða. Alls um 89 km
sjóleið.

Gísli lagði upp frá Höfn í Hornafirði um kl 6 að
morgni 17. júlí og lenti kayak sínum í Höfðavík
við austanverðan Ingólfshöfða um kl. 01.15 aðfaranótt
þann 18. júlí. Hann var því í rúmar 19 klst á leiðinni.

Tvö stopp tók Gísli á leiðinni . Fyrst við ána Stemmu
og síðan við Jökulsárlónið á Breiðamerkursandi.

Og nú er Gísli kayakræðari kominn að sjálfum
Skeiðarársandi

Nú eru nýjustu upplýsingar þær að Skeiðaráin-
jökulfljótið mikla - sé horfin og renni nú öll í
Gígjukvísl austan við Lómagnúp. Gígjukvísl sé því
orðin að einu megin jökulfljóti landsins... En þarna
fyrir liggur næsti róðrarleggur Gísla kayakræðara...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/18 11:17
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 júl 2009 16:24 #40 by Sævar H.
17.júlí 2009

36. róðrarleggur : Höfn í Hornafirði- Ingólfshöfði ?


Ég heyrði í Gísla kayakræðara um kl 9 þ. 17.júlí.
Hann var þá staddur á hafi úti - um 12 km vestan við
Hornafjörð og í ágætis veðri.

Gísli lagði upp frá Hornafirði um kl 6 .

Við aðkomu og brottför frá Höfn í Hornafirði ráða
flóð og fjara - liggjandinn í Hornafjarðarós.
Þessvegna tók Gísli kayakræðari daginn snemma.

Gísli var mjög kátur með að vera loksins kominn að
\&quot;Suðurströndinni\&quot;

Algjörlega breytt viðhorf á róðrinum og öllum
aðstæðum við landtökur.

Á myndinni frá Ingólfshöfða sést vel hvað smá
öldugjálfur nær langt út - hvað þá ef brim er við
ströndina.
Þetta eru hinar nýju aðstæður.
En Gísli kayakræðari er vel undir þetta búinn.
Veðurútlit næstu daga er Gísla hagstætt.

Á þessum 36. róðrarlegg stefnir Gísli á að taka fyrst
land við Jökulsárlón.
Og ef vel stendur á með flóð- fer hann kannski
uppeftir Jökulsánni...

En það verður að nýta tímann vel þarna við
suðurströndina- meðan veður er gott og komast sem
lengst í hverjum áfanga.

Gísli stefnir því á að komast að Ingólfshöfða og láta
fyrirberast í Höfðavíkinni NA við Ingólfshöfðann.

Frá Hornafirði að Jökulsárlóni er um 53ja km sjóleið.
Frá Jökulsárlóni í Höfðavíkina við Ingólfshöfða er um
34 km sjóleið. Dagleiðin hjá Gísla kayakræðara verður
því mjög löng eða um 87 km sjóleið. Ef áætlun
stenst...

Kl.16 Gísli kayakræðari er nú ný lentur við
ána Stemmu . Það er annað stoppið hjá Gísla í dag.

Gott hjá honum að æfa lendingar á sandinum. Æfinginn
skapar meistarann.

Hann á núna eftir um 3 km í Jökulsárlónið og bara
miður dagur. Gísla hefir gengið róðurinn mjög vel
enda lens og öll þau gæði sem því fylgir- minna
róðarálag t.d og þannig minna puð.

Ég er því bjartsýnn á að Gísli láti fyrirberast við
Ingólfshöfðann í nótt.

Ég set ekki meira inn á síðuna fyrr en í fyrramálið vegna
brottfarar í stutta fjallaferð...

En fylgist með Spottækinu... það er alveg magnað...

Svona til gamans:
Þar sem Gísli lenti í gærkvöldi á Höfn í Hornafirði
var bannað að tjalda- en tjaldstæðið langt inni í bæ
og óhentugt sæfarendum.

Gísli leysti málið. Hann svaf bara í svefnpokanum
undir berum himni, þar sem hann var að kominn.. Það
stóð hvergi að það væri bannað... Kannski bannað næst ?<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:28
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 júl 2009 03:00 #41 by Sævar H.
16.júlí 2009

35. róðrarleggur: Eystra Horn - Höfn í Hornafirði



Heildarróður að baki : 1473 km

Eftir eru : 480 km

Nú hefur Gísli kayakræðari lokið 35. róðrarlegg
sínum.

Hann er lentur á Höfn í Hornafirði.
Um kl 19.15 fór hann um Hornafjarðarósinn.
Fjara var kl 18.35 - þannig að Gisli var á
liggjandanum og því straumlaust.

Heildarsjóleið róðursins var um 42 km og
tók Gísli tvö stopp á leiðinni. Fyrst tók hann
smápásu á Böðvarsskeri og siðar við Stokksnesið - þar
sem hann hinkraði nokkra stund eftir liggjandanum í
Hornafjarðarós.

Þetta er glæsilegt hjá Gísla kayakræðara- að vera
kominn á Höfn í Hornafirði.

Nú verða nokkur umskipti á róðrarumhverfi.

Grýttar fjörur og klettar eru að baki um sinn og við
taka mjúkar sandfjörur sem augað eygir...

Veðurútlit næstu daga sýnist Gísla mjög hagstætt....<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/16 20:19
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 júl 2009 17:27 #42 by Sævar H.
16.júlí 2009

35. róðrarleggur : Eystra Horn- Höfn í Hornafirði


Þegar Gísli kayakræðari leggur úr höfn frá
Hvalneskrók í sinn 35. róðrarlegg á sjóleiðinni
Eystra Horn – Höfn í Hornafirði þá liggur leið með
sandinum mikla sem Jökulsá í Lóni hefur borið fram í
aldanna rás. Sandurinn skilur tvö lón frá sjó,
Lónsfjörð og Papafjörð. Lengd sandsins frá Eystra
Horni í Papós er um 27 km. Jökulsá í Lóni hefur tvö
útföll á sandinum. Annað er fyrir honum miðjum við
Seleyri ,en hitt er við hinn fræga Papós. Við Papós
var fyrsti verslunarstaður í Austur Skaftafellsýslu
eftir að einokun Dana lauk. Þar var verslað á árunum
1861-1897. En þegar hin stóru gufuskip fóru að annast
siglingar þá var Papós of grunnur fyrir þau. Verslun
flyst þá yfir á Höfn í Hornafirði- þar sem enn er
höndlað.

Þegar Gísli kemur að Papós þá hefst leið hans með
Vestra Horni og Stokksnesi . Þarnæst tekur við
Austurfjörutangi og við vesturenda hans er hinn fægi
Hornafjarðarós. Þann ós verða sæfarendur að bera
virðingu fyrir vegna strauma . Gísli verður því að
huga vel að sjávarföllum á leið sinni um ósinn, inn
til Hafnar í Hornafirði.

Það er einmitt á Höfn í Hornafirði sem Gísli
kaykaræðari ætlar að enda sinn 35. róðrarlegg á
hringferð sinni um Ísland á kayak.. einn síns liðs.

Kl. 11.00 þ. 16 júlí lagði Gísli kayakræðari
upp frá Hvalneskrók og stefnir á ströndina utan Papóss
og framan við Vestra Horn...

Kl.13.00 fékk ég SMS frá Gísla - hann var þá
staddur á Böðvarsskeri sem er 2.5 km frá sandinum-
miðsvegar. Gísli er í 10 -12 m/sek vindi og lens.
Hann lætur vel af sér enda yfir 7 km meðalhraði á
róðrinum. Kayakinn er greinilega allur annar eftir
endurhleðsluna á Norðfirði...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:27
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 júl 2009 05:37 #43 by Sævar H.
15.júlí 2009

34. róðrarleggur: Breiðdalsvík - Eystra Horn



Núna kl 22.20 lenti Gísli við hina gömlu höfn sem
fékk löggildingu sem siglingahöfn- árið 1912-
Hvalneskrók

Gísli lagði af stað frá Breiðdalsvík kl 10.30 í morgun
þ. 15.júlí . Gísli átti gott stopp í Papey. Og
á leiðinni frá Papey að Eystra Horni var mikil ferð á
Gísla kayakræðara. Mesti hraði var um 7.8 km/klst. Þá
hefur verið kominn 10 m/sek vindur að baki og góður
fallastraumur með-bullandi lens.

Nú að loknum þessum róðrarlegg er heppilegt að gera
nokkurn leiðarreikning - taka sólarhæð og stinga út
stöðuna. Síðast var það gert við Buðlungahöfn í
Öxarfirði. Ljóst er að Gísli hefur tekið tvo króka á
þessari leið. Annar var inní Loðmundarfjörð og hinn
ínn í Breiðdalsvík. Þessi frávik gera aukalega um 20
km róður. Það er því nauðsynlegt að draga þá km frá
því sem eftir er í Geldinganesið...

Staðan er því þannig núna við Eystra-Horn :

Heildarróður að baki : 1431 km

Eftir eru : 522 km

Síðan er það 35. leggur á morgun til Hafnar í
Hornafirði. Það hefur sinn tíma...:P<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/15 23:13
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 júl 2009 17:09 #44 by Sævar H.
15.júlí 2009

34. róðrarleggur : Breiðdalsvík- Eystra Horn


Nú er Gísli kayakræðari, um kl 10.30 ,að leggja í 34.
róðrarlegg á leið sinni umhverfis Ísland. Hann áætlar
að róa frá Breiðdalsvík og a.m.k að Eystra Horni við
Hvalnes og austurenda Lónsfjarðar.
Myndin er af líklegum lendingarstað Gísla við
Hvalnesið

Sjóleiðin er um 54 km löng og liggur með þverun
Berufjarðar og með Þvottáreyjum að Hvalnesi undir
Eystra Horni. Veður er núna á þessum slóðum hið besta
2-4 m/sek NA en bætir í vind með kvöldinu - gæti
farið í um 10 m/sek.
En Gísli verður í vari af landinu en gæti fengið sviftivinda vegna
fjalllendisins-öðru hverju.
Nú er Gísli betur búinn með kayakinn en fyrr
til að taka á sig vindstrengi- óvænta.
Dekklestin er farin og stöðugleikinn allur betri en
fyrr.

Eystra Horn og fl.

Þetta er merkisstaður Eystra Horn. Fjallið sjálft er
að mestu úr gabbroi. En það er fleira. Fundist hefur
gull,silfur ,kvikasilfur og fleiri málmar í
fjallinu. Upphaflega hét fjallið Hvalneshorn- en
Eystra Horn var þá nafnið á því fjalli sem nú er
kallað Vestra Horn og er austan Hornafjarðar. Horn á
Hornströndum var þá kallað Vestra Horn.
Svona þvælast hin merkustu nöfn og kennileiti
landshornanna á milli.

Úr Hvalneskrók , sem við sjáum í krikanum á
myndinni við sandinn og Hvalnesið, var mjög stutt að
sækja á auðug fiskimið.

Norðlendingar fóru þangað á vertiðir á 15. öld og
fóru þá þvert yfir hálendið og um Víðidal- sennilega
gangandi.

Hvalneskrókur var löggilt siglingahöfn 1912 og viti
þar reistur 1954.

Þannig að Gísla kayakræðara eru allar sjóleiðir færar
þarna um.

Tyrkir gengu á land á Hvalnesi 1627 ,en fólkið var
svo heppið að vera í seli og slapp því með
skrekkinn- en Tyrkir rændu eigum og spilltu búi...

Síðar kom í ljós að Tyrkir þessir voru sennilega
Evrópubúar.... en Tyrkir skulu þeir heita...

Papey kl. 17.15

Ég var að heyra í Gísla kayakræðara nú í þessu. Hann
er staddur í Papey sem liggur 8 km ASA við Djúpavog.
Gísli ætlar að hafa stutt stopp í Papey. Nokkuð er um
ferðamenn í eynni sem fluttir eru frá Djúpavogi.

Veður er mjög gott til vinda og sjávar. Gísli lét
þess getið að hann hefur ekki sofið í tjaldi síðan
hann var á Langanesi.
Hann gisti í húsi í Bjarnarey og síðan í Loðmundarfirði.
Í Loðmundarfirði gisti hann í boði Pálma Ben sem á
þar eignatengsl í Sævarendum- ekki Ingólfur á
Breiðdalsvík-beðist er velvirðingar á þeirri missögn
hjá mér.

Síðan gisti Gísli í tvær nætur í húsi á Norðfirði og
að lokum hjá Ingólfi og Helgu á Breiðdalsvík sl.
nótt.

Gísli er þakklátur fyrir alla þessa velvild hjá Austfirðingum.

Kayakinn er allur annar eftir að dekklestin var
fjarlægð og báturinn endurlestaður...

Meira seinna í kvöld...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:26
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 júl 2009 06:37 #45 by Sævar H.
14.júlí 2009

33. róðrarleggur : Norðfjörður- Breiðdalsvík



Heildarróðrarleið að baki : 1378 km
Eftir eru : 555 km

Nú hefur Gísli kayakræðari lokið sínum 33 ja
róðrarlegg .
Sjóleiðin lá frá Norðfirði og til Breiðdalsvíkur- 65
km að lengd. Tvær tilraunir varð Gísli að taka til
að komast frá Norðfirði. Slæmt veður og mikill sjór
hamlaði þeirri fyrri.
Ekki vafi á að vera Gísla þarna á Norðfirði hefur
orðið góður grunnur að róðri hans fyrir „Sandana
miklu“ frá Hornafirði til Þorlákshafnar. Kayakinn
,búnaður og lestun var yfirfarið. Dekklestin á aftur
lúgunni hafði verið Gísla til trafala alla ferðina-
bæði gagnvart vindálagi svo og stöðugleikatilfærslu.

Við allt þetta naut Gísli aðstoðar kayakmanna í
Norðfirði... Gísli ýtti úr vör á Norðfirð um kl 8
þann 14. Júlí. Allir firðir voru þveraðir , milli
ystu annesja: Norðfjörður,Reyðarfjörður
(Eskifjörður), Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður. Og
Gísli lendir síðan við Selnes á Breiðdalsvík um kl 21
. Tvö stutt stopp tók Gísli á leiðinni – eitt 6 km
norðan við Gerpi og síðan í Andey í mynni
Fáskrúðsfjarðar...

Eins og fram hefur komið átti Gísli kayakræðari
heimboð hjá Ingólfi og Helgu á Breiðdalsvík.
Og Gísli gistir hjá þeim á Breiðdalsvík í nótt

Samkvæmt veðurlýsingum hefur Gísli fengið stillt og
gott veður á leiðinni.
Og vel miðar honum róðurinn umhverfis Ísland.

Nú er hann kominn inná veðursvæði
„Suðausturland\&quot;- sem nær frá Breiðdalsvík að
Sólheimasandi vestan Dyrhólaeyjar...

Meira á morgun...:P<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/15 17:43
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum