5.júní 2009 kl. 09.40
Eftir liðlegan 42 km  róður í gær í góðu veðri og sjó lenti Gísli kayakræðari í Dritvík  á Snæfellsnesi.
Erfitt var um símasamband þar þannig að Gísli kom boðum um talstöð til Landhelgisgæslunnar um stöðu sína. Landhelgisgæslan hafði síðan samband við eiginkonu Gísla, Lilju, og fréttir bárust til okkar hinna.
Þannig að fjarskiptatæknin er í góðu lagi . Þó einn þáttur bregðist tekur annar við.  Nú er SPOT gpstækið aftur farið að sýna með eðlilegum hætti  staðsetningu og framvindu róðursins í beinni útsendingu.
Nú hefur Gísli kayakræðari lagt að baki rúmlega 170 km . leið af sínum hringróðri .
Nokkuð er fjallað um hringferð Gísla í Mogganum í dag 5. Júní  og ferðinni gerð góð skil í stuttu yfirliti.
Og nú er fimmti leggur ferðarinnar að hefjast.  Nú er það lokaáfanginn fyrir Jökul.  Veðurspáin fyrir svæðið er góð ,sunnan 5 m/sek og sjólítið.
Það verður því ágætt að róa með Svörtuloftum og fyrir Öndverðarnes  en það er erfiðasta  sjóleiðin fyrir Jökul.  Ástæða þess er að þarna er mjög þverhnípt neðansjávar , en  við Svöruloft  snardýpkar niður í Kolluál þar sem dýpið er um 300 metrar  . Þessvegna skapast þarna  erfitt sjólag  sé á annað borð ólga á hafinu .  Þessi erfiði hluti leiðarinnar með Svörtuloftum  og fyrir Önverðarnes    er um 4 km.kafli
Þegar komið er fyrir Önverðanes er stutt í Skarðsvíkina og góða skeljasandsfjöru  til  landtöku og hvíldar.
Eins og Eymi fjallar um hér að framan með að jörðin nötri undir fótum þegar staðið er þarna á Neshrauninu nálægt hafinu  þá er það þekkt á svona hraunsvæðum að hellar og neðanjarðarsvelgir  ná langt undir hraunið frá sjó og því miklir kraftar að ryðjast um og hraunið nötrar.
Í Straumsvík við Hafnafjörð er einn svona neðasjávarhellir undir verksmiðjusvæðinu og þurfti að fjarlægja einn af þremur  stóru súrálsgeymunum  vegna þess að það lenti óvart hálft yfir hellinum og fór að halla... (smá fróðleiks útúrdúr)
En nú er beðið frétta frá Gísla sjálfum ...
Samkvæmt staðfestum fréttum er Gísli kayaræðari nú á Rifi á Snæfellsnesi eftir róðurinn frá Dritvík.
Ekkert símasamband var fyrr en hann kom norður fyrir nesið.  Einnig var síminn  orðinn orkulítill- alveg öfugt við Gísla- næg orka þar.
Ferðin gekk mjög vel en skuggaleg þóttu honum björgin miklu á leiðnni einkum Svörtuloft- enda bera þau nafn við hæfi
Ekki hef ég heyrt frá Gísla í kvöld- en ljóst er að hann er farinn frá Rifi og er núna kl 23.40 á róðri innan við Ólafsvík,djúpt úti og stefnir á Búlandshöfða.
Nú er harður aðfallstraumur inn Breiðafjörðinn og Gísli er að nýta hann...

Meira á morgun...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/06 09:41