19.júní 2009
Upphaf á þriðja kafla róðurs : Bolungavík-(ekki alveg ákveðið)
Núna rétt í þessu kl. 13.45 þann 19. júní 2009 er Gísli kaykræðari að róa út úr hafnarmynninu í Bolungarvíkurhöfn á leið sinni umhverfis Ísland, á kayak, og er því að hefja kafla þrjú á þessari löngu ferð.
Frá Ósvör í Bolungavík - Ritur í fjarlægð
Veður er gott og sjólag nokkuð gott. Þó er smá innlögn þar sem veruleg alda er enn á hafinu eftir stífa norðanátt að undanförnu.
Og nú stefnir Gísli kayak sínum fyrir Ritinn og íhugar að láta fyrirberast í Fljótavíkinni í nótt .
Halldór Sveinbjörnsson á Ísafirði hafði samband við undirritaðann og upplýsti að róður Gísla kayakræða um og fyrir Hornstrandirnar yrði með velvild Ísfirskra kayakræðara.
Við vitum að því fylgir allt frá A-Ö , sem Gísla kann að koma að gagni á róðri sínum um þetta magnaða svæði sem Hornstrandirnar eru.
Eins og Halldór orðaði það : Það er einhver mikil \"karma\" yfir þessari kayakferð Gísla- enginn hefur fram að þessu átt þvílíku veður og sjóláni að fagna á ferð sem þessari, eins og Gísli kayakræðari.
Undir það er tekið og vonandi verður framhald á því.
Veðurútlit framundan er ferð Gísla hagstætt- sem fyrr.
Að mínu mati er Gísli kayakræðara núna að róa um einn magnaðsta landshluta Íslands- Hornstrandirnar.
Sá maður sem gert hefur Hornströndum ,landsháttum og lífi fólksins sem þar bjó, best skil með riti sínu „Hornstrendingabók „ er Þórleifur Bjarnason,rithöfundur og námsstjóri (1908-1981)
Þórleifur var fæddur og uppalinn í Hælavík sem er vestan Hælvíkurbjargs á Hornströndum. Hann ólst þar upp í skjóli afa síns og ömmu. Alveg mögnuð saga sem sögð er í Hornstrendingabók og einstaklega vel rituð. Lesið hana.
Gísli er nú að þvera Ísafjarðardjúpið og kemur fyrst að Rit sem er útvörður Aðalvíkur í suðri og Grænuhlíðar í Ísafjarðadjúpi.
Grænahlíðin er mjög þekktur staður meðal eldri togarasjómanna . Í hvössum norðanáttum og þeim hafsjóum sem þeim fylgdu á þessu norðlæga fiskisvæði- leituðu togararnir tíðum landvars undir Grænuhlíðinni- biðu af sér veðrið.
Róðrarlengd Gísla frá Bolungarvík og þvert af Ritinum er um 22 km.
Þegar fyrir Ritinn er komið blasir Aðalvíkin við.
Þar var veruleg byggð sem öll fór í eyði árið 1952. Mikið útræði var fyrrum frá Aðalvík og var aðalverstöðin í Skáladal skammt fyrir innan Ritinn en þaðan var stutt á hin þekktu Kvíarmið.
Og ef Gísli þverar Aðalvíkina þá er það um 8 km róður. Þá setur hann stefnuna á Straumnesvita.
Skammt innan við Straumnesvitann liggur ennþá í fjörunni flakið af Goðafossi sem strandaði þarna árið 1916 .
Bændur frá Látrum í Aðalvík björguðu áhöfn og farþegum við erfiðar aðstæður. Hluti af skrokknum og gufuketillinn er enn sjáanlegt.
Mikil straumur er við Straumnesið en sjómenn fara þétt með landinu til að forðast straumkastið
Þegar fyrir Straumnesið er komið blasir útvörður Fljótavíkur við í norð austri ,Kögur, svipmikið fjall.
Við Straumnesið að NA er Rekavík bak Látur og í framhaldi hennar er síðan Fljótavíkinn og austar.
Væntanlega lætur Gísli kayakræðari fyrirberast í nótt við Atlastaði undir Kögri– en þar er m.a slysavarnarskýli.
Frá Straumnesi að Atlastöðum, undir Kögri ,er um 10 km róður
Heidarróður dagsins hjá Gísla kayakræðara gæti því orðið um 40 km .
Nóg í bili...
Og núna kl 23.38 lenti Gísli kayaræðari í Fljótavíkinni framan við slysavarnarskýlið undir Kögri. Frábærlega vel af sér vikið hjá Gísla...
SPOT tækið vinnur vel ,en eins og öll gps tæki þá eru þau viðkvæm fyrir fjalllendi... en góð samt.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/06/21 08:44