Á kayak umhverfis Ísland

24 jún 2009 07:19 #106 by Sævar H.
23.júní 2009

19. róðraleggur Reykjafjörður - Munaðarnes



Leiðrétt kort . Rétt leið samkv. Gísla kayakræðara

Heildarróður Gísla er nú 684 km.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/24 08:43
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jún 2009 06:53 #107 by Sævar H.
Síðu eytt<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/24 00:17
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jún 2009 03:06 #108 by Sævar H.
23.júní 2009

Uppgjör við óbyggðaróðurinn um Hornstrandir

Ég var á fiskveiðum á innanverðum Faxaflóa þegar síminn hringdi kl 14.30 í dag.
Gísli kayakræðari var í símanum.
Hann er nú staddur í Norðurfirði við Munaðarnes í skála Ferðafélags Íslands sem þar er.
Gísli var alveg fjallhress .

Það er hreint nautnalíf sem hann býr við þarna. Sundlaug og heitur pottur. Býr í upphituðum skála og sefur í rúmi með dýnu.
5 stjörnu aðstæður miðað við síðustu þrjár nætur.

Við fórum yfir róðurinn frá því hann fór frá Bolungavík í Djúpi og þar til hann lenti í Norðurfirði kl 4 í morgun.

Allan þann tíma hafði ég ekkert samband við Gísla og því alveg háður SPOT tækinu hjá honum svo og veðurupplýsingum héðan og þaðan sem ég varð síðan að notast við til að finna út veðrið hjá honum. Sviftivindarnir komu mér ekki á óvart.
Við samanburð á því sem ég rek róðrana frá degi til dags – ber öllu alveg órtúlega vel saman við hans raunveruleika.

Straumurinn við Straumnesið var öflugur og náði inn undir Rekavík bak Látur .
Einnig fékk hann fínan straum frá Fljótavík að Horni .
Veðrið á Hornbjargsvita var rjómablíða kl 9 um morguninn - en breyttist fljótt eftir það .

Ekki gat ég séð þegar hann safnaði netadræsum saman í Smiðjuvík og bjó sér ágætis rúm þarna í fjörunni og lagði sig meðan verstu rokhviðurnar gengu niður .
Þar hitti hann einnig á ábúanda í Bolungavík á Ströndum sem þarna var á bát sínum. Gísli heimsótti hann síðan þegar róður lá með Bolungavík.

Gisting í Reykjafirði á norður Ströndum var fín.
En þegar fyrir Geirólfsgnúp var komið byrjðu sviftivindarnir fyrir alvöru.

Gísli tók land við Skaufasel í Bjarnafirði – fór þar uppá hól og náði símasambandi þaðan. Ekki á Skjaldabjarnarhálsi eins og kemur fram hjá mér.
Þarna sýndi GPS tækið ekki merki vegna fjalllendis.

Frá Drangavík- gamli bærinn sem fór í eyði 1947

(mynd: Sævar H.)

Róðurinn allt í Drangavík var afar erfiður vegna sviftivinda af fjallendinu – stundum hreinir hvirfilvindar.

Gísli þurfti að gæta mikillar varúðar til að fjúka ekki á hvolf. Hann tók síðan land í fjörunni við gamla Drangavíkurbæinn (mynd) en ekki á Drangavíkurhólmum eins og ég tilgreini.
Þar plataði Gps tækið aftur- missti merki. Að öllu öðruleyti bar lýsingu og raunveruleika saman- sem er gott mál.

Og nú nýtur Gísli lífsins og listisemda í Norðurfirði við Munaðarnes.
Hann ráðgerir að róa í kvöld eða fyrramálið að Gjögri .
Hann á von á þremur knáum róðrarfélögum þangað .
Þeir ætla að þvera Húnaflóann með honum frá Gjögri á Ströndum í Kálfshamarsvík á Skaga um 42 km .róður . Þessir knáu ræðarar eru að því best er vitað: Páll Gestsson, Guðmundur Breiðdal og Örlygur Steinn<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/24 00:37
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jún 2009 16:48 #109 by Sævar H.
23.júní 2009
19. róðrarleggur Gísla kayakræðara- Strandir

Það tók tímann sinn hjá Gísla kayakræðara að róa 19. legg róðursins á leið sinni umhverfis Ísland.
Hann lagði upp frá Reykjafirði á norður Ströndum kl. um 12.30 í gær þ. 22. júní og lauk róðrinum í Norðurfirði við Munaðarnes í Árneshreppi kl 04.10 aðfaranótt 23, júní 2009 eftir 49 km róður.

Nú er Gísli kominn í góðar aðstæður til hvíldar þarna á ferðamannastaðnum í Norðurfirði- ekki skemmir að hafa Krossaneslaug við hliðina.
Eins og fram kom í pistlinum í gær var vindur einkar erfiður meginn hluta leiðarinnar.
Sterkir sviftivindar skullu á Gísla á hlið .
En þannig háttar til í bröttu fjalllendi þegar vindur stendur af landi- hann herðir mjög á sér hlé meginn. Við þekkjum þetta hér sunnan heiða við Hafnarfjall og á Kjalarnesi.
Nú er Gísli aftur kominn til byggða eftir róðurinn um óbyggðir Hornstranda.

Gísli tók sé góðan hvíldartíma í Drangavíkurhólmum og síðar um kvöldið utan við Engjanes í Eyvindarfirði.

Engjanes í Eyvindarfirði
Í september 1787 strandaði Skagastrandarkaupskipið þarna í norðanbyl á leið til Danmerkur.. Allir 9 skipverjarnir fórust, en góssinu úr skipinu var bjargað á land- saltkjötstunnur og prjónales.
Útaf þessu urðu eftirmálar vegna þjófnaðarákæru af hálfu sýslumanns, en hann réttaði þarna blindfullur. Málinu lauk með því að sýslumaður var settur af 1790 vegna þessa klúðurs.
Einnig blandaðist inní málið að sýslumaður hafði verið Fjalla-Eyvindi og Höllu hliðhollur meðan þau dvöldust þarna um hríð.

En nú styttist í Gjögur í Árneshreppi sem er nú skamman róður frá Gísla. Þar verður tekin ákvörðun um hvort þvera skuli Húnaflóann yfir til Norðurlandsins- það eru 41 km og yfir úthaf að fara-kannski fær hann samróður eins eða fleiri ?<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/24 08:41
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jún 2009 21:38 #110 by Sævar H.
22.júní 2009

19. róðrarleggur Gísla kayakræðara- um Strandir

Og nú er Gísli kayakræðari lagður upp í sinn 19. róðrarlegg á ferð sinni umhverfis Ísland.
Um kl 12.30 ýtti hann úr vör í Reykjafirði á Ströndum þar sem hann lét fyrirberast í nótt.


Nú er stefnan í suð austur. Hæg breytileg átt og hiti 4-8 °C sem sagt gott róðraveður.
Gæti verið hæg undiralda en sjólaust.
Öll skliyrði til góðrar hvíldar hafa verið Gísla hliðholl þarna í Reykjafirði- m.a góð sundlaug.
Nú liggur leið með skemmtilegri strandleið þar sem Drangaskörðin og Drangavíkin eru helstu perlurnar.

Líklegt er að Gísli stefni á að róa allt að Gjögri í Árneshreppi á þessum róðrarlegg. Heildarróðurinn í dag gæti því orðið um 53 km nái hann að þvera sem mest fyrir flóa.

Strandir:
Helsta einkenni norður Stranda er hinn mikli rekaviður sem er í öllum fjörum og sjávarbökkum. Selur er einnig einkennandi- þó hefur honum fækkað-hvað sem veldur.
Æðarvarp er mikið . Og refurinn á þar griðland.
Um aldir var það rekviðurinn sem voru eftirsóttustu verðmæti Strandanna. Biskupsstólar áttu þar sterk ítök.
Á sumrum voru farnar rekaviðarferðir norður á Strandir, víða að af landinu.
Mikið var um flutninga á rekadrumbum yfir í Ísafjarðardjúp og þá með hestum . Þá var farið að hluta yfir Drangajökul.
Selur og æðarfuglinn voru miklar nytjar svo og vinnsla úr rekaviði.
Hákarlaveiðar voru mikið stundaðar einkum frá Ófeigsfirði..

Kl 20.30
Gísli er nú staddur í Drangavík á Ströndum . Hann náði GSM sambandi í dag frá Skjaldabjarnarvík eftir að hafa lagt á sig fjallgöngu upp á Skjaldabjarnarháls sem er sunnan í Geirólfsgnúpi.

Allt gott að frétta af Gísla. Þó veður sé í raun gott þá eru talsverðir sviftivindar sem koma niður fjallaskörðin þarna.
Það er sunnan átt 5-8 m/sek en þegar vindurinn brunar niður fjöllin herðir hann á sér og getur farið í 15-20 m/ sek um stund. Þetta hefur tafið róðurinn hjá Gísla í dag . Þannig að óvíst er hvar hann lætur fyrirberast í nótt- kannski í Munaðarnesi ?

Meira síðar...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:06
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jún 2009 05:07 #111 by Sævar H.
21.júní 2009

Við lok á 18 róðrarlegg Gísla kayakræðara



Gísli kayakræðari er nú í Reykjafirði á Ströndum og hefur lokið við 18. legg á róðri sínum umhverfis Ísland.

Alls hefur Gísli nú lagt að baki um 635 km frá því hann lagði af stað frá Geldinganesinu í Reykjavík þann 1.júní 2009<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/21 22:14
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jún 2009 04:57 #112 by Sævar H.
síðu eytt<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/21 22:03
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jún 2009 16:55 #113 by Sævar H.
21.júní 2009

Kort af 17. legg róðrar , Fljótavík-Hornvík



Á kortinu er 17. leggur á róðri Gísla kayakræðara -frá Fljótavík að Horni í Hornvík.

Það má lesa ýmislegt út frá þeim upplýsingum sem SPOTtækið skráir. T.d að Gísli hefur róið leiðina Fljótavík - Hornvík í einum áfanga án landtöku á leiðinni.
Hann hefur verið 4 klst og 30 mín að róa þessa 28 km vegalengd.
Meðalhraðinn hefur verið 6.2 km/klst.
Góð æfing hjá Gísla fyrir þverun Húnaflóa....:P<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/21 10:22
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jún 2009 15:59 #114 by Sævar H.
21.júní 2009

Gísli kayakræðari lagði af stað kl. 4.30 í morgun þ. 21.júní frá Horni í Hornvíkinni, en þar lét hann fyrirberast frá því kl 18.45 í gærkvöldi.

Hann er núna þegar þetta er ritað kl 09 þvert af Hornbjargsvita.
Verður er eins og best verður kosið, Það er hæg NA gola 1-3 m/sek og sennilega ljúf umdiralda á skutinn.

Eitt af einkennum Hornstrandanna er að þar er oft gott á róa yfir nóttina. Nú eru sumarsólstöður og sólin því komin hátt á loft núna hjá Gísla.

Samkvæmt SPOT tækinu var róðurinn hjá Gísla í gær frá Fljótavíkinni og allt að Horni í Hornvík- án landtöku og hvíldar.
Hann var á sjó alla þessa 28 km leið.

Og nú er róðrarleiðin 20 km án landtöku- frá Horni og í Barðsvík.
Í þessum rituðum orðum er hann hálfnaður á leið sinni í Barðsvík.

Björgin miklu

Björgin miklu , Hælavíkurbjarg og Hornbjargið voru matarkistur byggðanna á Hornströndum . Fjárbúskapur var lítill en fiskveiðar verulegar.
Björgin voru samt það sem treyst var á einkum með kjötmeti af bjargfugli.

Á vorin var farið í björgin eftir eggjum og var þá sigið í kaðli niður á sillur í bjarginu.
Síðan var gengið eftir sillunum og þræðingum og egg týnd í bakpoka sem sigmaður hafði yfir axlirnar.
Á bjargbrúninni var hópur manna sem annaðist bjargfestina - að slaka sigmanni niður í bjargið og hífa hann upp með eggjafenginn.

Síðar þegar ungar voru uppkomnir en ennþá í bjarginu var farið í bjargið til fuglaveiða.
Nú notaði sigmaðurinn sömu aðferð og við eggja tökuna áður, en var nú vopnaður snöru sem fest var á stöng- fuglinn var snaraður.
Eggin voru borðuð ný á vorin en fuglinn var saltaður til vertrarbirgða… Einnig var hvoru tveggja sett í súr til vetrargeymslu.

En það voru fleiri en mannfólkið sem nýtti sér eggin úr bjarginu.
Mikið af eggjum hrundi úr hreiðrunum af ýmsum orsökum og í sjóinn fyrir framan björgin.
Og þar biðu stór lúðurnar í sjónum undir bjarginu og úðuðu í sig þessu hnossgæti…
Slysfarir voru alltaf nokkrar – menn hröpuðu eða steinar fellu ofan úr bjarginu og á sigmennina oft með alvarlegum afleiðingum. Hún var hörð lífsbaráttann þarna...

Meira af róðrinum

Samkvæmt SPOT tækinu er Gísli búinn að vera í Smiðjuvík frá kl um 10.30 . Það gengur yfir vindstrengur af vestri um 8 m/sek en fer uppí 14-16 m/sek þegar hann kemur niður af fjöllunum þarna. Smiðjuvík er norðan við Barðsvíkina- nes á milli. Þessi vindstrengur gengur yfir um og eftir hádegi- Gísli er að bíða hann af sér núna...sunnan megin í Sigluvíkinni...

Kl 18.12 lenti Gísli kayakræðari í Reykjafirði á Ströndum eftir um 40 km róður frá Hornvík á Hornströndum.
Ekkert símasamband er við Gísla og því engar persónulegar fréttir af honum.
Sennilega lætur hann fyrirberast í Reykjafirði í nótt- enda öll aðstaða þar góð.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:05
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jún 2009 20:09 #115 by Sævar H.
20.júní 2009

Róðrarleið Gísla kayakræðara á 16. legg Bolungavík- Fljótavík



Eins og fram kom á pistlinum í gær þ. 19. Júní þá lét Gísli kayakræðari fyrirberast við Atlastaði í Fljótavík á Hornströndum að loknum 40 km róðri..

Nú er ekkert GSM samband við það svæðið sem Gísli er staddur á og verður ekki fyrr en hann er kominn á Strandir – kannski í Reykjarfirði.
En hann hefur VHF talstöð sem fullnægir fjarskiptasambandi hans.

Róðurinn frá Bolungavík í Fljótavík var skipulagður í nánu samráði við Halldór Sveinbjörnsson kayakræðara á Ísafirði og okkar reyndasta kayaræðara. Hann gjörþekkir allar aðstæður til kayakróðurs um Hornstrandir og Strandir .

Greinilegt er á kortinu sem sýnir róðrarleið Gísla og þann tíma sem hann tók sér í ferðina að hann hefur farið nákvæmlega að leiðsögn Halldórs og allt gengið vel.

Veður var ágætt en nokkur undiralda á hlið eftir að komið var fyrir Straumnesið.
Halldór ráðlagði Gísla að leggja ekki af stað fyrr en um kl 16 í dag vegna strauma og vinds og fara þá ekki lengra en í Hornvíkina.
Það yrði því um 28- 30 km róður nú í dag.
Það er mikilvægt fyrir Gísla að hafa róðurinn ekki lengri í dag.

Áfanginn úr Hornvík í Barðsvíkina er kröfuharður.
Enginn hvíldarstaður á þeirri leið og því mikilvægt að vera vel hvíldur fyrir þann áfanga- að mati Halldórs Sveinbjörnssonar.

Róðrarleið Gísla mun því í dag liggja úr Fljótavíkinni með og fyrir Kögur og fyrir “Víkurnar” Kjaransvík, Hlöðuvík og Hælavík síðan með stefnuna á Hæl sem er norður útvörður Hælavíkurbjargs.
Síðan liggur leiðin suður með Hælavíkurbjargi og inn í Hornvíkina.

Hann hefur síðan val hvort hann nemur land á eyðibýlinu Horni eða fer alveg inn á Hafnarsand þar sem tjaldstæðið er.
Það er spurning um að spara sér auka róður…

Veðurspáin fyrir Hornstrandirnar í dag er sú að það lygni mjög upp úr kl 16 og verði logn með kvöldinu.
Undiraldan er að ganga niður en verður samt nokkur á hlið – 1,2 m ölduhæð og tíðnin 5,9 sek samkv. veðurdufli 10-15 km vestur af Aðalvík..

Straumur fyrir Kögur er mun vægari en fyrir Straumnesið auk þess sem fallið verður Gísla hagstætt eftir kl 16 .

Nú er að fylgjast með SPOT tækinu og sjá hvort Gísli fylgi þessum ráðum sem hafa verið tíunduð hér að framan…

Nú kl 18.45 hefur Gísli kayakræðari tekið land í fjörunni undan eyðibýlinu Horn í Hornvíkinni.
Það munar hann um 6 km róðri í plús að hafa ekki farið inn á Hafnarsand þar sem tjaldstæðið er.
Hann hefur róið um 28 km frá Fljótavík nú í dag.

Nú er stóra spurningin - heldur hann áfram í kvöld eftir hvíld á Horni ?
Það er þá samfelldur róður fyrir Hornbjargið og allt til Barðsvíkur.
Það er um 20 km róður frá Horni í Barðsvík...
Veður á Hornbjargsvita nú er 1-2 m/sek .
Undiraldan er að jafna sig út- og miðnætursólin á lofti... ég held að Gísli haldi áfram.. en sjáum til.

Fylgjumst með á SPOT tækinu<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/08/23 22:19
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jún 2009 23:45 #116 by palli
Replied by palli on topic Re:Á kayak umhverfis Ísland
Nú er skv. spot tækinu Gísli kominn langleiðina yfir Djúpið og gengur vel sýnist manni. Dóri sendi nokkrar myndir í viðbót af brottför Gísla frá Bolungarvík og er þær að finna hér . Það er hægt að taka undir það að Gísli verður á mögnuðum slóðum næstu daga og gangi honum allt í haginn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jún 2009 21:35 #117 by Sævar H.
19.júní 2009
Upphaf á þriðja kafla róðurs : Bolungavík-(ekki alveg ákveðið)

Núna rétt í þessu kl. 13.45 þann 19. júní 2009 er Gísli kaykræðari að róa út úr hafnarmynninu í Bolungarvíkurhöfn á leið sinni umhverfis Ísland, á kayak, og er því að hefja kafla þrjú á þessari löngu ferð.

Frá Ósvör í Bolungavík - Ritur í fjarlægð



Veður er gott og sjólag nokkuð gott. Þó er smá innlögn þar sem veruleg alda er enn á hafinu eftir stífa norðanátt að undanförnu.

Og nú stefnir Gísli kayak sínum fyrir Ritinn og íhugar að láta fyrirberast í Fljótavíkinni í nótt .

Halldór Sveinbjörnsson á Ísafirði hafði samband við undirritaðann og upplýsti að róður Gísla kayakræða um og fyrir Hornstrandirnar yrði með velvild Ísfirskra kayakræðara.
Við vitum að því fylgir allt frá A-Ö , sem Gísla kann að koma að gagni á róðri sínum um þetta magnaða svæði sem Hornstrandirnar eru.

Eins og Halldór orðaði það : Það er einhver mikil \&quot;karma\&quot; yfir þessari kayakferð Gísla- enginn hefur fram að þessu átt þvílíku veður og sjóláni að fagna á ferð sem þessari, eins og Gísli kayakræðari.
Undir það er tekið og vonandi verður framhald á því.

Veðurútlit framundan er ferð Gísla hagstætt- sem fyrr.
Að mínu mati er Gísli kayakræðara núna að róa um einn magnaðsta landshluta Íslands- Hornstrandirnar.

Sá maður sem gert hefur Hornströndum ,landsháttum og lífi fólksins sem þar bjó, best skil með riti sínu „Hornstrendingabók „ er Þórleifur Bjarnason,rithöfundur og námsstjóri (1908-1981)

Þórleifur var fæddur og uppalinn í Hælavík sem er vestan Hælvíkurbjargs á Hornströndum. Hann ólst þar upp í skjóli afa síns og ömmu. Alveg mögnuð saga sem sögð er í Hornstrendingabók og einstaklega vel rituð. Lesið hana.

Gísli er nú að þvera Ísafjarðardjúpið og kemur fyrst að Rit sem er útvörður Aðalvíkur í suðri og Grænuhlíðar í Ísafjarðadjúpi.
Grænahlíðin er mjög þekktur staður meðal eldri togarasjómanna . Í hvössum norðanáttum og þeim hafsjóum sem þeim fylgdu á þessu norðlæga fiskisvæði- leituðu togararnir tíðum landvars undir Grænuhlíðinni- biðu af sér veðrið.

Róðrarlengd Gísla frá Bolungarvík og þvert af Ritinum er um 22 km.
Þegar fyrir Ritinn er komið blasir Aðalvíkin við.

Þar var veruleg byggð sem öll fór í eyði árið 1952. Mikið útræði var fyrrum frá Aðalvík og var aðalverstöðin í Skáladal skammt fyrir innan Ritinn en þaðan var stutt á hin þekktu Kvíarmið.

Og ef Gísli þverar Aðalvíkina þá er það um 8 km róður. Þá setur hann stefnuna á Straumnesvita.

Skammt innan við Straumnesvitann liggur ennþá í fjörunni flakið af Goðafossi sem strandaði þarna árið 1916 .
Bændur frá Látrum í Aðalvík björguðu áhöfn og farþegum við erfiðar aðstæður. Hluti af skrokknum og gufuketillinn er enn sjáanlegt.

Mikil straumur er við Straumnesið en sjómenn fara þétt með landinu til að forðast straumkastið
Þegar fyrir Straumnesið er komið blasir útvörður Fljótavíkur við í norð austri ,Kögur, svipmikið fjall.
Við Straumnesið að NA er Rekavík bak Látur og í framhaldi hennar er síðan Fljótavíkinn og austar.

Væntanlega lætur Gísli kayakræðari fyrirberast í nótt við Atlastaði undir Kögri– en þar er m.a slysavarnarskýli.

Frá Straumnesi að Atlastöðum, undir Kögri ,er um 10 km róður

Heidarróður dagsins hjá Gísla kayakræðara gæti því orðið um 40 km .

Nóg í bili...

Og núna kl 23.38 lenti Gísli kayaræðari í Fljótavíkinni framan við slysavarnarskýlið undir Kögri. Frábærlega vel af sér vikið hjá Gísla...
SPOT tækið vinnur vel ,en eins og öll gps tæki þá eru þau viðkvæm fyrir fjalllendi... en góð samt.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/21 08:44
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jún 2009 21:46 #118 by Steini
Þá er met fallið!; vinsælasti þráður Korksins frá upphafi er nú þessi spennandi umfjöllun \&quot;Á kayak umhverfis Ísland\&quot;. Póstar nú 59 og 4838 hafa litið við. Gamla metið er frá 2007, en það var um hringferð þeirra Freyju og Gregs. B)<br><br>Post edited by: Steini, at: 2009/06/18 14:46

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jún 2009 17:46 #119 by Sævar H.
18.júní 2009

Kort af Hornströndum



Samkvæmt samtali við Gísla kayakræðara nú í morgun þ. 18.júní 2009 þá frestast róðurinn frá Bolungavík um einn dag, vegna veðurs á Hornstrandasvæðinu.
Gísli mun því fara vestur í fyrramálið og áætlar að hefja róðurinn um hádegisbil þann 19.júní 2009.

Slæmt veður af norðan gekk þarna yfir í gær og fór ölduhæðin utan Aðalvíkur í 2.5. m - en er núna komin í 1.5 m og með 5,2 sek tíðni.
Þannig að veður og sjór er að ganga niður. Gísli kayakræðari verður í ágætu veðri á morgun að hefja næsta áfanga róðursins umhverfis Ísland.

Og nú liggur leiðin frá Bolungavík - yfir Djúpið og fyrir Hornstrandirnar og þá er norðurlandið framundan.

Spennandi verður með leiðina yfir Húnaflóann, en miklu máli skiptir að ná að þvera hann sem utast. Því utar því styttri róður á hringferðinni.
Hagstæðasta þverun yfir Húnaflóann er 40 km leggur.

Er einhver kayakræðari tilbúinn í samflot þá leið ?:P

Meira síðar...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/18 11:36
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jún 2009 00:34 #120 by Sævar H.
Heildarróðrarleið Gísla kayakræðara



Róðrarleiðin: Reykjavík- Bolungarvík dagana 1.- 15. júní 2009<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/18 00:03
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum