10.júní 2009 kl.9.00
Við skildum við kayakræðarana Gísla H. og Andra þar sem þeir voru nýlentir í fjörunni neðan við tjaldstæðið í Flatey á Breiðafirði-um kl 23.30 þann 9.júní eftir velheppnaðan róður frá Stykkishólmi.
Langtímakayakróðrar:
Það er ekki bara að sitja í kayaknum og róa klukkutímum saman, því landtaka getur reynt á . Fjörur misgóðar , allt frá mjúkum skeljasandafjörum í stórgrýti. Og síðan er það þessi mikli munur á flóði og fjöru eða allt að 4 metra hæðarmunur í Breiðafirðinum.
Það er ekki alltaf hægt að koma á náttstað á háflóði.
Það er því viðbótar erfiði að draga þungan kayakinn upp fjörurnar og upp fyrir sjávarborð flóðs og síðan að setja á flot að morgni .
En að róa á kayak með ströndum landsins er sjónarhorn sem ekki margir upplifa og er í raun ólýsanlegt ævintýri - slíkt er náttúrufarið..
Flatey:
Þrándur mjóbeinn nam eyjar vestan Bjarneyjaflóa og bjó í Flatey, segir Landnáma.
Flatey er mjög sérstök meðal Breiðafjarðareyja. Hún er stærst af Vestureyjum, landnámsjörð, höfuðból,
heimkynni Flateyjarbókar, verslunar og samgöngumiðstöð, útgerðarbær og magt fleira frá fyrri tíð.
Skáldin hafa slegið henni gullhamra; Matthías Jochumsson, Sigurður Breiðfjörð, Vatnsenda-Rósa, Laxness, Þórbergur og Jökull og fl.
Fyrir botni Grýluvogs er gamla “kauptorgið” eða “Plássið”. Þar standa gömul og virðuleg hús frá gullöld Flateyjar. Húsunum er einkar vel viðhaldið og eigendum til mikils sóma
( Tilvitnanir í Árbók FÍ , Á Bj )
Hús frá gullaldartímum Flateyjar
Og um hádegisbil áætla þeir félagar Gísli H. og Andri að halda frá Flatey og til Brjánslækjar á Barðaströnd. Þangað er um 22 km róður. Væntanlega verður Hergilsey heímsótt sem og fleiri eyjar á leiðinni. Veður er mjög gott - hæg vestanátt.
Kl.11.50
Var í símasambandi við Gísla kayakræðara nú rétt í þessu. Þeir félagarnir voru að setja á flot í Flatey og stefna nú á Hergisley og að ná Baldri á Brjánslæk fyrir brottför kl. 18 í kvöld.
Eftir að þeir yfirgáfu Bjarneyjar í gærkvöldi fór að versna í sjóinn, eins og ég hafði reyndar spáð fyrir í gær, vegna mikils vindstrengs inni í Gilsfirði eftir hádegi í gær. Það var veruleg hliðaralda og nokkuð erfitt sjólag.
En svona er veðráttan í okkar fjöllótta og fjörðumskorna landi. Nú er gott veður hjá þeim og sjólag. Þeir eru báðir hinir sprækustu...
Kl 16.30 :
Þeir róðrarfélagar Gísli og Andri hafa nú lokið þverun Breiðafjarðar . Leiðinni frá Stykkishólmi í Brjánslæk á Barðaströnd. Alls um 57 km leið. Að lokinni hvíld áætlar Gísli að halda áfram vestur með Barðaströndinni en Andri kveður að sinni og fer með Baldri í Hólminn...
Meira síðar í kvöld og þá uppfært kort af staðsetningu Gísla kayaræðara við lok 9. legg hringróðursins...
<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/10 16:53